Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.12.1872, Blaðsíða 4
16 blástri. Herra P. Johnsen sýudi mjer járnstein þann, er hann hafði tekið með sjer, og virtist mjer steinn þessi vera óvanalega mikiu járni bland- inn «palagonit» steinn. Það var enn þá eigibúið að prófa hann, þegar jeg seinast frjetti, en eptir því sem jeg leit á þennan stein, er aillíklegt að hann innihaldi, um eða yfir 30% af járni. Ferð herra Þ. Johnsens var gjörð með beztu fyrirhyggju þar sem hann samhliða með eptirgrenzluninni á járnsteininum, hafði látið fylgjara sinn gjöra fleiri tiiraunir með að brenna kol (Cochs) úr surtar- brandi þeim, er var nálægt lagi því, hvar járn- steinninn fannst, því með slíkum hætti gátu menn bezt dæmt um, hvort járngjörð mætti tak- ast þar á staðnum. Það er enn sem komið er, ómögulegt að segja, hvort járngjörð á vorum dög- um kynni að geta náð nokkrum viðgangi hjer á landi eður eigi. Formnenn sem komu hjer þeg- ar landið var að miklu ieyti þakið birkiskógum, og sem þess vegna gátu haft nóg viðarkol hvar sem þeir vildu, stóðu þá langtum betur að verki með eldsneytið, en vjer nú sýnustum að standa. Þó má geta þess, að þeir höfðu enga þekkingu á að bræða járnstein við surtarbrand, en það höf- um vjer nú, og hefi jeg engan efa á því, að við í surtarbrandinum höfum meira eldsneyti en menn sem stendur hafa hugmynd um, því lög hans eru enn lítt kunn og sára Ktið rannsökuð. Gætijárn- gjörð staðist hjer á landi, væri hún einhver sá mesti velgjörningur, er íslandi vrði veittur, því góðar járnnámur eru, þegar rjett er áiitið, hin mesta anðsuppspretta. Það er einmitt að miklu leyti við járnnámu þess, að England hefir gjört sínar mestu framfarir. Hin árlega inntekt af þess- um námum nemur nú fyrir England allt að 50 millíónum pund sterling, en það er 450 millíónir rikisdala. í Svíþjóð kvað hinn árlegi ágóði af járnnámunum nema allt að 20 millíónum ríkisdala, enda eru þaðan og fluttar hjer um bil 5000 lestir af óbræddum járnsteini á hverju ári. Skyldi herra —Porlákur Johnsen eða einhver annar, vilja byrja á því að hefja hjer járngjörð, ættu íslendingar af alefli að styðja slíkt fyrirtæki, því það gæti orðið landi voru til mikilla framfara með tímanum. Því miður er öllum högum okkar íslendinga svo varið, að vjer getum hvorki byrjað á þessu og líkum nýlundum, svo í lagi fari; þar til vantar oss bæði krapta og kunnáttu, enda eru það almenn forlög binna norðlægu þjóðanna, að allar nýungar verða hjá þeim seinni að komast áfram en hjá suður- búum, hvar aðaluppspretta allra mentana liggur. Járnið er nú á límum orðið alveg nauðsyn- legt til allra framfara. Á járnbrautum fara menn yfir löndin með fleygiferð, og járnnökkvar í hundr- aðatali flytja nú bæði fólk og vörur landa á milli. Járngufuskip eru nú orðin svo almenn að flestöll, af þeim gufaskipum, er fara frá Englandi langs með fastalands ströndunum, inn í Eystrasalt og yfir liið stóra veraldarhaf eru gjörð úr járni. Gufuvjel öll eru og úr járni, og án járns gæti enginn striðsútbúnaður átt sjer stað. Loksins má geta þess, að líkami vor getur eigi án járns verið, og mörg járnsmeðul heyra þess vegna til hinna nauðsynlegustu lyfja. Vesturheimsflutningsfjelagið Allan Brotliers & Co. hefir í áformi að senda hingað til lands stórt gufuskip í júlímánuði á komanda sumri, ef nógu margir á- skrifendur fást, er vilja taka far með því lil Qve- bec eða Portland, sem liggurbezt við þá faraskal til Visconsin; mælist jeg því hjer með til, að þeir er vilja fá flutning með því til Vesturheims, gefi mjer þar um skriflega tilkynningu hið fyrsta, eður gjöri það í fjelagskap með öðrum þó svo að hver einstakur sje nefndur og aldur hans líka, til þess jeg í tíma geti gjðrt fjelaginu það kunnugt; upp- hæð farareyris gat fjeiagið ekki nú þegar tekið ráðstöfun um, fyr en á fjelagsfundi í vetur, en sjálfsagt verður flutningur með því billegri en á annan hátt, flutningskaupið næstliðið sumar var frá Bergen til Qvebec 66 rd. 1 mrk 8sk.,fráBer- gen til Milwankee í Visconsin 86 rd. 4 mrk, hjer í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.