Tíminn - 30.06.1874, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (22 arltir) árg. 4 #. Fyrri hlutinn greiðist fyrir lok marzm., en síðari hlutinn fyrir útgöngu jiílí- mánaðar 1874 til ábyrgðar- mannsins. TÍMIWM. „Tímans í straumi stöndum, sterkiega sem oss ber“. Auglýsingar verða teknar í bl., fyrir 3 /3 smáleturslínan, en 2 /3 stœrraleturst. lhirfleg- ar ritgj. til almenningsheilla verða borgaðar eptir sam- komulagi við ábyrgðarm. 3. ár. Reyltjavík, 30. júní 1874. 13. blað. — Póstskipið •Diana», fór hjeðan 17. þ. m. Með því sigldu: Clausen sýslumaður ásamt frú sinni og börnum. Fischer kaupmaður og B. Sand- holt, er hingað kom upp veikur, og fór því aptur til Kaupmannahafnar. — Landshöfðinginn fór af stað í embættisferð sína vestur og norður um land 24. þ. m. Grein eptir íslending í dönsku blaði. («Dagstelegrafen» 16. mai). Póstskipið Díana kom í gær frá íslandi, nokkr- um dögum fyr en menn gátu vænzt þess eptir fararplaninu, og færir það i þetta skipti nokkuð fleiri »data,« en hingað til hafa getað fengizt, til þess að geta dæmt um, hverjnm viðtökum hin nýja stjórnarbót að öllu samtöldu muni eiga von á hjá öllum þorra hinna íslenzku landsbúa (»Be- folkning»). bað var, eins og kunnugt er, ekki fyr en í marzmánuði, sem hljóðbært varð á íslandi um það, að stjórnarbótin væri komin út, og þá eiginlega að eins í Reykjavík og þar nærsveitis, þegar póstskipið kom þangað í fyrsta sinn á þessu ári, en hinir fáu dagar, sem liðu til burtfarar þess þaðan, voru allt of stuttur tími til þess, að það gæti komið með nokkur opinber ummæli frá íslendinga háifu. Menn vissu það einungis, að í Reykjavík hafði þegar komið til orða, að hlutast til um þakkarávarp til konungs, er senda skyldi með póstskipi í næsta sinn, og það er þá líka þetta, sem nú er orðið, þar sem ekki að eins er komið ávarp til Hans Hátignar frá Reykjavik og hennar nágrenni, heldur einnig annað frá helztu bændum í syðra helmingi Gullbringusýslu. Hvað ávarpið frá Reykjavík snertir, þá er það undir- skrifað af rúmlega fimmtíu mönnum, embættis- .mönnum sumpart, með biskupi og báyfirdótnara landsyfirrjettarins fremstum í röð, eins og rjett er og tilhlýðílegt, en líka sumpartinn, og enda að meiri hlut af atvinnuhafandi borgnrum, og eru einnig meðal þeirra allmargir fiskimenn eða sjáv- arbændnr, eins og þeir nefnast á íslandi. Það má og taka það fram, að það er engan veginn þýðingarlaust, að nálega allir kennararnir við hinn lærða skóla og prestaskólann hafa undirskrifað ávarpið, en hitt er þó höfuðatriðið, að það einnig er undirskrifað af tíu alþingismönnum, það er að segja ekki að eins af hinum fimm konungkjörnu, heldur af jafnmörgnm þjóðkjörnum, meðal hverra einkum má nefna skólakennara Halldór Friðriks- son, af því hann hingað til ekki að eins hefur verið ein af aðalstyttum hinnar gömlu «negativu» politisku stefnu, heldur jafnvel enn þá ervarafor- seti þjóðvinafjelagsins, sem upphaflega var stofnað til að styðja tjeðastefnu; en nú er vonandi að fje- lag þetta verði að starfa hjer eptir í nokkuð aðra stefnu heldnr en öndverðlega var áformað, og að svo muni líklegast verða, má ráða af því, að þessi sami maður hefur nú einnig fylgt ráði því, er gefið var þjóðvinafjelaginu, að oddvitar þess sumsje ættu að gjörast forgöngumenn þúsund ára hátíðahalds- ins í sumar, og hefur hann loksins í i’jóðólfi 13. apríl komið fram með áskorun til fulltrúa félags- ins um það, að hlutast til kosningar tveggja full- trúa fyrir hvert kjördæmi, sem mæti á Þingvelli í sumar svo sem hluttakendur þjóðhátíðarinnar frá fimmta til sjöunda ágúst, enda er þetta líka sá eini viðbúnaður, sem allt til þessa hefur verið hafður á íslandi til hátíðahaldsins, og með því varaforsetinn í þessu almennt úlbreidda fjelagi, að því er ísland eiginlega snertir, má segjast að vera hinn eiginlegi forstjóri, þar sem sjálfur forsetinn, eins og allir vita, er búfastur í Kaupmannahöfn, 49

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.