Tíminn - 26.07.1872, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.07.1872, Blaðsíða 4
72 hinir fylgi honum hugsunarlaust, þvert á móti er það bein sönnun fyrir því, að hann hafi rjett að mæla, því allir sem hafa vilja til að meta sann- leikann, fallast á hann jafnskjótt sem þeir sjá hann, fylgja honum síðan, og halda sjer fast við hinar sömu ástæður hans. Sannleikurinn þarf ekki að skipta um ástæður, og getur það ekki. Skoðun vor í stjórnarbótarmálinu, er í stuttu máli þessi: Eins og Danmörk er annað enn ls- land, og ísland annað enn Danmörk, svo eru Danir annað enn íslendingar, og íslendingar annað enn Danir, Danir geta aldrei gjört úr íslandi sannan Danmerkurauka, fyr en þeir eru búnir að draga það suður til sín með heilu og höldnu, en það mun verða þungt í drætti, og löstum vjer það ekki. Vjer vitum, að Danir og íslendingar hafa allt af verið tvcer bræðra þjóðir, og vjer viljum að þær verði það líka hjer eptir, en að þær tryggi samband sitt með lögum, sem lífga bróðurlegann kærleika, og vernda fullkomið jafnrjetti hvorrar fyrir sig, þannig að hvor fyrir sig geti heimtað reikningsskap af ráðsmönnum sfnum, og að hver fyrir sig njóti arfs eptir feður sína. ^að þarf ekki mikla vísindamenn til að sjá að þetta er rjett, en hvað þarf til að sjá það ekki? Hvað annað en að láta leiðast í blindni, afþeirri «rás viðburð- anna», sem heíir myndast og útbreiðst eins og önnur «erfðasynd» að viðleitni hins sterkara, til að ríra rjett hins veikara? Drengir. — í síðasta blaði «Tímans» hefir einhver, er nefnir sig 12 skýrt frá einföldu ráði við biti. Greiniu ber þess ljósan vott, að hún er samin eða skrifuð upp úr einhverri kerlingabók, sem nr. 12 hefir lesið. Jeg álít það eigi rjett að vera að breiða út meðal almennings þesskonar ráðlegging- ar, sem eigi hafa við neitt að styðjast, en eru eintóm vitleysa og geta eingöngu komið illu til leiðar. Jeg vil skora á þann, sem ritað hefir greinina að nafngreina sig og þætti mjer sannar- lega fróðlegt að fræðast af honum um, á hverjum og hversu mörgum hann hefði reynt meðal þetta, því það lítur svo út, sem hann hafl haft mikla reynslu og æfingar í brúkun þess. Að endingu skal jeg geta þess, að jeg skil eigi í þvi, að «Tím- inn» skuli eigi geta notað betur hið litla rúm til einhvers, sem betra er en þesskonar kerlingabók- ar-rugls, sem enginn skynsamur maðnr fer eptir, og það væri engin meðmæling með «Tímanum« ef nr. 12 kæmi með fleiri þesshátlar greinir. Keykjavík, 9. d. Jútímín. 1872. J. Jónassen. MANNALAT. 13 þ. mán. andabist hjer í staíínnm konan Rannveig 0 laf s dó t ti r, kviuna Brynjútfs búkbindara Odds- sonar; hún var stiilt kona og greind. — 23. þ. mán. andab- ist bbr í stabnum húsfrú Oufcrún Gubmnndsdúttir Sivert- sen, ekkja eptir Sigurb kaupmann Sivertsen, bún var merk og vel meuntnt) kona. NÝ LÖGJÖF. Með þessari póstskipsferð kom nú Tilslcipun um sveitastjórn á íslandi, dags. 4. dag maí 1872. EMBÆTTAVEITINGAR. Suður-Múlasýsla kand. júris Jóni A. Johnsen. Vestmanneyjasýsla veitt dönskum sýslumanni Aa- gaard. __________ Jðgtill „IllgOlf“, 13V2 dönsk lest að stærð, smíðuð í Noregi úr góðum og vönduðum furuvið, 1 árs gömul, fæst til kaups. Jagtin siglir ágætlega og er vel gjörð út til hákarlaveiða, og geta veiðarfærin og annar útbúningur fengizt til kaups ásamt skipinu. f’eir, er kynnu að vilja kaupa, geta skoðað skipið, sem að öllum jöfnuði liggur í IJafnarflrði. Verð skipsins ásamt veiðarfærum og öðrum út- búningi er 3,G00 rd. Reykjavik, 20. dag jiílí 187*2. Math. Jóhannessen. PRESTAKÖLL: liítardalur veittur: Jónasi skólakennara Guðmundssyni. Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentaíor í prentsmibjn Islands. Einar þórþarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.