Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Síða 10

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Síða 10
10 þegar jeg kom lil Parísarborgar, að grennslast eptir þvf, hversn mikið þar mundi vera drukkið af þessu víni árlega. Eptir á- reiðanlegum skýrslum, er jeg fjekk frá hlutaðeigandi tollembætt- ismönnnm, fjekk jeg fulla vissu um, að í Parísarborg var á ári hverju drukkið sem svaraði 160 stórámum af Teneriffa-víni, og með því vínber þau, er þetta vín gefa, vaxa hvergi í öll- um heiminum, nema á Teneriffa, þá leiðir beinlínis af því, að einungis helmingur af öllu því Teneriffa-víni, sem drukk- ið er í Parísarborg, gat verið sannarlegt Teneriffa-vín. «En þrátt fyrir þetta», segir sami rithöfundur, «hef jeg al- drei enn þá komið svo í neina stóra borg f norðurálfunni, að vínmangararnir hafi eigi þótzt hafa Teneriffa-vín að selja, jafn- vel þótt jeg sje fullkomlega sannfærður um, að hið eigin- lega vín, sem verðskuldar þelta nafn, finnst hvergi nema í konungahöllunum, því þangað fara vanalega hin óblönduðu vín». Það vildi einu sinni svo til fyrir mjer, að jeg sat til borðs með lávarði einum enskum,sem þávar sendiboði Victoríu drottn- ingar, og hafði vín frá hennar eigin vínkjallara. Meðal annara vína var þar og «Madeiravín», sem lávarðurinn sagði mjer að jeg gæti verið sannfærður um að væri frá «Madeira», enda var það að lykt og bragði öldungis ólíkt öllum þeim Madeiravínum, er jeg nokkurn tíma áður hafði sjeð og bragðað. «Hefur þú nokkurn tíma drukkið Madeiravín á við þetta?» sagði lávarð- urinn. Jeg kvað nei við. i'Það er með náttúrlegum hætti», sagði hann, «því allt það Madeiravín, sem fæst á eyju þessari, hrökkur eigi til handa hinum helztu konungaborðum í norður- álfunnii). Um Champagne-vínin er nú ekki að tala; þau eru nærfellt öll til búin eða að minnsta kosti hið mesta af þeim, enda hafa menn í ýmsum ritum «Recept» á boðstólum um það, hvernig þau skuli saman setja. Af þessu vona jeg nú að lönd- um mínum verði það skiljanlegt, að vínkaup þau, er hjer tíðkast, eru eigi svo glæsileg, sem margir menn halda, og að það í raun og veru er að miklu leyti að renna blint í sjóinn, þegar menn ímynda sjer, að fá það í þeim, sem nafn þeirra hljóðar upp á. I>að er hentugast fyrir þá, sem hafa nóg af öllum lífs- nauðsynjum, að eyða miklum peningumí slíkan óþarfa, en ógjör-

x

Heilbrigðistíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.