Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Síða 2

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Síða 2
9 þegar menn lesa í íslenzkum blöðum um ýmsar ófarír, sem menn hafa orðið fyrir, þá er það eigi sjaldan, að ofdrykkja á allmikinn þátt í slíku, og munu hin dæmin þó vera enn þá fieiri, er aldrei hafa orðið heyrum kunnug. Þannig þekki jeg mörg dæmi, að ungir menn hafa orðið bráðveikir eða dáið snögglega af völdum ol'drykkju, og hefur þess þó hvergi verið getið í blöðunum. Þetta er með náttúriegum hætti opt sprott- ið af ókunnugleika rithöfundanna, enda er það fögur regla, sem margir hugsa út í við slíkt tækifæri, að «hinn dauði hefur sinn dóm með sjer, hver helzt hann er; sem bezt haf gát á sjálfum þjem. Menn vila, sem satt er, að slysið verður eigi aptur tekið, þegar það er orðið, og að það er ómannlegt, að lasta þann, sem eigi getur varið sig. Með þessuin hætti verð- ur það, að allmörg af slysum þeim, er af ofdrykkjunni leiðir, verða aldrei heyrum kunnng, en þó mun hver sá, sem vill lesa dagblöð vor, og einkum þann kafla þeirra, er hljóðar uin manna- lát og slysfarir, um hið seinasta 10 ára hil — og er það þó eigi langur tími, — geta fundið ærið mörg dæmi þess, hve mörgum ofdrykkjan hefur orðið að fjörtjóni. En þó nú fjöldi þeirra, sem við slík atvik hafa farið sjer að voða, sje, ef vei er að gáð, ærið stór, þá þori jeg þó að segja, að tala þeirra, sem hafa skemmt heilsu sína á ofdrykkju, er enn þá stærri. Þetta er opt hulið hæði fyrir blaðamönnum og almenn- ingi, en læknirinn fær því optar að sjá hinar sorglegu afleið- ingar af ofnauln áfengra drykkja bæði hjer og erlendis. Það er nú á tímum meðal lækna mjög tíðrætt um það, hvílíkan skaða ofnautn allra slíkra drykkja vinni á heilsu manna, og ljúka all- ir upp einum munni um það, að afdrifm sjeu hin skaðvæn- legustu og sorglegustn. Um þetta má með sanni segja, að í öllum löndum sje pottur brotinn, og varla hygg jeg það land til vera í allri norðurálfu heims, þar sem læknar sjeu eigi sjón- arvottar að þessu, og að minnsta kosti þekki jeg ekkert lækn- isfræðislegt tímarit, að eigi sje þar ár frá ári getið um hinar óhappalegu aíleiðingar ofdrykkjunnar. En þegar þessu er svona varið nálega um allan heim, þá kynnu nú ýmsir brennivínsvinir að segja: «má það yfir marg-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.