Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Síða 14
14
iit sjeð um, liversu margir þá mundu deyja af þessum sjúk-
lingum, sem lögðust rjett áður en skipið fór, því að bólusóttin
drepur, sem knnnugt er, aldrei fyr en á veikina líður.
í blaði einu, sem «Dags-Telegraphen» heitir, og sem
kemur út f Kaupmannahöfn 7 sinnum um vikuna, fer ritstjóri
þess 31. dag desemberm. hjer um svo felldum orðum: «Bólu-
sóttin er aptur að ankast harðla mikið (i en betydelig Grad)»,
enda má af öðru blaði, «Dagbladet», 22. dag desemberm. sjá,
að almenn kúabólusetning og endursetning var um hönd höfð
í höfuðborginni svo að segja daglega. Hið áður tjeða skip,
sem hingað kom, hafði fengið bóluveiki í hafi, og ljetu yfir-
völdin því undir eins, sem þetta varð uppskátt, ílytja hinn bólu-
veika mann inn að Laugarnesi, og leggja skipið í sóttarvarðhald,
uns það var hreinsað á hinn lögboðna hátt, og með því eng-
inn hefir enn þá veikzt af bólu, hvorki hjer eða í Hafnar-
firði, þar sem skip þetta lá um tíma, er vonandi, þó engin full
vissa sje enn þá fyrir því, að eigi verði neitt mein af þessu.
í hinu sama blaði, sem nú var um talað, «Dags-Telegrafen»,
stendur 21. d. desemberm. stutt lýsing á aðförum bólusóttarinnar
á Þýzkalandi, einkum í Hamborg og Berlínarborg, og segir þar
svo: «Samkvæmt áreiðanlegum skýrslum voru á árinu 1871
allt fram að 25. d. nóvemberm. dauðir af bólu í Hamborg
3,256 menn, og þó virðisl bólusóttin þar enn þá svo lítið í
rjenun, að frá öðrum degi októberm. til 26. dags næsta mán.
voru þar enn þá dauðir eigi færri en 210, og sýnir það Ijós-
lega, að bólusóttin hefur enn þá verið í fullu áframhaldi, eptir
að hún hefur gengið þar í nærfellt heilt ár. Á fyrsta mánuði
ársins, í janúar árið sem leið, dóu þó eigi meira en 62, og er
það eigi meira en liðugur helmingur af því, sem þar dó við
enda ársins. Hamborg er lalin nú sem stendur að hafa 210,000
íbúa,og reikna menneptir þeim almennt gildandi ályktunar-reikn-
ingi um bólusóttirnar, hefur í þessari borg nálega hver 8. mað-
ur verið meira eða minna veikur af bólusótt árið sem leið.
tessi reikningur á að styðjast við það, að tala hinna dánu af
öllum bóluveikum er vanalega 40 til 50 af hverju þúsundi, það
er að segja af öllum þeim, sem bólusettir hafa verið, en af