Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 15

Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 15
15 óbólusettum vcx tala þessi allt að 70. Nú með því það er eigi trúlegt, að margir hafi verið óbólusettir eða jafnvel eigi endurbólusettir, þegar sóttin gekk þar svo lengi, þá er það af ofantöldum ástæðum harðla líklegt, að í Hamborg hafl legið allt árið sem leið fullar 50 þúsundir bóluveikra, en það er 4. hlnti allra staðarbúa, og þó að vér nú vildum setja, að helm- ingur hinna veiku hafi verið framandi, sem þó eigi er líklegt, þá hefur bólan þar að öllum líkindum, eptir því sem næst verður komizt, lagt hjer um bil 8. hvern mann í rúmið. Frá Berlínarborg eru fregnirnar litlu betri, því að frábyrjun fyrra árs allt fram að 26. degi nóvemberm. sama ár hafði bólusóttin drepið þar 4,248 manns. Fregnirnar, sem jeg hef lesið um þetta efni í hinu helzta læknisriti Breta, og sem náðu allt fram að enda októbermánaðar fyrra ár, eru líks eðlis, og benda ljós- lega á, hvílíka útbreiðslu bólusóttin allt árið sem leið liefur haft um rr.ikinn hluta norðurálfunnar. Um orsakirnar til þessa, sem nú liggja öllum í augum uppi, skal, lofl guð, talað í næsta blaði af riti þessu. Um kóleru er það að segja, að hún var að miklu leyti í algjörðri rjenun, þegar síðast frjettist. Það virðist og yfir höf- uð, sem þessi alheimssótt hafl grandað langtum færri í þessari hinni síðustu árás hennar en ella, hvort sem það er af því, að sóttin hefur í sjálfu sjer verið með vægasta móti, eða af því að læknum hafi nú tekizt að við hafa betri ráð við henni en áður. Menn tala nú í læknisritum um ýmisleg lyf, t. a. m. Chinin, og nýtt svefnlyf, er CMoral heitir, sem samkvæmt rússneskum og þýzkum skýrslum hafi haft svo sjerlega góð á- hrif, svo að eigi hafi dáið fleiri en 15 af 100, þar sem áður dóu 50 til 60 af sömu tölu. Úegar síðast frjettist, hafði veiki þessi borizt með vesturferðarmönnum á skipi einu, er Franklin hjet, til Halifax í Bandafylkjunum. UM SJÚKDÓMA Á PENINGI ÁRIÐ SEM LEIÐ. Aptur fór í haust eð var að brydda á hrossafaraldrinu, en þó langtum rninna en í fyrra, enda var það að eins á ein- um bæ skammt frá Hafnarfirði. Bráðafárið á fje hefur aptur

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.