Heilbrigðistíðindi - 01.01.1872, Page 16
16
á móti verið fjarska-aigengt, bæði sumslaðar hjer fyrir sunnan,
einkanlega um austursveitir og Borgarfjörð, og eins fyrir norð-
an, og er hörmulegt til þess að vita, hvílíkan skaða sú drep-
sótt gjörir á fjárstofni landsins. í’að munu engar öfgar, þó
gizkað sje á, að fyrir sunnan og norðan hafi farizt að jafnað-
artölu 18 til 20 kindur af hverju hundraði, eða 180 til 200
af hverju þúsundi, og er það óttalegur skaði, þó minni væri.
Jeg get nú samt sem áður alls eigi neitað því, að vel mætti
lina og draga lir þessum mikla fjármissi, ef rjettilega væri að
farið, enda hef jeg margra reynslu fyrir því, að þar sem Chlor-
lopt hefur verið haft í fjárhúsunum, og menn hafa þá þegar
á haustin látið allt ungt fje laxera af glaubersalti nokkrum
sinnum, þar hefir mikið litið orðið af pestinni. t’að er og al-
veg víst, að valzisku böðin vörnuðu henni, meðan þau voru um
hönd höfð; þau gjörðu og ullarvöxtinn þjettari og meiri, og
það álit jeg hinn mesta skaða fyrir fjárrækt vora, að þau voru
eigi tekin upp um allt land.
tað er sannarlega annað en lítill skaði, þegar menn árlega
missa fjölda fjár. Hverja kind má nú að haustlagi reikna a —
6 rd., en þar af leiðir beinlínis, að fyrir hvert þúsund fjár,
sem landið missir úr pestinni, missir það 6000 ríkisdala ár-
lega. Mjer þykir það sjálfsagt, að bráðapest sú, er gengið
hefur í vetur, hafl samtals drepið sem svari mörgum þúsundum,
og má ekkert land við slíku, þegar slíkt gengur ár eptir ár,
enda gengur og það fje, sem lifir, sjálfsagt úr sjer við slíka
veiki.
BRÁÐKVADDIR AF HÁFSÁTI.
Aptur hefur það sorglega óhapp til viljað, að 3 menn hafa
í Borgarfjarðarsýslu orðið bráðkvaddir af háfsáti. Bærinn, sem
þetta varð á, heitir Ós, og hóndinn þar er sagður skikkanleg-
ur en heldur fátækur maður, og mun allt hans fólk hafa borð-
að háf, og þeir, sem dóu, i meira lagi.
Útgefandi: Dr. Jón Hjáltalín.
Reykjavík 1872. Preutari: Eiuar þiirtfcarsen.