Tíminn - 15.11.1872, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.11.1872, Blaðsíða 1
Reykjavíli, 15. nóvember 1872. 1. blað. 2. ár. INNGANGUR. í*að hafa margir óskað þess að «Tíminn», hjeldi áfram annaö árið til, og því iátum við hann heim- sækja yður að nýju kæru landar! í þeirri von að þjer veitið honum þá hina sömu velviid, vægð og vor- kunsemi sem áður, þrátt fyrir öll þau vansmíði er á honum voru, og enn munu verða; þess er ei að vænta, að blaðið verði að allra geði, þvt «sín- um augum litur hver á silfrið ■>, og það eigi sízt í blaða-efnum, þrátt fyrir það, þótt þau komi frá þeim er hafa lykil vizkunnar. Dagblöðin eru að vísu eigi annað, en rusla kista veraldar-tímans, er hann fleygir í öllum þeim viðburðum er koma fram í sögu mannkynsins í hans óðfluga straumi, til geymslu handa komandi kynslóðum er rann- saka vilja gang sögunnar. Ltgefendurnir. — Póstskipið «Diana» fór hjeðan árdegis 18. f. m. með því tóku sjer far: Bojesen jústizráð tengda- faðir stiptamtm. H. Finsen, katólski presturinn B. Baudoin, kandidatarnir í læknisfraeði, E. 0. Guðjohnsen og Pórður Guðmundsen frá Litlahrauni; kaupmennirnir: konsúl M. Smith og Sveinn Guð- mundsson frá Búðum, Porlákur 0. Johnsen, kand. theol. 0. V. Gíslason og 4 Englendingar. Enn fremur stúdent Snœbjörn Porvaldsson, Páll Pjet- urssonEggerz, yngismeyjarnar Aurora Sveinbjörns- ton og Sigríður Pjetursdóttir Sivertsen. — Enski kaupmaðurinn W. Askam, sem áður er getið um í «Tímanum», sigldi hjeðan 31. f. m. á lokortunni Striver, með 24 hross, hann rjeði sjer fyrir háseta 3 íslendinga (auk hins 4. er var Færeyingur) 2 af þeim voru alvanir sjó- mennsku, og annar þeirra hafði áður farið til út- landa. — þess gleymdist að geta í síðasta blaði «Tím- ans», að konungur vor, heflr sæmt forstöðumann prestaskólans lektor theol. Sigurð Melsteð, með dannebrogsorðunnar-riddarakrossi, og fimleika- kennarann við lærðaskólann G. P. Steenberg með heiðurskrossi dannebrogsmanna. f 15. f. mán. andaðist í Iíeflavík kaupmaður Sveinbjörn Ólafsson, eptir langvarandi sjúkdómslegu, 56 ára. \ Fimtudaginn 24. s. m. andaðist hjer í bænum, faktor H. A. S i v e r t s e n, úr hálsbólgu, fimmtugur að aldri, hann mátti telja meðal hinna merkari manna og prýði mannfjelagsins. Hann var jarðsettur 6. þ. m. í viðurvist fjöl- mennis, og með viðhöfn í kirkjunni. -j- Á laugardaginn 2. þ. m., kl. II e. m. and- aðist snögglega í rúmi sínu, rektor hins lærða skóla Jens Sigurðsson. Fæddur áRafns- eyri í ísafjarðarsýslu 7. júlí 18 18, útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1837, kennari við lærða skólann 1848, yfirkennari 1862 og rektor 1869. Hans er saknað af lærisveinum skólans, vinum og vanda- mönnum fjær og nær. SAMTÖK. Eptir að jeg hefi ráðfært mig við sem flesta af efnameiri og hyggnari sveitarbúum og fjelags- bræðrum mínum, sem gjöra út skip til fiski- róðra í Keflavík, Leiru og Garði, að ganga í fje- lagsskap að brúka ekki isuláð fyrir veiðarfœri á yfirstandandi haustvertíð, hefir það mætt svo góð- um undirtektum að 35 skipseigendur og formenn í ofannefndum veiðistöðum, hafa samþykkt þetta með undirskriptum sínum, að ganga í fjelag með þetta, og með þeim skilyrðum: að hver sem út af þessu brygði, skyldi missa greind veiðarfæri, 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.