Gangleri - 30.12.1871, Page 7

Gangleri - 30.12.1871, Page 7
orsök til vínnautnar hjá oss, en það eru hin- ar fáu skemmtanir, er menn almennt eiga kost á að njóta hjer á landi ; því hafa menn máske helzt til of opt gripið til vfnsins sjer til skemmtunar þótt það sje ekki sem heppi- legast valið, því bæði er þá vandratað meðal- hófið, og svo er það aðalgalli vínsins eða verkunar þess, að þvf hættir svo mjög til að spilla siðgæði manna. Hvað tóbaksbrúkun snertir, þá má hún máske í eðli sínu kallast hin heimskulegasta munaðarnautn, og ætti með öllu að útrýmast úr landinu jafnfraint víndrykkjunni. Kaffið er nú orðið að nokkru leytinauð- synjavara bæði handa þurrabúðarmönnum og sjómönnum, en til svcita ætti það ekki að brúkast nerna á tillidögum og við sjerstök tækifæri, alira sfzt hjá fátækum mönnum. Almennt er það orðin venja að brúka kaffi til veitinga handa gestum, og getur það verið hentugt, og sparað veitandanum mat, en að vorri hyggju ekki fje; því kaffiveiting getur orðið útdráttarsöm þegar á allt er litið, sem til hennar útheimtist, svo sem eldiviður, verlca- töf, og rjómi auk kaffisins sjálfs og sikursins. I’að virðist því öllu heldur samboðið efnuin vorurn og landsháttum, að menn noti handa sjálfum sjer og til veitinga, það sem Iandið gefur af sjer, svo sem í stað kaffis heituijólk- urbolla eða tevatn af fslenzkum jurtum, er vjer höfum gnægð af. Erlendis er það víða venja að bjóða gestum tevatn eða ölglas ineð dálitlum bita af brauði með einhverju feit- meti ofaná, og getur þessháttar veiting vcrið ferðamönnum mikið hagkvæmari og hollari, heldur en að fá hvern kaffibollan ofan á annan. Þá er annar kafli í landshagsskýrsluin vorum, sein er einkarfróðlegur og nauðsyn- legur, sjer f lagi fyrir bændastjett vora, en það er yfirlit yfir búnaðar ástand landsins. það ætti að vera sönn ánægja fyrir hvern bónda að kynna sjer slíkar skýrslur, því í þeim er fólginn, meðal annars, sá fróðleikur, að hann getur kynnt sjer um allt Iand hver búskapar- grein er yðkuð mest f hverri sveit og hverju hjeraði, og hvort cinni sveit eða hjeraði fer fram eður aptur í hverri greiu scm er. Árið 1854 voru t. d. ekki nema 28 þilskip á öllu landinu, en 1868 voru þau 68 að tölu o. s. frv. 6— BJÖRNSTJERNE BJÖIÍNSON. Þegar einhvcr oss ókunnur maður gjör- ir oss eitthvað til vilja eða þægðar í orði eða verki, er það eðlilegt, að vjer viljum hafa eitthvað ineira af honum að segja, eða vita hver hann er, vita hvort hann að öðru leyti er merkur maður eöa ómerkur. Hið merka skáld, ritstjóri blaðsins „Norsk FoIkeblad“, Björnstjernc Björnson hefir hvað eptir annað tekið svari voru og haldið mál- stað vorum uppi f nýnefndu blaði sfnu, á móti Dönum viðvíkjandi stjórnarbótarmáli voru, eins og löndum vorum er að nokkru leyti kunnugt af fslenzku blöðunum, einkum Norð- anfara. Hann hefir f skoðunuin sfnum á mál- um vorum, í flestum atriðuin aðhyllzt stefnu riddara Jóns Sigurðssonar og mciri hluta al- þingis, þar á meðal það, að vjer höfum full- ann kröfurjett móti rfkissjóðnum danska til endurgjalds fyiir seldar þjóðeignir og verzl- unarcinokunina m. fl.; að vjer eigum hcimt- ing á fullu sjálfsforræði til jafns við Dani, sem sjcrstakt sambandsland, án nokkurrar tálmunar cða takmarka af hendi hinnar dönsku ráðgjafa-stjórnar eða ríkisþingsins; og hann gengur jafnvel lengra : hann segir sem er, aö ís- lendingar sjeu kynjaðir frá Norcgi, að ísland sje óeiginlega komið úr sambandinu við Nor- eg, eða hafi ranglega orðið viðskila við hann og áhangandi Danmörku, hafi verið og sje eptir cðli sínu og afstöðu sjerstakt lýð- r í k i, sem hafi verið að eins í perónu- 1 e g u samhandi við Noreg, og ætti því að

x

Gangleri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.