Tíminn - 24.09.1873, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.09.1873, Blaðsíða 3
87 vilja (til Ameríku), er gefinn kostur á að fara þang- að ókeypis». í þessum orðum liggur, að til Ame- ríku, hvort sem er til Brasilíu eða Bandaríkjanna megi fá ókeypis far; en hverjum er eða hefir verið gefinn kostur á ókeypis fari hingað ? Vittu, ef þú veizt það ekki með sjálfum þjer áður, að fólk streymir hingað árlega af eiginefnum, og þarf því ekki að lokka það með ókeypis fari, ekki ein- ungis með oflofsritlingi; illmálugar tungur duga ekki til, að halda mönnum frá Bandafylkjunum, sem með frelsi sínu framkvæmdum og alkunnu landgæðum kalla menn til sín nærri ósjálfrátt. 2. «Agentar þeirra hafa selt farbrjef fyrir allar járn- brauti í Ameríku, en þegar þangað kom voru þau ógild», segir höf. Vjer fslendingar erum nú nær 50 hingað komnir, og þekkjum engir af oss neitt til þessa, og höfum þó verið í ferð með mörgum þúsundum vesturfara úr ýmsum löndum Norður- álfunnar, og enginn hefir orðið fyrir þessu. Að þessi svik hafi kunnað að eiga sjer stað einhvern- tíma, og eigi ef til vill stað nú á dögum, það er til Brasilíu kemur, látum vjer ósagt; þitt er að sanna það um Bandaríkin, en það getur þú ekki, og þvi er þetta ósatt að því, er þau snertir. 3. Þar sein þú talar um gistingu á veitingahúsum hjer, þá gjörir þú þig sekan í hinum sömu ósann- indum, og gjörir undantekninguna að reglu. J>eg- ar þú kemur á veitingahús hjer og beiðist gisting- ar, tekur gestgjafi við þjer fegins hendi, og spyr þig einskis, nema þú lítir mjög tötralega út, þá kann hann að spyrja þig eða amast við þjer; ann- ars hefðum vjer gaman af að heyra, í hvaða landi gestgjafar almennt tækju á móti þjer alls lausum. Gestgjafar hjer gefa vanalega mánaðarlegan borg- unarfrest þeim mönnum sem vilja gista hjá þeim svo lengi, og eru þeir því stundum sviknir, og það jafnvel af vesturförum. Að hjer sje allt fullt af ódáða skríl, eru of digur orð; að hjer sje í hverri stórborg meira eða minna af ódáða skríl liggur víst hverjum í augum uppi, sem þekkir nokkuð til stórborga hvar sem er á vorri breysku jörðu. 4. Segir þú: «þá er þrældómur mikilt, vinnutíminn langur og vinnan ströng». Hjer talar þú út í bláinn, og tekur ekkert lillit til þess, hvað vjer höfum ritað um þetta. Til þess að vinnan gæti verið þrældómsvinna heyrir ströng vinna, strangur eptirrekstur, langur vinnutími, lítil laun og ófrelsi; en svo sem áður mun hafa verið skrif- að hjeðan, er hjer sem annarstaðar misjöfn vinna, sum ströng og sum ljett; t. d. vinna hjá bændum um heyskapar og uppskeru-tímann (þ.e. júlí, ágúst og semtember) telst almennt til strangrar vinnu meðfram af því, að mönnum þykir hjer langt að vinna 12 stundir á dag, og um þann tíma er hit- inn mestur; en við þessa vinnu fær þú há laun, 20 til 50 dollars um mánuðinn auk fæðisogþjón- ustu, og þú ert frjáls maður, frjáls að segja upp vist þinni nær sem þú viilt; ef þjer ekki líkar hjá «Á» getur þú farið til «B», kallarðu þetta þræl- dóm ? — Til erviðrar vinnu telst og vinna á járn- brautum, og sum vinna í sögunarmylnum, en þar er vinnutíminn sjaldnast lengri en 10 stundir á dag, laun l*/4 til dollars á dag, og þú ert ekki rekinn til að vera í vistinni lengur, en þú villt; en sjertu í vinnu skyldar húsbóndi þig til að vera ekki hyskinn; sjertu það, kemur hann kann- ske með laun þín fyrir þann tíma, sem þú hefir unnið, fær þjer þau og segir: «Farðu». Iðinn verður þú að vera, og iðnari en fólk er almennt á Fróni, en vinna þfn hjer er hins vegar ekki svo sprettótt, og ekki þarftu að strembast við, eins og menn gjöra þar, opt fram á nótt. Finnst þjer þetta vera þrældómur? — tú heldur áfram herðir á þjer og segir: «engin þjóð í heimi kann betur að «þrælka menn en Ameríkumenn, og er það eðlilegt, «því þeir hafa þraéla enn þann dag í dag, og þeim «er sama hvort þeir hafa hvíta eða svarta þræla». Hjer sýnir þú þig, bæði sem ósannindamann og fáfræðing. Ósanuindi eru það að engin þjóð í heimi kunni betur að þrælka menn en Ameríku- menn, og ýkir þú hjer engu minna en þeir, sem þú segir að sjeu að tæla menn með auglýsingun- um í Kaupmannahöfn og annarsstaðar. Látum auglýsingarnar vera ýktar, og jafnvel lognar, þú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.