Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 4

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 4
4 þeir drekka með stillingu, og eigi nema endrum og sinnum». Þetta kennir læknisfræðin, og þetta ætla jeg sje alveg samhljóða því, er margir skynsamir menn hafa tekið eptir hjer á landi. En eru þá allir áfengir drykkir jnfnskaðvænir ? munu marg- ir spyrja; þessu má svara á þá leið, að þó lítið sje á munun- um, þá verður því þó eigi neitað, að sumir eru enn þá skað- vænlegri en aðrir. það er almenn trú hjer á landi, að brenni- vín, eða vatni blandinn vinandi, sje eigi eins skaðvænn fyrir heilsuna og aðrir áfengir drykkir, og þótt sumnm kunni að virðast þetta ólíklegt, þáliggurþó, ef salt skal segja, talsverð- ur sannleikur í því á botninum, ef það að eins er látið gilda um hreint og ófalsað brennivín eða vínanda; cn láti menn það gilda um alls konar brennivín, þá verður allt öðru máli að gegna, og það af þeim ástæðum, sem nú skal greina. Brennivín getur verið margs konar og mjög mismunandi að eiginlegleikum sínum. Ef það er gott og hreint og gjört af góðum korntegundum, þá er það að álíta sem hreinan vínanda (Alcohol), blandaðan með tveim til þrem pörtum af al- veg hreinu vatni; en eins og það varðar miklu, afhvaðakorn- tegundum brennivínið er gjört, eins er það og mikið undir því komið, hvernig tilbúningnum er hagað. Kartöflubrenni- vín hefur hvervetna verið talið lakara en kornbrennivin, og mun það einkum koma af því, að opt taka menn tii þess lje- legar og skemmdar kartöflur; en sje það gjört úr góðum kartöflura, getur það verið allhreint. Það er eigi svo sjaldan, að korntegundir þær, sem brennivín er lagað af, eru blandað- ar hinu svo kallaða móðurkorni, eins og líka kornið og mjölið sjálft er eigi sjaldan blandað þessu móðurkorni, og hefur mjög opt hlotizt mikil ógæfa af því fyrir heilsu og líf manna. Móðurkornið er hægt að þekkja í korninu bæði á lit þess og stærð, því að það sjest eins og blásvört korn innan um rúginn, sem eru nokkuð stærri og lengri í sjer en rúgkornin sjálf. Það eru nokkurs konar sveppir, sem setjast á kornöx- in í vætufullum sumrum, og hefur opt gefið tilefni til sjúk- dóms þess, er kallaður er rúgsjúkdómurinn. Sjúkdómur þessi kemur í ljós með ýmsu móti; því að stundum ber svo við,

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.