Tíminn - 08.05.1873, Blaðsíða 3
51
hálfu, skal jeg ekki daema um, en hitt veit jeg,
að við íslendingar erum enn, og verðum því mið-
ur fyrst um sinn, aumingjar. Þá Jhorkill John-
son, Hinrik Iírohn og fjelaga, skal jeg ekki aumka,
hversu sem þeir kunna að vera blekktir: þeir fá
sitt með rentum, hvort heldur vjer borgum þeim
betur eða miður. Matthías Jolcltumsson.
oHjúin gjöra garðinn frægan».
Hjer er að vísu meint til góðra hjúa, en þau hjú
eru líka til, sem gjöra garðinn ófrægan með
ýmsu móti.
J»að mun ekki minnsta meinið í þjóðlíkama
vorum, hvernig hjúahaldi og húsaga er varið nú á
tímum, og þegar óreglan í þessu efni þótti óþol-
andi á 17. og 18. öld, eins og sjá má af þá gefn-
um lagaboðum, og eptirlátnum skrifum helztu
manna á landi hjer, t. d. biskupanna Gísla Odds-
sonar og Finns Jónssonar, (sjá kirkjusögu hins
síðar nefnda), og þá ætla jeg að meistara Jóni
Þorkelssyni i sínu meistarstykki1 hafi fundizt á-
bótavant í þessu efni, og mundi þessum og ótal
fleiri, ef þeir mættu líta upp úr gröf sinni núna
seinni hluta 19. aldur, sjá og segja oheimur
versnandi fer«.
Hjer var að vísu til húsaga tilskipun af 3.
júní 1746, en hún mun á seinni tímum hafa ver-
ið líkt á sig komin eins og Ritningin, þegarLúter
sá hana fyrst — og held jeg að lítið hafi úr þessu
bætt tilskipun af 26. janúar 1866. Við þekkjum
líka hvernig sumum þörfum lögum er haldið uppi
að tilhlutun rjettvísinnar á vorum dögum, t. d.
kláðalöggjöfinni; það er ekki nóg að hafa góð og
míkil lög, það þarf árvakra yíirmenn, þó er það
enn ekki nóg, því ekki getur einn formaður borið sig
ef hásetarnir eru ragir og latir, og jafnvel ekki
dregið, þó fiskurinn sje á, af því þeir vita að for-
• maðurinn ekki sjer í botninn. Vjer megum þó
ekki ætlast til að yfirvöldin fari inn í hvern kofa
daglega, þó þeir hefðu vald til — en betur má ef
vel vill — enda mundu fæstir kjósa að þess þyrfti
við, því það er húsbændanna að halda lögreglu í
lagi, hver í sínu húsi, og það gjörir hver góður
og nýtur húsbóndi.
Samt er það ekki meining mín að yfirvöldin
geti ekkert verkað á þetta mál, því það er ekki
nóg í rjettum sltilningi til að vera gott og
uppbyggilegt yfirvald að halda dauðahaldi um
hinn dauða bókstaf, en hirða ekkert um andann
sem iífgar, og við skulum ekki hugsa að við eig-
um svo ómannlega stjórn yfir okkur hvorki utan-
lands nje innan, sem ekki meti hvern þann þegn
sinn þess meir, sem hann kemur meiru til leið-
ar, í því sem til framfara leiðir, hverrar stjettar
sem hann er. (Niðurl. í næstabl.).
— Þareð hin blöðin hafa svo rækilega, sagt frá
öllum merkisviðburðum hjer í Reykjavík, allt frá
því að stjórnarbótin, eða stjórnarbreytingin komst
á hjá oss, og þar til urn sumarmálin, þá sýuist
«Timanum» það eigi óviðurkvæmilegt, að geta þess
helzta er síðan hefir gjörzt hjer frásöguvert.
Út af greininni «Landshöfðingja-hneygslið» f
«Göngu-Hrólfi», höfðaði Landshöfðingi þegar mál
móti ritstjóranum Jóni Ólafssyni, mættu þeir fyrst
fyrir sáttanefnd, en gekk eigi saman með þeim á
sáttafundi þessum, þótti ritstjóra J. Ó. að Lands-
höfðingi við hafa meiðyrði um sig, og höfðaði
þegar mál gegn honum út úr því; hafa þeir í því
einnig verið fyrir forlíkun, og gekk ekki saman
sem fyr, þar á móti höfum vjer heyrt, að ritstj.
J. Ó. hafi gjört sig líklegan til, að fara i annað
málið við Landshöfðingjann, þar eð honum þótti
hann nokkuð meiðyrtur sig.
Nú er að segja frá blaðinu «Göngu-Hrólfi»,
prentsmiðjan í Reykjavík skuldbatt sig í vetur til
að prenta þetta blað með því skilyrði, að tveir
gildir og góðir menn vildu ábyrgjast borgunina
fyrirborgun þess, því rilstjóri sjálfur er mjög efna-
lítill. Til þess að ganga í þessa ábyrgð urðu 2
heiðvirðir skólakennarar við latínuskólann; þóttu
þeir næsta ágætir til þessa, á meðan allt gekk að
óskum, en nú sýnist ætla að rætast á þeim, að
1) Hóspostilla Vídalíus.