Tíminn - 15.11.1872, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.11.1872, Blaðsíða 4
um dagsetur, er við lentum. En þegar Jón var að seglbúa, lagði Itunólfur á stað og Bjðrn þegar á eptir, en í því Runólfur kom út í sjálft sundið, nálægt því er kaupskip hafa legið, sló skipi hans flótu, fyllti þegar og fór um, örstutt var í land, en landtaka ill, klettar og sjógangur mikill; 9 menn voru á skipinu og komust 5 þeirra á kjöl, og gátu lialdið sjer þar unz skipið bar að klettunum, og brotnaði það þar í spón, en þes&ir 5 gátu þó bjargað sjer upp á klettana, einn kvennmaður náðistá floti, en 3 drukknuðu, formaðurinn Runólfur Jónsson frá Haugum, Jón bóndi Magnússon frá Arnarholtskotí og ýngisstúlka Vilborg Melkjörsdóllir frá Ilreða- vatni. Lík Runólfs sál. fannst um nóttina; var Björn á Svarfhóli þar nóttina yflr til að bjarga farangri þeim er náðist, og mun hafa náðst mest- ur hluti þess er á skipinu var, en margt skemmt; sira Stefán í Stafholti átti skipið. Lík stúlkunnar fannst nokkru síðar, en lík Jóns er ófundið enn. Þannig tókst þetta til bæði mæðulega og slysalega; var mikil eptirsjá að Runólfi sál., því hann var bæði góður bóndi, og einhver með greindari leikmönnum í þessari sýslu». SMÁVEGIS. (Eptir Svensk «Ny illusterad Tidning* nr. 14. þ. á.) í Rochester í Norður-Ameríku, gipti sig ný- lega maður einn að nafni Charles Johnson, ungri stúlku Clara Rosenberg, er eigi var stærri vexti en 26 þuml. á hæð, má því um manninn segja: að hann geti «borið konu sína á höndum sjer», þar sem hann er gildur maður vexti. — í Liverpool á Englandi, hitti lögregluþjónn einn mann er tilbúinn var að hengja sig, en hindraði hann þegar frá því, færði manninn fyrir lögreglustjórann, er spurði manninn eptir orsök- inni til hengingarinnar. 'Það var aldrei ásetn- ingur minn», svaraði maðurinn <>hetdur sá ein- ungis, að hengja mig upp til þerris, því jeg varð allur húðvotur af óveðrinu í morgun». — Af hinum mörgu japönsku sendiboðum sem nú heimsækja norðurlönd, hafa 3 komið til Kaup- mannahafnar næstliðið sumar, til þess að kynna sjer þar ýmsar stofnanir; þeir hafa skoðað flest- ar opinberar byggingar og skóla t. d. hermanna- skólann og hinn sameinaða kirkjuskóla, þar d\Öldu þeir nokkurn tíma, til þess að sjá safn hans og uppdrætti, þeir voru viðstaddir söngkennsluna, og sungu lærisveinarnir fyrir þá, dönsk, norsk og sænsk kvæði, enn fremur sáu þeirleikfimiskennsluna, við hvað lærisveinarnir fengu einnig tækifæri til að sýna þeim heræfingar sínar. Til þess að sýna sendiboðunum allt þetta, fylgdist með þeim skóla- forstjórinn próf. Holbech; þetta allt virtist hafamikil áhrif á hina aðkomandi. («Dagbladet», 5. sept.). (Aðsent). Þau einu úrslit höfðu orðið á Hafn- arfjarðarfundinum 7. þ. mán., er haldinn var til að útrýma fjárkláðanum, að eitt árið enn skyldi einungis anda á fjárkláðann með lækningum, en ekki lógun hins grunaða fjár, með fjárskiptum. 22. + 3. — Sagt er að «Queen» hafi komið við á Shet- landseyjunum í fyrri júlí-ferðinni í sumar, og fluttst með henni þaðan til Edínarborgar 50 fjár, og er líklegt, það sjeu kindur þær er «J»jóðólf» vantar í fjárskýrsluna? tffg* Auglýsingar verða teknar í blaðið 2 sk. fyrir (Corpus) stærri leturslínuna, en 3 sk. fyrír (Petit), smærri leturslínuna. PRESTAKÖLL. Veitt: 26. f. m. Tjörn á Yatnsnesi, kand. theol. Jóni Þorlákssyni. Óveitt: Hrepphólar í Árnessýslu, laust fyrir uppgjöf prestsins sira Jóns Högnasonar, metið 274 rd- 72 sk., auglýst 2. þ. mán. Prestsetrið framfleytir í meðalári 6 kúm, (6) 60 ám, 60 sauðum, 30 lömbum og 16 hrossum. Étgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson. Prentatnr í prentsmiíjo Islands. Kinar þóriarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.