Tíminn - 23.12.1873, Blaðsíða 2
2
— Meðal bóka þeirra, er komið hafa út á þessu
ári, eru sálmar nokkrir, útlagðir úr ýmsum mál-
um af prestaskólakennara sira Helga Hálfdánar-
syni. Bók þessi er hvorki stór nje dýr, en inni-
hald hennar er svo, að vjer efumst um að nokkur
bók hafi komið út nú í mörg ár betri i sinni röð,
en þetta litla kver, en það er aptur efalaust, að
ekkert sálmasafn hefur áður komið út á íslenzku,
er haft hafi eins fáa galla og eins margt til á-
gætis síns eins og sálmar þessir. þeir eru að því
leyti líkir hinum beztu sálmum vorum t. a. m.
Hallgríms Pjeturssonar, að í þeim felst hinn hrein-
asti kristindómur, hjartnæmi og fagrar hugsanir,
en þeir hafa það aptur fram yflr öll önnur íslenzk
sálmasöfn, að þeir eru allir nálega undantekning-
arlaust, framúrskarandi liðugt kveðnir, og lausir
við öll braglýli og rímgalla, sem svo mjög úir og
grúir af í flestum eldri sálmum vorum, og sem
hafa að sínu leyti átt nokkurn þátt í að halda al-
þýðu fastri í fjötrum spilltrar og rangrar tilflnn-
ingar fyrir allri skáldlegri fegurð. Sira Helgi á
því miklar þakkir og lof skilið fyrir þetta verk sitt,
þakkir fyrir það, að hann hefur veitt alþýðu kost
á svo góðu guðsorði, að líkur eru til að það hjá
mörgum nái hinum betrandi tilgangi sínum og lof
fyrir að hafa leyzt verkið svo vei af hendi, að
það tekur fram flestu eða öllu, sem út hefur
komið af samskonar ritum. a.
REYNUM OG PRÓFUM.
í*að mundi ekki síður hugsandi eptir lopts-
og landslagi, að gjöra tilraun með hreindýra- en
svínaræktj í 8. ári »Þjóðólfs» nr. 17 er staðgóð
áskorun frá merkum manni til íslendinga, að þeir
fari að gefa sig við hreindýrarækt, það verður
enn ekki sjeð að mennhafl viljað gefa þessu gaum,
og er það þó fullkunnugt, að þau því þrífast hjer
villt og ótamin; það er því næsta lítilmannlegt, að
vjer ekki enn skulum gjöra tilraun með, að drottna
yflr dýrum þessum, og gjöra oss þannig mosa
jarðarinnar undirgefinn.
En áður en þetta væri byrjað, álít jeg byggi-
legra að útvega hjer um upplýsingar frá Noregi
eður Svíþjóð svo menn sæju, hvort þetta bæri
sig hjer. Jeg tel nú víst, að einhver af útgef-
endum «Tímans», sjái ráð til að útvega þessa upp-
lýsingu með tímanum, og láta hann síðan færa
oss hana, mundi það vel virt af mörgum. En
treystist þeir eigi til þess, skora jeg hjer með al-
varlega á þá, að auglýsa það, og mun jeg þá
gjöra aðra tilraun að fá þetta sjeð.
Miðfelli, 8. desember 1873.
P. Guðmundsson.
Útgefendur «Tímans» hafa eigi föog á, nú
sem stendur, að gefa hinum beiðraða höf. hjer
að framan «upplýsingu» þá, er hann óskar um
hreindýrarækt, en þeir vísa honum til ritgjörðar
um hreindýr eptir Ólaf Jósefsson «Hjört», er
prentuð er í «Lærdóraslistafélagsritum», VIII. B.
1788, bls. 77—104. Að öðru leyti er málefnið
þess vert, að því væri hreift enn á ný í blöðun-
um.
(Aðsent). Vjer Reykjavikingar höfum nú haft
hina nýju tilskipun um stjórn bæjarmálefna vorra
i gildi rúmt ár, og hefur oss enn ekki sýnzt neitt
til batnaðar hafa gengið hjer hjá oss síðan, með
öllum þeim nefndum, og mannfjölda sem tilsk.
tilætlast, en hvort það er sjálfri tilsk. að kenna
eður þeim sem í bæjarstjórninni sitja látum vjer
ósagt.
Það var tilgangur vor með línum þesum, um
að minnast á það atriði sem oss þykir ískyggilegt
og það er nefnilega það: tilskipunin skipar niður-
jöfnunarnefnd, og á hún að vera kosin á samahátt
og bæjarstjórnin, og því nefnd út af fyrir sig, ó-
viðkomadi bæjarstjórninni, og á því engin meðlimur
niðurjöfnunarnefndarinnarað eigasæti íbæjarstjórn-
inni, sem þó hefur átt sjer stað, og viljum vjer
taka t. d. að ef sú regla kæmist á, gæti raegnið
af bæjarstjórninni orðið niðurjöfnunarnefnd, síðan
þurfum vjer eptir tilsk. að bera oss upp undan á-
álögum niðurjöfnunarnefndarinnar fyrir bæjarstjórn
inni, en hvernig ferþá? Hún verður þá sjálf að
dæma sínareigin gjörðir? Neii vjerbiðjum hana eptir
tilsk. að víkja úr sæti sínu, og hvað verður svo?