Tíminn - 03.09.1872, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1872, Blaðsíða 2
82 ÁSKORUN. Sýslufundur, sem Árnesiugar hjeldu með sjer að Húsatóptum á Skeiðum 24. þ. m. fól oss und- irskrifuðum að auglýsa það sem fyrst í blöðun- um, að um þann hluta Árnessýslu, sem enn er álitinn ógrunaður af kláðasýkinni, hafa myndast almenn samtök um það, að farga engri kind inn í hið grunaða svæði á komandi hausti, hvorki tii lt'fs nje skurðar, þar eð allir slíkir rekstrar, sem lítt vinnandi er að hafa nauðsynlegt eptirlit með, geta orðið mjög skaðvænlegir fyrir heilbrigðu sveit- irnar. Fundurinn fól oss einnig, að skora á alla fjáreigendur á hinu grunaða svæði um það, að ala ekki lengur vogest þenna, sem nú um lðárhefir ollað bæði þeim og öðrum ómetanlegs tjóns og kostnaðar, og þó aldrei með öllu orðið upprættur með lækningum og jafnframt því, sem vjer von- um að eigendur fjárins á hinu grunaða svæði upp- ræti kláðann; getum vjer ftillvissað þá um það, að hinar heilbrigðu sveitir verði ljúfar á að selja nýjan lífsstofn með vægum kostum. Enn fremur bar fundurinn það transt til vald- stjórnarinnar, að hún ætti sem beztan hlut að þessu og stuðlaði svo vel og kröptuglega að því, sem hún, lögum samkvæmt, sæi sjer fært, þar eð engum ætti að vera það jafnkunnugt og henni, hvílíkt tjón að laudsmenn um svo langan tíma hafa beðið af kláðanum. 26. ágúst 1872. St. Stephensen. Jón Jónsson. (Aðsent). NÝ FJELAGSRIT. Ný fjelagsrit, 29. ár 1872, komu hingað til Reykjavíkur með þessu póstskipi. Án þess að vjer viljum fara sjerstaklega út í hverja einstaka ritgjörð, leyfum vjer oss að geta innihaldsins með vorum smá-athugasemdum. Fyrst er þá ritgjörð um lagashóla á Istandi; vjer játum það, að rit- gjörð sú er gjörð í góðri meining og vorrihyggju nær, en helzt til mjúkorð, og vorkennum vjer það, með þvi að sá, er hana hefir ritað, er nýr rit- höfundur, er eigi hefir fyr komið fram opinber- lega. í öðru lagi er um verzlun og verzlunar- samtök, og er svo um þá ritgjörð sem annað eplir þann höfund, ágætt að vorri hyggju. Hin þriðja ritgjörð heitir prjónalcoddi stjórnarinnar; líkir höfundurinn þar íslandi (eða málefnum þessl sam- an við prjónakodda, og stingur stjórnin jafnan þar í prjónum sínum, og verða opt broddar og fleinar úr prjónakoddunum, sem hún rekur í oss. Þetta þykir oss sjerlega heppin samlíking, og ættu að minsta kosti þeir menn að lesa, sem eru eðapora að láta bera á, að sjeu Islendingar. Fjórða rit- gjörðin er : íslenzk mál í blöðum Dana, og er þar sagt frá máli því, sem Jón skjalavörður Sig- urðsson hóf á móti Bille, ritstjóra Dagblaðsins, (BUIe er nafn á skorkvikindi, ef þýða skal A ís- lenzku), út af grein, sem rituð var af einum há- loflegum manni dönskum, er þó þótlist vera ís- lendingur, en sór sig í ættina með því, að ætla ganga í styrjöldina 1870—1, og geysa fram í liði Frakka mót Prússanum, en eigi höfum vjer heyrt ritað eða getið um, að maðurinn hafi komist lengra en til Danmerkur, og eigi höfum vjer sjeð eður heyrð skráð eður í frásagnir færð afreksverk þessa manns, og sízt þau er honum eða löndum hans er frægð að, og er hann fyrir þær sakir úr sög- unni. I júní í sumar fjell dómur eptir tveggja ára undirbúning, og var Bille dæmdur tilaðborga 200 rd. í ríkissjóð (þeim gaf sem þurfti) eða þá 30 daga fangelsi, (sem þó hlýtur að verða langt- um ódrýgra fyrir ríkissjóðinn), og enn fremur 25 rd. til Jóns í málskostnað. í*essi ritgjörð er mjög eptirtektaverð fyrir íslendinga. í fimta lagi eru 5 kvæði, og eru þau að allri gjörð og lögun lík öðr- um ljóðmælum. þar næst eru 5 hæstarjettardóm- ar (4. frá 1863 og 1 frá 1864), og er ekkert um þá að segja. I sjöunda og síðasta lagi ertim brennisteinsnámana við Mývatn, og er það gott til að benda á yfirráð stjórnarinnar, sem annað fleira. Vjer viljum að endingu ráða þeim mönn- um, sem íslendingar eru í anda og sannleika, og nokkur ráð hafa, og nokkru láta sig skipta, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.