Tíminn - 16.10.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1872, Blaðsíða 1
TÍMIMW. 22.-23. blað. — Nú er með þessu blaði lokið 1 ári «Tím- ans», eru þá út komnar 12 arkir af honum, eins og ákveðið var í upphafi. Við finnum oss því skylt við árslokin, að þakka öllum útsölumönnum og kaupendum blaðsins, fyrir gistingu þess, vægð og vorkunsemi og alla aðra aðstoð og skilríki, er þeir bafa flestir sýnt því, þrátt fyrir öll þan van- smíði er við fúslega játum að á blaðinu hafi verið að mörgu leyti. Útgefendurnir. — Póstskipið «Díana», kom hingað seint á kveldi hins 10. þ. mán., og með því þessir farþegjar: Steingrímur Thorsteinsen, settur kennari við la- tínuskólann, danskur maður, Iíaalund, kand. philol., til að læra íslenzku, Askam og Inglis kaupmenn og verzlunarfulltrúi Matth. Jóhannessen fráBergen. — Með póstskipinu barst lát Iíarls XV. Svía- konungs, fæddur 3. maí 1826, og N. F S. Grundt- vigs, er var prestur við Vartoukirkju og biskup að nafnbót, fæddur 1783. — Á lista- og iðnaðarsýningunni, sem haldin hefir verið í Kaupmannahöfn í sumar, hefir ísland í heild sinni fengið lofsorð (»hæderlig Omtale»), fyrir heimavinnu («Huusflid»), sjer í lagi fyrir prjónles. Þar að auki hafa þessir fengið lofsorð fyrir hluti, er þeir hafa sent á sýninguna : Kristinn bóndi Magnússon í Engey fyrir æð- ardún. Helgi bóndi Magnússon i Birtingaholti fyrir vel verkaða tólg. Frú Guðrún Stephensen og fröken M. Ste- phensen fyrir fallega íslenzka kvennbúninga. — Með póstskipsferð þessari komu brjef frá Vesturheimsförunum er hjeðan fóru í sumar, og láta þeir vel yfir hag sínum, enn þá sem koraið er. 1872. — Gufuskipsins «Jóns Sigurðssonar» kvað ekki vera von hingað í haust (og máske aldrei meir), en sagt er að Norðmenn ætli að senda annað skip í staðinn, en það mun varla bæta það óhagræði, er dráttur á «J. S.» hefir ollað ýmsum, er hafa beðið með far og flutninga hafna á milli. — Út íluttur lifandi peningur frá Reykjavík til Englands sumarið 1872. 1. Með Yarrow: hross. nautgripir. sauðfje. í 4 ferðum 1391 1 » 2. Með Queen: í 4 ferðum 991 236 106 alls 2382 237 106 — Vjer vildum leiða athygli allra sem hlut eiga að máli, að auglýsingu hr. Sighvats Árnasonar, varaþingmanns Rangvellinga í "Þjóðólfi", nr. 46, bls. 188, þar sem þar segir að nú sjeu að mynd- ast almenn samtök í ýmsum sveitum sýslunnar, til að láta af hendi til hinna kláðagrunuðu hjeraðaað hausti komandi, fje með mjög vægu verði, nefnil. 3 rd. 32sk. veturgamalt, og lömb 7 mrk til 8 mrk. Þetta álítum vjer hyggilega byrjun til sátta og einingar í kláðamálinu, og skorum því fastlega á hina helztu og fremri menn í hinum grunuðu hjeruðum, að fara nú þegar strax að undirbúa undir förgun til næsta hausts, og hreinsa nú algjörlega og semja við þá þar eystra um Qeð og fjölda þess, þar vjer sjáum, að slíkt verður affarasælla og hyggilegra en hinn mikli þverhöfðaskapur og jafnvel þvingun (nefnil. rekstrarbannið), sem brúkað hefur verið í haust þar austur um sveitir, sem að sðgn er mest að kenna hinum fremri og efnaðri mönnum hvers hrepps, sem hafa síðan keypt fjeð af hinum fá- tækari og vinnufólki, sem nauðsynlega þurftu að farga því, fyrir 1 —2 rd. vægara verði hverja kind, Ueykjavík, 16. október.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.