Tíminn - 04.09.1873, Side 2

Tíminn - 04.09.1873, Side 2
82 bug«, því hann veit, að margir hafa heyrt Ara fróða getið, og hefir hann því fyrir skálkaskjó[. Allar ritgjörðir í hinum dönsku blöðum um oss eru afbakanir og afmyndanir alls sannleiks, enda má og bjóða Dönum hvað sem menn vilja af því tagi, því þeir hafa ekkert vit á högum vorum og eðli, sem ekki er von, þar sem þeir ekki skilja eitt einasta orð í máli voru, en ímynda sjer að vel megi skilja mannlegt ástand án þess að skilja mannlegt mál. Benidikt Gröndal. ATHUGASEMD. í 19. tölublaði «Víkverja» stendur alllöng grein um útfarir af landi hjeðan. Mikill hluti greinar þessarar er skynsamlega ritaður, en sumt í henni er að minnsta kosti óglöggt, og sumt öldungis rangt og villir sjónir fyrir mönnum. Höfundur greinarinnar telur «það einn hinn fyrsta og fremsta kost við það, að útfarir fara að tíðkast, að landbreinsun getur hlotnast af þessum útförum», svarar siðan þeim, er segjast sjá dug- andismenn fara af landi brott, með þessum hreysti- orðum: «fósturjörð vor er köld, en hún hefur þau gæði, er önnur lönd eigi hafa, og nóg munu vera til að halda hinum beíttu sonum hennar heima hjá henni». Fyrir þessu svari ber hann Kristján sál. skáld Jónsson, en mjer er eigi kunnugt, að hann hafi nokkuru sinni kveðið nje ritað slík orð, og jeg mótmæli því gjörsamlega, þangað til höf. sannar mjer það af hinum prentuðu ritum skálds- ins, því vísa sú er höf. hefir tekið sem einkennis- orð fyrir grein sinni segir allt annað. Vísan er svona: Köld þó að þyki Kjartans-grund, jeg kasta ei á hana þungum steini. þótt margur hennar mögur kveini, gefur hún mörgum glaða lund. En þeir meiga fara fyrir mjer, fara og leita að gæfu sinni, því hana að finna ekki er. hún á eigi heima í veröldinni. Þessi vísa segir að mínu álili ekki annað en það; þótt skáldið eigi hafi getað lofað ísland í samanburði við önnur lönd, — þótt hann megi til að kasta á það s t e i n i að því leyti, þá vill hann, af ást til fósturjarðar sinnar, eigi kasta. þungum steini á hana; þótt að hann verði að játa, að margur íslendingur kveini af bágindum, sem hljóti að fylgja hinu kalda hrjóstuga landi, þá vill þó skáldið þó bera í bætiflákann fyrir eymd þessa lands með því að margur fái þó notið daga sinna með gleði á landi voru. En þótt hann, sem, eins og allstaðar skín í gegnum kvæði hans, var mjög þunglyndur maður, og leit mjög á hinar sorglegu hliðar allra hluta, telji hvergi gæfu að finna í veröldinni, og segist þvi vilja una heima kyr, sannar það hvorki, að allir beztu mennirnir verði kyrrir, nje heldur hitt, að eigi sje jafnbogið við hag þeirra er eptir verða, sem hinna er fara, enda má víða sjá á orðum Kristjáns, að hann taldi sinn eigin hag frábærlega þungan og gæðasnauðan. — Jeg lýsi því slíka meðferð á orðum Kristjáns, sem Víkverji viðhefur, alveg órjetta.—Jeg skilheld- ur ekkiíþví, hverning höf. sem telur «fremsta kost útfaranna, að landhreinsun getur hlotnast af þeim», og kveður íslands sjerstaklegu gæði halda hinum beztu sonum þess heima, jeg skil ekki i því hvernig hann getur sjeð» í útförum þessum merki þess, að það fjör og sú framtakssemi, er einkenndi for* feður vora, sje aptur að koma fram i þjóðinni». Eptir eigin orðum höf. að dæma, verða beztu synir íslands heima kyrrir, en þeir lakari einir fara, og fremsti kostur þess, er landhreinsunin, eða það «að landhreinsun getur orðið afþessu», en í þess- um lakari sonum, þessu landhreinsunarfólki, þar sjest fjör og framtakssemi forfeðra vorra. Jeg vil ekkert dæma um hvort þessi hugsun sje rjett eða röng, hún dæmir sig sjálf; hitt vil jeg segja, þungskilin er hún, og ekki erum við nú slakir karlarnir, er heima verðum, fyrst hið forna fjör og framtakssemi fæðist hjá þessum Ijelegri mann- skepnum er ekki geta þrifist hjerna hjá okkur. Ætli forfeðrum vorum þætti ekki súrna í augum, ef þeir risu upp af haugum sínum og læsu «Víkverjann» þann arna? Enn fremur vil jeg biðja höfundinn að telja mjer eitthvert af þessum gæðum er ísiand hefir, en sem önnur menntuð lönd hafa ekki. Jeg þekki ekki þesskonar gæði, og verð að ætla að höf. þekki heldur ekki neitt, þangað til hann hefir nefnt eitt-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.