Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Side 11

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Side 11
legt kalla jeg það fyrir lýðinn í því landi, sem á á bættn, að vanta brauðbita upp í sig, þegar minnst varir. «Matur er manns- ins megin», segir gamalt máltæki, og erþað mála sannast, eigi minnst fyrir oss, sem búum hér á útskjækli norðurálfunnar rjett við röndina á íshafinu. f>að er því alveg rjett, sem stendur í Ganglera 30. d. desemberm., þar sem hann segir: «þegar athugað er, að hin svonefnda óþarfa- eður munaðarvara, erlandsmenn kaupa, hleypur 630804 rd., þá má þetta heita mjög mikið fje, og alls ekki samboðið fátækt lands vors». Dagblöðin ættu sem mest að brýna þennan sannleika fyrir lýðnum,því að hann þarf að komast inn í meðvitund hans, ef við eigum nokkurn tíma að komast út úr þessu eymdarástandi, er nú erum vér í. UM DEILSUFAR FÓLKS ÁRIÐ 1871. Árið, sem leið, mátti heita nokkurs konar sóttarár á mörg- um stöðum, enda slógu ýms slæm veikindi sjer víða að, og urðu mörgum að fjörtjóni. Hjer í Reykjavík kvað talsvert að þessu, einkum um miðsumarsbilið og síðari hluta sumarsins. Undir enda júlímánaðar var taugaveiki mjög almenn hjer í bæn- um; hún var bæði langvinn og mjög illkynjuð. Alls lágu í henni um 60 manns, og af þeim dóu álta, en flestum hinum, sem lifðu, batnaði heldur seint. Litlu síðar fór hjer að bera á ann- ari veiki; það var illkynjuð heimakoma með bólgu og ígerðum; margir fengu þessa veiki, og optast fleiri en einn í sama húsi. Bólgan, sem opt hljóp í hendur eða fætur, var mjög langvinn, og vildi eigi grafa fyr en eptir langan tíma, en allajafna varð þá að skera í bólguna að síðustu, nema þar sem hún varð svo áköf, að hún hljóp yfir í kolbrand eptir nokkra daga. Fimm manns dóu af kolbrandl, sprottnum upp á þennan hátt, og varð þeim eigi hjálpað, hvað sem reynt var. Þessi heimakomuteg- und hefur allt af smátt og smátt verið að slá sjer niður allt fram á þennan dag, en alls tel jeg að um 50 manns hafi verið veikir af henni meira eða minna. Seint á sumrinu, sem leið, byrjaði kíghósti hjer sunnan- lands, og varð hann í haustmánuðunum mjög almennur hjer í lleykjavík og í Hafnarfirði. Síðan færðist hann austur yfir fjall,

x

Heilbrigðistíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.