Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Qupperneq 6
6
anum úr krampa, er þannig heltekur allan líkamann, að líflð
sloknar út af allt í einu. Skerpueitrið, sem í brennivíninu er,
á mestan þátt í þessu, og eins mun þessu sama eitri vera
mikið um það að kenna, þegar drykkjuæði, eða rjettara nefnt
drykkjuskjálftaæði, kemur á drykkfellda menn, enda er það marg-
reynt, að það kemur mest á brennivínsmennina. Handaskjálfti
sá, er merkist á drykkjumönnum, er og sprottinnaf sömu rót,
og það er án efa mest brennivinssterkjan, sem veldur honum.
Þegar menn gefa mönnum hreinan vínanda vatni blandaðan,
þá verða þeir, sem vonlegt er, mjög fljótt drukknir, en slfkt
varir sjaldan lengi, því að eplir fáar stundir, einkum ef heitt
er í veðri, flvgur hinn hreini vínandi út úr líkamanum, mest
í gegnum lungun, og er maðurinn þá að mestu leyti jafngóð-
ur, nema hvað líkamahitinn hefur minnkað talsvert, og slag-
æðin verður eins og linari. fJm þessi áhrif vínandans hafa
menn á síðari tímum þráfaldlega og við ítrekaðar tilraunir
sannfært sig um, og það hefur gefið tilefni til, að menn á síð-
ari tímum eru farnir að viðhafa hreinan vínanda vatni bland-
aðan sem læknislyf í ymsum hættulegum sjúkdómum. Eg sá
þessa aðferð fyrst við hafða á spítala einum í Lundúnaborg,
og gafst hún mjög vel, og sannfærði mig um það, að hreinn
vínandi er ágætt lyf f ýmsum sjúkdómum, og einmitt af þessu
leiðir það, að vínandinn, eins og hvertannað lyf, á eigi að vera
neinn daglegur drykkur, enda verður mönnum að skiljast það,
að það munu fáir heilbrigðir menn hafa gagn af því, að vera
daglega að heila í sig lyfjum að nauðsynjalausu, og allra-sízt
þegar slík lyf, eins og vanalegt er með mestan hluta af voru
brennivíni, eru eiturblandin.
þegar tekið er vanalegt brennivín og eymt, sem áður er
á drepið, við hægan hita, þá fæst að eins með ákveðnum und-
irbúningi hreinn vínandi, en sje brennivínið eymt eins og það
er, þá fer allmikið af skerpueitrinu með gufunni, og verður því
sá vínandi, er menn þannig fá, aldrei alveg laus við það. Þeg-
ar menn vilja fá alveg hreinan vínanda, þá hafa menn nýbrennd
viðarkol á botninum á suðuflöskunni, sem brennivínið er eymt
úr, og verður sá vfnandi, er þannig fæst, alveg hreinn. Hann