Tíminn - 21.03.1872, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.03.1872, Blaðsíða 4
28 ura» Dr. J. Hjaltalfns, og vonum vjer að íslend- ingar taki þeim fegins hendi, svo þau deyi eigi út að ári liðnu, eins og sumt af tímaritum vorum, þvi þau eru sönn meinabót, og verða að þeim tilætluðu notum, sje þeim gaumur gefin. 36 + 2. MANNALÁT. (Aðsent.) í næstliðnum febrúarmánuði, andað- ist Sigurður Eiríksson bónda á Vöglum í Eyjafirði, Sigurðarsonar bónda í Engey og Guðnvjar Gísla- dóttur, þórðarsonar bónda í Borgarfirði syðra; bóndi á Ingjaldsstöðum í Bárðardal, rúmra 47 ára að aldri, fæddur 20. nóvember 1824; frá konu og 11 börnum; hann átti alls 12 börn, enn 1 þeirra andaðist ungt. Hann var heilsutæpur lengst æfi sinnar af brjóstveiki, enn hann var mesti fjör- maður og lá ekki á liði sínu með að ala önn fyrir sjer og sínum, eptir fyllstu kröptum. Guð hafði gefið honum skarpar og góðar gáfur, þó hann gæti ekki sýnt þær, eins og þeir, er ná hinni almennu menntun. Hann var einn þeirra manna er stofnuðu hófsemdarfjelag í þingeyjar- sýslu, árið 1844 (sjá «Fjölnir» 8. ár 1845 bls. 82). Auðæfum þessa heims, hafði honunVeigi hlotnast að safna, enn dyggð og guðsótti, voru þeir fjársjóð- ir sem hann stundaði að ávinna sjer og sínum. Stofnendur sparisjóðsins ábyrgjast sjerhvern þann halla, sem sjóðurinn kann að verða fyrir, og sem hann eigi sjálfur megnar að borga, með allt að 100 rd. hver. Fjórum mönnum mun verða gefinn kostur á að verða stofnendur sjóðsins, sem fulltrúar fyrir önnur bjeruð, og takast þeir þá á hendur sömu ábyrgð. Ágóða sparisjóðsins, að frádregnum kostnaði, verður haldið saman í ábyrgðarsjóð, og sjóðnum stjórnað kauplaust uú fyrst um sinn. Sem forstjórar sjóðsins, fyrir árið 1872, eru af stofnendunum kosnir: land- og bæjarfógeti Árni Thorsteinson, Adjunkt Halldór Guðmundsson og jarðeigandi Magnús Jónsson í Bráðræði. Á hverjum laugardegi kl. 4—5 e. m., er tekið á móti fje í sparisjóð og svarað út, nú fyrst um sinn í bæjarþingsstofunni. Samþykktir sjóðsins, lil hverra skírskotast um nákvæmari tilhögun sjóðsins, verða prentaðar og fást síðan til kaups. Heykjavík Á. Thorsteinson. Edvard Siemsen. G. Zöega. H. A. Sivertsen. Jón P/etursson. 0. Fimen. '. marz 1872. B. P. Hjaltesteð. Einar Jónsson. II. Guðmundsson. Hilmar Finsen. Magnús Jónsson. O. P. Möller. AUGLÝSINGAR. — Til þess að bæta úr almennum þörfum, höfum vjer stofnað sparisjóð i Beykjavíkur- kaupstað, sem byrjar starfa sinn 20. apríl 1872, og tekur sjóðurinn við samlagi úr öllu landinu. Sparisjóðurinn svarar fyrst um sinn 3 af 100 í vexti á hverju ári. Vextir útborgast tvisvar á ári í 11. júní og 11. desember gjalddaga. Vext- ir sem eru óútteknir innan 1. júlí og 1. janúar, verða lagðir við höfuðstól og af þeim svöruð renturenta. Sparisjóðurinn er einnig lánssjóður, og verð- ur úr honum lánað gegn áreiðanlegu veði og sjálfsábyrgð. — Af því það er afráðið, að 6 arkir komi út af «Timanum» fyrir hálft árið, eður til útgöngujúní- mánaðar næstkomandi, sem kosta 32 sk. eru kaup- endurnir hjer með beðnir að greiða áðurnefnda 32 sk., að því leyti er þeir eigi hafa greitt þá, fyrir lok maímánaðar þ. á. Sunnlendingar og Vestfirðingar til Páls gullsmiðs Eyjólfssonar, hjer í bænum, Norðlendingar og Auslfirðingar, til Magnúsar norðanpósts Hallgrímssonar á Akureyri. Jeg ber það traust til kaupenda blaðsins, að þeir verði við þessum tilmælum. Ábyrgðarm. Ábyrgðarmaður: Jónas Sveinsson. Prentabor í preotsmitiju íslaods. Einar þórSarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.