Tíminn - 22.01.1873, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1873, Blaðsíða 2
22 verið mjög mikill. Margir menn hafa fengið góða atvinnu með því að fyigja þeim, leggja þeim til hesta m. fl., og þar eð þeir borga vel fyrir sig, þá hafa miklir peningar við það komið inn í land- ið fyrir lítinn útbæran eyrir. Heimsóknir ferða- manna úr útlöndum ættu að rjettu lagi ef lag- lega er að farið, að geta orðið eins mikil auðs- uppspretta, eins og í Noregi og Schweitz. Vjer höfum áður minnst á verzlunarfjelögin, og er viðgangur þeirra eitt hið merkasta sem hjá oss heflr skeð á hinu liðna ári. Af öðrum stofn- unum, sem hala komizt á, skulum vjer í fyrsta flokki minnast á «sparisjóðinn» í Reykjavík. Eptir öllu útliti heflr verið mjög mikil þörf á honum. Peningarnir koma á viku hverri inn í sjóðinn, og oss er sagt að hátt á annað hundrað manna sjeu búnir að leggja í hann rúma 7,000 rd., og er það góð byrjun, einkum af því, að sjóðurinn heflr þannig sýnt það að hann er þarfur og góður, og að landsbúar bera gott traust til hans. Nokkrir hafa stofnað Legat í endurminningu um gullbrúð- kaup konferenzráðs B. þorsteinssonar og konu hans, frú fórunnar Hannesdóttur, og á að verja vöxtunum af þessari gjöf til þess að leggja brýr yfir ár og torfærur, þegar sjóðurinn er orðinn 1,500 rd., en nú mun hann vera 800 rd.; augna- mið þetta er ágætt, og menn ættu að láta sem stytztan tíma verða þangað til að sjóðurinn geti magnast svo, að verja megi vöxtunum. Slíkt get- ur nú valla hugsast nema með samskotum, og ættu góðir menn að gangast fyrir þeim. Menn í Rangárvallasýslu hafa á því liðna ári stofnað fjelag til þess að leggja brú yfir Þjórsá, og þykir oss næsta leitt að geta ekki skýrt gjörla frá þess- um samtökum, það eina sem vjer vitum um þau er að samskotum hefir verið safnað til þess, að ransaka stæði fyrir brúna og til þess að gjöra á- ætlun um kostnaðinn við að leggja hana. Stjórn- in mun hafa veitt eitthvert vilyrði fyrir að einhver hluti af kostnaðinum við þessar ransóknir verði greiddur af opinberu fje, oss er ókunnugt um, hvert heldur af jafnaðarsjóði eður landssjóðnum. það er vonandi að menn þessir geti fundið bæði ráð og efni til að leggja brú yfir vatnsfall þetta, og af því að það er eitt hvort hið mesta i land- inu, þá æltu önnur hjeruð hver í sínu lagi ekki að verða eptirbátar í því að mynda fjelög til að brúa minni ár og læki, því það er sorglegt að \ila til þess, hversu margir opt verða fyrir tíma- töf og jafnvel fjörtjóni, við smásprænur sem laf- hægt er að ieggja brýr yfir. í sambandi við þetta skulum vjer minnast á annað fyrirtæki, sem er næsta þarflegt, Ifafnfirðingar og menn úr nær- lendum hjeröðum hafa tekið sig saman um að stofna fjelag lil að leggja veg yfir Hafnarfjarðar- hraun, sein er næsta erfitt yfirferðar. Samskotin til þessa munu hafa orðið nærri því 700 rd., og fyrir rúm 500 rd. hefir verið lagður fallegur vagn- vegur í gegnum hraunið, hjer um bil 500 faðm- ar á lengd. Verkinu verðnr haldið áfram að vorí og veginum lokið yfir allt hraunið. Öllum sem sjá hvað hjer hefir verið áunnið í verkinu, með fjelagsskap og samtöknm má liggja í augum uppi, að oss er ekkert til jafns sóma, sem að starfaað því sem gagnlegt er, og svo lengi sem vegur þessi er farinn af mönnum, við helst minningin um það að góðir menn hafa lagt veginn af eigin efnum með frjálsum samskotum, en sjálfir hafa þeir og almenningur mikið gagn af honum. tað lítur svo út, að sunnlendingar sjeu farn- ir að komast á þá skoðun, að það sje arðsamt að hafa þiljuskip til fiskiveiða, og að slíkt megi eins vel stunda hjer syðra eins og fyrir norðan og vestan. Hingað á Suðurland eru á því liðna ári keypt 4 þiljuskip, sem eiga að stunda þorsk og hákallaveiðar og er þaðgóð viðbot og framfarir á einu ári. Jarðyrkjan heflr líka tekið nokkrum framl'örum, einkum hafa menn á ýmsum stöðum aukið engjaslægjur sínar með vatns áveitun og framskurði á mýrum. Hin nýja vatnsveitinga mylna Magnúsar í Bráðræði hefir sýnt sig ágæta og ættu bændur almennt að taka hana upp, því með því að anka heyin, eykst skepnufjöldinn og áburð- urinn, sem opt og tíðum er ónógur fyrirtún manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.