Tíminn - 24.09.1873, Blaðsíða 4
88
gjörir hjer hvorttveggja, eins og sjá má af því
sem áður er sagt, og síðar mun sagt verða. Fá-
fræði mikil er það, að segja, að Ameríkumenn
hafi þræla enn þann dag í dag. Sagan, og allir
þeir menn, er með tímanum fylgja, eru kallandi
vitni á móti þjer í þessu efni, þar það ætti vitan-
legt að vera, að Ameríkumenn hafa lagt bæði líf
og fje í sölur til að af nema þrælahald, og hafa
fyrir langalöngu gjöreytt þeim óknytti. 5. Berþú
það á boðstóla fyrir landa þina, að Norðmönnum
láti ekki vel að fara hingað, að þeir verði flestir
hjer að aumingjum, og sjeu nú að miklu leyti
hættir ferðum. Hvar ertu borinn, og hvar býr
þú, að hinir alkunnustu og glöggustu við-
burðir skuli vera þjer duldir? Hefurðu ald-
rei heyrt, að Norðmönnum, frændum vorum
lætur þjóða bezt, að fara hingað, að þeir þykja
hjer ráðvandir og atorkusamir menn, og eru fram-
ar öðrum f eptirlæti, hjá hinum eiginlegu Ame-
ríkumönnum? hefir þú ekki heyrt, að þeir eiga
hjer í Yesturríkjunum hinarblómlegustu nýlendur,
og það þótt landnám þeirra hæfist ekki fyr, en
fyrir nær 30árum. Sem friðsamir og góðirborg-
arar eru þeir í miklum metum, og hafa þeir náð
í sum af hinum æðstu embættum í þeim ríkjun-
um, er þeir búa flestir í. Wisconsin og Minne-
sota; allt fyrir þetta ertu svo ósvífinn að segja, að
fjöldi þeirra verði að aumingjum; vjer höfum enn
eigi heyrt um einn Norðmann getið, sem hafi orðið
hjer að aumingja, hafi hann verið ráðvandur mað-
ur með heilsu og kröptum og vilja á að vinna;—
óbótamenn og guðleysingjar eru náttúrlega alls-
staðar aumingjar í vissum skilningi, hvar sem þeir
eru f heimi. Að einstöku menn geti orðið hjer
fyrir óiáni og óhöppum, sem annarsstaðar, og að
einstöku mönnum fyrir heimfýsi sakir og óyndis í
byrjuninni verði það á, að snúa heim aptur að lítt
reyndu, og kenni svo landinu um það, til þess að
hylja þar með þolleysi sitt og óstöðuglyndi, segir
sig sjálft að getur átt sjer stað; sömuleiðis það,
að margir þykjast hjer ekki geta komizt í þá stöðu,
sem þeir æskja og hafa haft fyrir augum, er þeir
komu hingað, og hrökkva því heim aptur, en hirða
ekki um að reyna annan veg. — «Að þeir þurfi
að þræla miskunarlaust, til að hafa ofan af fyrir
sjer», eru þín sömu ósönnu digurmæli. Setjum
að þú hafir hjer meðallaun 9 dollars um vikuna,
og sjert orðinn svo kunnugur, að þú getir komið
þjer í stöðuga vinnu; enn fremur að þú búir á
veitingahúsi, þar sem þú þarft að borga 3V2doll-
ars fyrir gott fæði um vikuna, og kaupir þjónustu
fyrir V2 dollar um vikuna; látum þig svo ekki
nenna að vinna nema 3 daga af hverri viku, og
hvíla þig 4, svo að þú getir verið þess viss, að þú
ofþrælkir þig ekki; þú hefirþá 24 dollars afgangs
fæði og þjónustu um árið. og fyrir það má kaupa
nægileg og fullsæmileg föt handa slíkum letingja.
Kallar þú þetta miskunarlausan þrældóm?
(Niðurlag i næsta bl.)
ÁSKORUN.
Eins og mönnum er kunnugt, stofnsetti hinn
æruverði öldungur, síra Jón Jónsson «lærði» í
Möðrufelli, hið «fslenzka evangeliska smábókafje-
lag» 1815; og var safnað til þess gjöfum innan-
lands og utan. Meðan stofnandans naut við, gaf
fjelag þetta út 80 nr. á 120 örkum, af guðræki-
legum smáritum, en síðan hann dó 1846, hefir
það lítinn lífsvott sýnt. Nú er oss spurn, hvað
iíður nú fjelagi þessu, og hvar er sjóður þess
niður kominn ? |>etta mál virðist oss varða allan
almenning á íslandi, og viljum vjer því skora á
þann, er kynni að vita eitthvað um fjelag þetta,
að auglýsa það.
PRESTAKÖLL.
Veitt: 10. sept. Háls í Fnjáskadal, sira Stefáni Arnasyni
á Kvíabekk, vígbnr 1840.
Óveitt: Kvíabekknr í Ólafsflríii; metinn: 371 rd. 69sk;
anglýst 11. sept.
Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar.
Ábyrgðarmaður: Páll Eyjúlfsson.
Prentaílnr í prentsmibjn Islands. Einar páríiarson.