Tíminn - 03.09.1872, Side 1

Tíminn - 03.09.1872, Side 1
20. b!að. 1872. TÍMIWM, Tteykjavík, 3. September. — Póstskipið »Díana» kom hingað 26. f. m. Með því komu: lector theol. SigurSur Melsteð á- samt frú Ástríði konu sinni. Málfærslumaður Páll Melsteð. Helgi E. Helgesen yfirkennari barnaskól- ans, hann fór með «Jóni Sigurðssyni» í sumar til Björgvinar, þaðan til Kmh., og um leið kom hann inn á gripasýninguna. Dr. Jón Hjaltalín, Þorlákur Ó. Johnsen frá Lundúnum, og 3 Eng- lendingar, 2 þeirra eru gjörðir út til þess að sjá, hvar hentugast sje að leggja járnbraut úr Krísi- víkurnámunum til Hafnarfjarðar, og hinn 3. tii að rannsaka, hvert járn sje hjer, að flnna, og fór hann á stað vestur um land 29. f. m., og með honum þ. Ó. Johnsen, ásamt öðrum fylgdarmanni. En fremur kom: hr. Jóhannes Siemsen og frú hans. — Gufuskipið «Yarrow» kom enn hingað 19. f. m. til að sækja hesta. með því komu þessir ferðamenn: Eobert Macdonald Esq., Miss. Maggie Macdonald, Leslie Pell Clark Esq., Douglas Robinson Esq., Mr. Thomas Parrott, Mrs. Cog- hill. Yarrow fór hjeðan á laugardaginn þann 24. ágúst með 300 hesta til Granton, á leið- inni kom það við á Beruflrði, og setti þar á land Master Bain til þess að kaupa fje og hesta til næstu ferðar. Nú eru þeir á Yarrow búnir að flytja hjeðan í ár 1402 hesta. — *J6n Sigurðsson» fór heimleiðis frá Hafnar- firði 25. f. m. Með honum tóku sjer far: P. Eggerz kaupmaður á Borðeyri, Hákon Bjarnason kaupmaður á Bíldudal, Matthías Johannessen verzlunarfulltrúi, og Sigtryggur Jónasson frá Eyja- firði, er ætlaði til Vesturheims. — En sökum andviðris og sjáfargangs er var fyrir sunnan land, hlaut hann að snúa aptur, og kom hingað inn 30. f. m., kol og vistir voru iika á þroturo, bann fór aptur 1. þ. m. — Herskipið frakkneska »Cher», fór hjeðan al- farið 27. f. m. — Rússneska lystiskipið «Vilia», er komhing- að 1. ágúst næstl. fór hjeðan aptur 18. f. m. — Með póstskipinu bárust þessar embœttisveit- ingar: cand. philos. Steingrímur Thorsteinson er settur kennari við lærða skólann í staðinn fyrir sira Jónas Guðmundsson, og Óli P. Finsen orð- inn póstmeistari yflr öllu íslandi. — Heyrzt hefir að fyrrum yfirdómari B. Sveins- son hafl fengið afsvar, um að setja niður prent- verk á landi hjer. — BRENNISTEINSNÁMARNIR VIÐ MÝVATN, eru leigðir, «eptir að konungur hafði veitt dóms- málastjórninni (eptir uppástungu ráðgjafans) með úrskurði 9. marz, myndugleika til að semja um leigumála námanna, gjörði ráðgjafinn samning 13. apríl við Alfred G. Lock af Lundúnum (? Southamp- ton) um leigumála brennisteinsnámanna í Þingeyjar- sýslu, þeirra sem eru alþjóðleg eign. Þessileigu- máli er ællazt til að standi um 50 ár frá 1. Sept- ember 1872 að telja, og skal eptirgjaldið vera 50 pund sterl. fyrsta ár, 60 pund sterl. annað ár, 70 þriðja ár, 80 fjórða ár, 90 fimta ár og 100 pund sterl. sjötta ár, og þar á eptir árlega um þau 44 ár, sem þá eru eptir. Til vissu fyrir, að eptir- gjaldið greiðist eptir samningnum, að farið verði vel með námana, hefir leiguliðinn sett 5000 rd. i veð, og lagt í prívat-bankann í Kaupmannahöfn. í brjefi dómsmálaráðgjafans Kleins 6. júlí, er amtmanninumí norður-og austurumdæminu skipað, samkvæmt þessu, að Iáta halda löglega skoðunar- gjörð yfir námana og afhenda þá leiguliðanum*. (Ný fjelagsrit).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.