Tíminn - 30.06.1874, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1874, Blaðsíða 3
51 hindrunum þeim, sem hinn afar-strangi vetur legg- ur oss í veginn. Hvað mig sjálfan áhrærir, þá sýnist mjer stjórnarbótin jafnvel miklu betri, en jeg hefði getað vonað, eptir hinni síðustu með- ferð alþingis á málinu. Á sumum göllum má ráða bót með sjálfu erindisbrjefl landshöfðingjans, en um aðalgallann, nefnil. tvískipting alþingis í efri og neðri deild, er alþingi einu að kenna og eng- um öðrum. Að nokkur partur af hinu fasta til- lagi til íslands er fyrirfram ætlaður fyrir hina æðstu landsstjórn, er kostur á stjórnarbótinni en enginn ókostur, því þar með er þá sá mögulegleiki úti- lokaður, að tillag þetta geti nokkurn tíma burt fallið, þar eð hin æðsta stjórn yrði þá einnig jafn- framt að burt falla«. Meira sáum vjer oss ekki að sinni færa um að segja í frjettaskyni úrnorðurlandi umþettamál, envæntanlega mun oss gefast kost- ur á því innan skamms. Athngas. Súgugrein þessi er eignnt) herra Gísla Bryn- Jólfssyni, nýorímom dócent í Islands sögn viþ Kanpmanna- hafnarháskóla, og hefnr Jón Signrbsson svaraþ hennt me% annari grein í „Dagsteiegafen", er lesa má útlagþaí „Víkverja" 16. júni þ. á. i'Klifra ei á pann klett, pú kemst ei upp á«. (Aðsent). Eins og við mátti búast, er nú á þessu sumri farið að beita ákvörðunum þeim, er gjörðar eru í samþvkt um afnot jarðarinnar Rvíkr, 15. maí f. á. bæði hvað mótoll og aðrar ráðstafanir snertir, og hefur bæjarstjórnin nú skikkað Jón Ólafsson í Finnbogabæ fyrir tollheimtu- og umsjónarmann sinn víð þetta nýja embætti. Vjer ætlum eigi að fara mörgum orðum um þennan nýja embættis- mann, því þess gjörist eigi þörf, þar hann er hjer svo alkunnur; einungis viljum vjer geta þess, hon- um til hróss, að hann er maður mjög starfsamur, og hefur allt af eilthvað fyrir stafni, jafnvel þótt hann sje mjög fatlaður, og það svo, að hann ekk- ert verulegt getur unnið með hægri hendinni, og er það vottur um það, að bæjarstjórnin hefur haft mikið álit á honum, þegar hún veitti honum em- bættið, að hún ekki hefur látið það standa í vegi fyrir veitingunni, og gefur það þó öllum að skilja, að heilheniur maður hefði betur getað staðið sig við að þjóna þessu embætti en einhentur og ó- skrifandi maður, sem allt af þarf að hafa annan með sjer, þó eigi sje til annars. en að rita í mó- bókina hverjum út er mælt mósvæði og hve stórt m. m. Raunar kemur Jóni þetta eigi að baga, því svo kvað vera um samið að hann fái 16 skild. fyrir hverja þá klukkustund, er hann ver í þarflr bæjarins, og sömu laun eiga aðstoðarmenn hans að fá, að líkindum hvort þeir eru fleiri eða færri, og hvort sem þeir heita Pjetur eða Páll, Laugi eða Lúlli; en bæjarstjórnin treystir því, sem og mun vera óhætt, að hann mun eigi hafa fleiri en hann þarf. En hver skyldi nú hagurinn verða af mótoll- inum, ef hann eigi hrykki nemafyrir launum toll- heimtarans og aðstoðarmanna hans? Sjálfsagt eng- inn, sízt ef það er satt, sem mælt er, að á sama standi, hvort móstálið sje mælt áður eða eptir að upp er tekið, og þannig engin áherzla lögð á það, að eptirlit sje haft með því, að haganlega og spar- legasjetekið upp og vel frá öllu gengið. En hvort þessu er nú þannig varið, vitum vjer eigi gjörla. Og hver verður afleiðingin ef tollurinn ekki hrökk- ur til að launa tollheimtuna? Sjálfsagt sú, að því sem á vantar, verður jafnað sem fátækraútsvari á bæjarbúa, og verður það þá því líkast, sem þeir greiði tvöfaldan mótoll. f>að leiðir einnig af mó- toilinum, að þeir er taka mó upp til sölu, selja hann miklu dýrara en þeir annnars mundu gjöra, já, ef til vill, miklu dýrara en þeir þurfa, til að verða skaðlausir af sölunni, eins og t. a. m. kaup- mennirnir selja spritblöndu sína; vita þó allir, að þeir vel geta staðið sig við að selja hana með vægara verði en þeir almennt gjöra, en þeir kæra sig ekki um það og gjöra það í hefndarskyni við toilinn; enda gengur blandan eins út fyrir það. Eins verður með móinn og ekki siður, því flestir eru neyddir til að kaupa meira eða minna af mó, en einkum þeir, er engra eða lítilla kola geta aflað sjer, sem eigi munu allfáir. En hverjum eiga menn að þakka að mótollurinn kemst á? Sjálf- sagt bæjarstjórninni; því þótt vjer höfum heyrt, að landsins einasta etazráð hafl átt mikinn þátt 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.