Tíminn - 07.12.1872, Blaðsíða 1
3. blað.
rtMIMW®
2» ar. Reylcjavíii, 7. desember 1872.
— Árdegis 29. f. m. fór hjeðan póstskipið
«Diana», með því tóku sjer þessir far: Póstmeist-
ari Ó. Finsen, kaupmaður H. C. Robb, verzlunar-
maður Símon H. Johnsen, B. Smith, Mr. Inglis,
yflrsmiðir hegningarhússins, einn þeirra með konu
og barni, og 2 stúlkur.
■— Slcipstrand. 13. október næstl. sleitupp kaup-
skipið «Frederik» á Hofsós, er hafði leitað þar
inn (og lagst við atker) undan norðanveðri því,
er það hreppti fyrir utan Eyjafjörð eptir það, er
það hafði lagt á stað þaðan 4. s. m. Flest er
sagt að hafl náðst af vörunum, og fólkið komst
lífs af; talsvert af vörum var sent með skipinu
frá «Gránufjelaginu».
— Um miðjan ágúst næstl. strandaði frakknesk
fiskidugga í Steingrímsfirði, allir skipverjarnir
komust af og fengu sjer far með skipi frá ísa-
fivði, en skipið var selt á uppboði, en fyrir hve
mikið, hefir eigi frjetzt.
— 26. f. m. fórst skip af Vatnsleysuströnd,
fermt vörum, heim á leið úr Ilafnarfirði, 2 menn
fórust, en 4 var bjargað.
•j- 7. d. ágústmán. þ. á. deyði að Setbergi í
Eyrarsveit, Helgi Helgason, prests þar, að eins 23
ára. Hann var mikill atgjörfis- og námsmaður,
góður smiður, fjölhæfur, og hvers manns hugljúfi.
í honum var því hin mesta eptirsjón fyrir frænd-
ur, vini og föðurlandið. II. S.
— bar vjer höfum heyrt fyrir nokkrum árum,
að landlæknir vor herra jústizráð Dr. J. Hjaltalín
hafi haft í hyggju að gefa út lækningabók eptir
sig, þá vildum vjer nú opinberlega vekja máls á
slíku, og vonast fastlega eptir, að hann nú leggi
út i það, þar vjer álítum slíkt harðla nauðsynlegt
meðan Iæknamáli voru skilar ekki meira áleiðis.
Enn fremur vonumst vjer fastlega að honum veitt-
ist nokkur styrkur af hinum óvissu útgjöldum sem
ætluð eru íslandi árlega, til að Ijetta undir með
honum, og að hann síðan gæti því ódýrara selt
bókina, svo hún gæti orðið eins eign hinna fátæku
sem hinna ríku. 215.
SVAR
til herra Jónasar Sveinssonar.
— í «Norðanfara» 15. oklbr. þ. árs hefir hinum
fyrra ábyrgðarmanni «Tímans» herraprentara J6n-
asi Sveinssyni þóknast að tala til okkar útgefenda
blaðsins «Tímans» en hefir þó helzt snúið sínum
skáldlega og rífandi pistli til mín, og svo jafnframt
skorað á mig að svara.
bað er engin furða þó herra Jónas hamist
og stígi fast niður í báða fæturnar og búi til skáld-
legar og skringilegar orðamyndir út af auglýsingu
afsalsbrjefsins. Það fyrsta er, að hann heldur það
muni skjóta öllum skelk í bringu, að borga sjer
nokkuð af andvirði blaðsins,— og að það hafi verið
marg-búið að auglýsa hverjum borga ætti, — og
að svarið liggi þvi bezt og ljósast við, að öll kurl
komi eigi eður hafi eigi komið til grafar frá sinni
hendi. Já þarna kemur nú herra Jónas sjálfur
strax að orsökinni lil auglýsingar þessa afsalsbrjefs,
þar jeg var búinn að komast að því, að hann þrátt
fyrir þessar mörgu auglýsingar og afsalsbrjefið sem
hann hafði oss í hendur fengið, tók á móti and-
virði fyrir blaðið, en sem þó afsalsbrjefið ber Ijóst
með sjer að hann gjörði heimildarlaust, og skal
jegfæra eitt dæmi og sanna hvenær semvill: Út-
sölumaður einn í norðurlandi hafðiborgað honum
1 rd. og herra Jónas ekkert talað um að hann ætti
ekki við að taka,síðan kom þessi útsölumaður hingað
9