Tíminn - 03.09.1872, Side 3
83
kynnast hag þjóðar sinnar, og þeim brögðum sem
hún er beitt, að kaupa bók þessa og lesa hana
rækilega í skammdeginu fyrir sjer og heimilisfólki
sínu, og sjer í lagi aðra og þriðju ritgjörðina.
Vjer viidum óska, að margar áþekkar ritgjörðir
um ýmislegt, er lúta að hag vorum, gætu komið
með einhverju móti fyrir augu almennings.
í ágúst, 1872.
Daríus II.
SVAR.
í 17. blaði Tímans hefir J. Jónassen læknir
látið til sín heyra út af grein minni í 16. blaði
um einfalt ráð við biti1, gengur hann þar að því
sem vísu, að greinin sje tekin upp úr einhverri
kerlingarbók, að hún hafi við ekkert að styðjast,
en geti komið illu til leiðar; loksins skorar hann
á mig að jeg nafngreini mig, en vill þó hjer á
eplir fræðast um, á hverjum og hve mörgum jeg
hefi reynt meðal þetta. Jeg vil nú gjarnan verða
við þessari áskorun og tilmælum hr. Jónassens,
eptir því sem föng eru á í fáum orðum.
Ilinn fyrsti, og ef til vill, eini tnaður sem jeg
hefl heyrt nefna þetta ráð, og segja það gott við
biti, var faðir minn Björn Pálsson, prestur til Set-
bergs og seinast til Þingvalla; var það maður sem
mörgum fremur hafði vitá lækningum, og liðsinti
mörgum, einkum við útvortis meinsemdum, enda
hafði hann verið mjög handgenginn og samlífaður
þeim ágæta lækni Oddi sál. Hjaltalín, bróðir land-
læknis vors sem nú er, aðstoðaði hann í mörgum
tilfelium, en sjúklingum sem fluttir voru til Hjalta-
líns, þá hann var í Grundarfirði, kom hann flest-
um fyrir hjá föður mínum, og ljet hann fremja
1) J>aí) er amiars vel viríiandi af hr. Jóriassen, og hverj-
nm 5?)rum sem geta fengib skiljanlegt sainanhengi útörgrein
minni í „Tímans" 15, —16. blahi, sem er hlabin af herflleg-
nstu prentvillum, hvar af snmar gjóra meiningnna úldnngis
gagnstæíia; pessar villnr eru: á greiuarinnar fyrra dálki I. 10.
al) ofan anefnil.“ á ab vera refum, á seinua dálki 1. 7. aí> of-
an eta, fyrir er á; I. 12. hamlar því fyrir hrumlur; 1. 10. aí>
neþan fyrrir i aþ vera fylgir, og líuu 14. a. n. sem fyrir meí).
Hóf.
við þá alla þá almennari stundun, undir sinni yfir-
umsjá. Hvert þetta umrædda ráð hefir verið frá
0. H. eða ekki, skal jeg ekkert um segja, jegveit
það ekki, en fyrst faðir minn sagði ráðið golt,
var þekktur að gáfum, lærdómi og talsverðri æfingu
við lækningar, lagði jeg þar á fullan trúnað, og
hefi talið sjálfsagt það væri á reynslu byggt, því jeg
þekkti ekki hann fullyrti neitt það, sem hann ekki
hefði fulla hæfu fyrir; enda var hann engin hje-
gilju-maður, og laus við allar svo kallaðar «kerl-
ingabækúr» hann var trúarlaus á þær «kreddur».
Þessu næst vil jeg geta þeirrar nýrri reynslu
fyrir ráði þessu, er hún mest sem jeg til veit, reynd
af mjer, bæði á sjálfum mjer og öðrum, samt var
það ekki fyrir ráðleggingu föðurmíns aðjegkomst
fyrst að raun um verkun blóðsins á bitið, heldur
var það af hendingu; þó það kunni ekki að þykja
vel brúkaður «Tíminn» sýnist mjer ekki fjærri að
geta þess, hvernig það fyrst atvikaðist.
Jeg var einu sinni sem optar sóttur að greni
seint á sumri, gekk mjer illa að ná refahvolpun-
um, því þeir voru gamlir, stórir og varir um sig,
samt náði jeg fyrst einum á öngul, sem krækst
hafði gegnum efri grönina, af þvi jeg hvorki vildi
drepa þá strax yrlinginn nje missa öngulinn, en
var aleinn, skar jeg grönina upp að ðnglinum; í
þeim svifum læsti vargurinn mig svo grimmilega
í aðra hendina. Jeg bæði kendi ærið til, og —
þó ei sje frásögu vert — reiddist svo bæði í fáti
og til að svala mjer á varginum, nuggaði hend-
inni um blóðuga grön dýrsins, fann jeg þá bráð-
um að sviðinn minkaði, itrekaði jeg þetta fleirum
sinnum meðan blóðið til vanst.
Af þvíjegáður hafði opt fengið smærri bit og
hrumlur á hendur og fingur af refahvolpunum, er
ætíð höfðu gróið seint og opt vogað f optar, vakti
það strax eplirtekt mína, að þetta bit, sem þó var
það langmesta, grjeri óvenju fljótt og vel, semjeg
eignaði verkun blóðsins, og þetta, ásamt sögu
föður míns, kom mjer til að brúka það við alls
konar bit og tannarifur, sem jafnan hefir gefist
vel, t. a. m. jeg hefi síðan þetta var, róið um 30