Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 3
an gengur», og finna þannig nokkurs konar afbötun fyrir yfir-
sjón sína í því; en má eg þá spyrja: erum vjer íslendingar
nokkru bættari fyrir það, þótt vjer öpum ýmsa hættulega lesti
eptir útlendum þjóðum? Iíoma ekki hinar skaðlegu afleiðing-
ar ofdrykkjunnar að jafnri tiltölu fram við oss fyrir það, þótt
landslýðurinn sje miklu fámennari en í öðrum löndum? Og
erum vjer í nokkru bættari fyrir það, þótt aðrir sjeu í sömu ó-
gæfunni, sem sjálfir vjer? í útlöndum, þar sem mannfjöldinn
er svo afskaplega mikill, í samanburði við íslauds fámenna lýð,
ber raunar í fijótu bragði eigi svo mikið á því, þar sem svo
mikið er að taka á, en þó er það víst, að öllum þeim, sein
trúað er fyrir heilsu manna, jeg á við læknana, þykir þetta
mjög svo urn of, og játa það, að hin brýnasta nauðsyn sje til,
að sporna við því á allan leyfilegan hátt.
«Það er búið að margsanna það með alveg órækum reikn-
ingum», segir enskur læknir, Dr. Augustus Guy (Gæ), «að
dauðratalan meðal drykkjumanna er árlega þrefalt stærri en
ir.eðal hinna, sem hófsamir eru eða bindindissamir, og þó» —
bætir hann við — «ber enn þá meira á þessum mikla mis-
mun á ungmennum en þeim, sem fullorðnir eru orðnir. Allir
þeir, sem til ofdrykkju falla á unga aldri, eða milli tvítugs og
þrítugs, missa samkvæmt áreiðanlegum reikningum, gjörð-
um á mörgum þúsundum manns, liðug 20 til 22 ár af æfi
sinni, og af þeim deyja fimmfalt fleiri, en af hinum, sem eigi
hafa drukkið á þessum aldri». «það kann enginn högum að því
að hyggja, hversu skaðvænir allir áfengir drykkir eru fyrir ung-
mennin» segir nafntogaður frakkneskur líffræðingar, enda munu
mjög fá dæmi finnast þess, að menn, sem farið hafa að drekka
á unga aldri, hafi orðið gamlir menn, hversu vel sem þeir svo
hafa verið gjörðir af náttúrunni». «Fáein soll», segir nafnkennd-
ur læknir í Vesturheimi, «geta steypt unglingnum í slíkan
sjúkdóm, að hann bíði þess aldrei bætur, heldur verður það
opt hans banamein að fáum árum, og það á ýmsan hátt. Hinir
sem aptur á móíi fara fyrst að drekka, þegar þeir eru komnir
á apturfararárin (i Involutions Perioden), geta opt orðið gamlir
menn, og, ef til vill, haldið sjer vel fram á elliárin, einkum ef
1*