Tíminn - 23.12.1873, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1873, Blaðsíða 4
4 NÝJAR. BÆKUR. — Frá landsprentsmiðjunni í Reykjavík: Heilbrigðistíðindi 3. ár IV -(- 96 bls. 8av; verð 3 mörk. Sliýrsla um hinn lærða skóla í Reykjavík, skóla- árið 1872—73, 40 bls. 8av; henni fylgja: Skýr- ingar á vísum í Gísla sögu Súrssonar, samdar af Jóni Þorkelssyni yflrkennara, 24 bls. 8av. — Frá Akureyrarprentsmiðjunni: Kennslubók í enskri tungu, vasabók fyrir Yesl- urfara og aðra, er eiga viðskipti við Englendinga, eptir Halldór Briem stúd. X + 228 bls. 16to verð: í kápu 72sk. Einnig verður aðgetaþess, til að halda stefnu «Tímans» áfram umbókafregnir eins og hingað til, Smámuna nr. 3, eptir Símon Dala- skáld, 48 bls. í litlu 8av, kosta í kápu 24 sk., og má segja að dýrt sje veraldar orðið. — Lög Gránufjelagsins, eins og þau voru samþykkt á fje- lagsfundi á Akureyri 29. ágúst 1873, í VII köfl- um, 34 gr. 8 bls. 8av. — I staðinn fyrir að taka götu er boðin var fyrir ekk- ert endurgjald, austanvert á lóðinni við Lseknisgötu nr. 1, hjer í bænum, hefur bæjarstjómin höfðað mál á hendur herra E. Egilsson i Glasgow, til þess að taka burtu grind- ur þær, er hann hefur sett fyrir kafla á lóð sinni, þar sem áður var umferð. Til að höfða mál þetta, rjeöi bæj- arstjómin sjerskrifara landshöfðingjans JónJónsson, hjelt hann máli þessu fram fyrir fógetarjetti, að grindumar væru teknar burt, en er það eigi náðist, áfrýjaði hann málinu fyrir landsyfirrjettinn, og lauk svo fví máli 22. p. mán., að því var vísað frá rjetti, fyrir þá sök, að skrif- arinn ekki þóttist þurfa að taka löggildingu hjá lands- höfðingjanum til að mæta fyrir yfirrjetti, en herra Egils- son og bæjarfógetanum, voru dæmdir 5 rdl. hvorum þeirra úr bæjarsjóði, og hafði skrifarinn stefht bæjarfógetanum, til að borga málskostnað viö áfrýjun málsins. Ur pví svo er, að málinu er þannig komið, fer það að vonum, að skrifarinn haldi áfram að fá löggildingu, til að mæta viö yfirrjettinn, því honum er nærri hendi að fá hana, og bæjarstjómin leggur, eins og von er, mikinn áhuga á pað, að hann vinni petta mál, en helzt þó svo, að málskostn- aðurinn úr bæjarsjóöi, ekki verði meiri, enn hjá verði komizt. TIL ATHUGUNAR. — í 25. ári »Þjóðólfs«, nr. 47—48 er þess getið í ritgjörð einni, að eigi sje getið um barna- skólastofnun 1 Útskálaprestakalli; en einmitt getur »Tíminn« þess í yflrliti ársins 1872, á 23. bls. í öð ru ári hans, nr. 6, 8.-9. línu í öðrum dálki á nefndri blaðsíðu. — Herra »Víkverji« segir í nr. 38—39, að blöðin bjer á suðurlandi, hafl aldrei getið um Silicanámur á Reykjanesi, þetta mun satt vera, en aptur hafa þau getið um postulíns (Porcelains) teg- undina, og vísum við honum til yflrlits ársins 1872, í 2. ári «Tímans» 1873. 6. blaði, 23. bls. frá 19. —28. línu incl. í fyrra dálki, að hann lesi það hjer eptir, fyrst hann hefur ei lesið það hingað til. — Auglýsingin um framleggingu niðurjöfnunar- skráarinnar fyrir næsta ár, er uppfest í auglýsinga- skáp bæjarins, að liggi til sýnis á bæjarþing- stofunni svo eigi «Gnnst hún þar af neinni hendingu». AUGLÝSINGAR. — Bókin uKringlan, rituð af klerki einum í Hrepphólum, er nú í ráði að snúin verði í rímur, af einhverju snjallasta arnarskáldi þessa tíma, þá bjóðast þær til kaups öllum lyst- hafendum innan skamms, í litlu 12 blaða broti, á 12 sk. arkið, en gæta skulu kaupendur þess, aðhafa við hendina til samanburðar, þó eigi væri nema þá lökustu útgáfu af Eddu, því dýrt munu þær kveðnar verða, torskildar að kenningum og hugs- unarreglum. Auðunn í «DöIum». Gleði- og soj’gar-leikir munu verða byrj- aðir í Glasgow, milli jóla og nýárs. ■— 3. hepti „S m á m u n a“ eptir Símon Dalaskáld, fæst hjá undirskrifuðum fyrir 24 sk. Brynjólfur Oddsson, bókbindari, PRESTAKÖLL. Óveitt: Glaumbær með annexíunni Víðimýri metinn 793 rdl. 31 sk. auglýst 3. p. m., brauðið liggur undir veitingu konungs. — Lundabrekka í Bárðardal, metin 238 rdl. 68 sk., eigi auglýst enn. Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar. Ábyrgðarmaður; Páll Eyjúlfsson. Prentaðnr í prent6miðju fslands. Einar þórbarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.