Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 4

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1873, Page 4
4 LANDSTJÓKN. til fnndarins, en hinar 11 til alþingis, og vorn }>ær fengnar fundinum til álita. Allar þessar bœnarskrár lýstu megnri óánœgju ytir stjómarástandi því, er nú er á íslandi, og kváðu alla aðferð stjórnarinnar gagnvart ís- landi mjög óeðlilega og gagnstœða rjettindum og pö'rfum jvjóðarinnar; eink- um tóku pær fram óánœgju sína með lögin 2. jan. 1871 um stöðu íslands í ríkinu, og sömuleiðis með hið nýstofnaða landshöfðingjadœmi, er hvort- tvoggja væri þvert á móti ráðum alþingis og óskum þjóðarinnar. Margar af bœnarskrám þessum skoruðu á fundinn aðsemja nýtt frumvarp til stjórn- arskrár, og senda það konungi til staðfestingar; fóru sumar þeirra fram á það, að það yrði gjört að undirstöðuatriði í þeirri stjórnarskrá, að íslend- ingar skyldu eigi standa í neinu öðru sambandi viðDani en að þeir hefðu hvorirtveggja hinn sama konung. Allar bœnarskrárnar gjörðu kröfu til fullkomins jafnrjettis við Dani, og fiestar þeirra tóku fram, að ef það ekki fengist, þá skyldi biðja konung um að kveðja til þjóðfundar í landinu sjálfu með fullu samþykktaratkvæði, samkvæmt kosningarlögunum 1849, og leggja fyrir hann nýtt frumvarp til stjórnarskrár. Enn fremur ljetu sumar hœn- arskrárnar í ljós þá ósk landsmanna, að þingið mótmælti öllum nýjum skatta- og tollaálögum, og eyddi sem minstum tíma og lcostnaði til þing- málanna. Til þess að rœða bœnarskrár þossar var lcosin 9 manna n e f n d. Nefnd þessi kom sjer saman um að húa til nýtt frumvarp til stjórnarskrár, og afhenti húnfundinum það daginn eptir ásamt áliti sínu; rjeð hún fundinum í því 1. að hiðja konung um, að veita frumvarpi þcssu staðfestingu, 2. a ð kjósa 3 af landsmönnum til að flytja málið fyrir konungi, og 3. a ð senda eptirrit af gjörðum fundarins alþingi til álita og eptirsjónar. Nefndarálitið var þegar tekið til u m r œ ð u, og mœtti það mis- jöfnum undirtektum af hálfu fundarmanna; sumir mæltu harðlega í móti tillögum nefndarinnar og veittu henni átölur fyrir það, að hún hefði mis- skilið ætlunarverk sitt og fundarins, með því að semja nýtt frumvarp til stjómarskrár, og taka þannig fram fyrir hendur alþingis, en aptur aðrir vörðu aðgjörðir hennar í þessu efni; ennfrcmur varð og talsverður ágrein- ingur út af sjálfu frumvarpinu, einknm 1. og 2. gr. þess; í 1. gr. var svo fyrir mælt, „að ísland standi í því einu sambandi við Dani, að það lúti hinum sama konungi og þeir“, og í 2. gr., „að þau lagafrumvörp skyldu verða að lögum, er samþykkt hafa verið óbreytt á 3 alþingum, hverju eptir annað, þótt konungur hefði ekki veitt þeim samþykki sitt“. Að því er snerti hið fyrra atriðið; þá urðu ýmsir fundarmenn til að sýna fram á, að íslendingar gætu mjög vel verið frjálst þjóðfjelag, og þjóðerni þeirra væri í engu misboðið, þótt þeir hefðu ýms sameiginleg mál við Dani; og að því er snertir hið síðara atriðið, þá þótti mörgum engin von vera til þess, að konungur mundi geta fallizt á slíka tiliögu, og yrði hún að eins til þess að spilla fyrir málinu. Aptur aðrir vörðu tillögur nefndarinnar, og þreyttu menn nú rœðurnar um hríð af kappi rniklu, Eptir langar umi-œður komu

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.