Tíminn - 27.08.1874, Page 5

Tíminn - 27.08.1874, Page 5
61 ur upp í Almannagjá og upp eptir henni, þar til hann hvarf honum uppi á gjáarbarmi, var þá kall- að i einu hljóði: Lengi liíl konungur vor Kristján 9. og sungið eptir það í gjánni niðri undir berg- máli hennar. Siðan gengu menn til þjóðhátíðar- tjaldsins og var þá sungið af söngfjelaginu hinn ágæti þjóðhátíðarsöngur, eptir skáldið Steingrím Thorsteinson, og íslands minni eptir sira Matlh. Jochumsson. Að söngnum loknum, mæltu þeir sjera St. Thorarensen á Kálfatjörn og sýslumaður L. Blöndal fyrir minni Steingríms Thorsteinsen, sem hins mesta þjóðskálds íslendinga, fyrirþað minni þakkaði Steingrímur, og mælti um leið, snjallt fyrir minni Jónasar Helgasonar og söngfjelagsins. Eptir þetla skemmtu menn sjer um kveldið og fram á nótt með samdrykkju og viðræðum; þann- ig lauk þessum allsherjarfundi á Þingvöllum, er flestum mun verða í minni er þangað sóktu, og sem er einnig merkisatburður i hinni nýju sögu. Veðrið var þurt og blítt, alla þessa fundardaga, allt fram að álíðandi föstudegi, því þá rigndi tölu- vert og nóttina eptir. Nálægt kl. 9 um kveldið kom konungur til Reykjavíkur. Sunnudaginn þann 9. fór konungur í kirkju og hlýddi danskri messu; hjelt hann þá síðast miðdegisborðhald í skólanum þar sem hann hafði haft það dagiega, eins og áður er sagt, og boðið til öllum heldri mönnum bæjarins borgurum og helztu bændum, en nú einnig þeim er veitt höfðu honum fylgd til ÍMngvalla og Geys- is. Um kveldið var dansleikur haldinn í lærða skólanum, er Reykjavíkurbúar höfðu stofnað, var konungi boðið lil hans ásamt sveit hans, helztu mönnum af herskipunum, og mörgum íbúum bæj- arins, körlum og konum. Á mánndaginn hinn 10. kl. 4 e. m. fór kon- ungur alfarinn um borð, var hin sama viðhöfn höfð og þá hann stje ( land, og um leið og hann stje niður á lausu bryggjuna, ávarpaði landshöfðinginn hann með nokkrum þakklætisorðum f nafni sín og allra íslendinga, fyrir Ijúfmennsku hans með því að heimsækja íslendinga og vera nærstaddur á þeirra 10 alda hátíð. Konungur svaraði aptur með nokkrum hjartanlegum orðum, og bað guð að varð- veita land petta og lýð. Um leið og konungur Ijet frá landi á bát er dreginn var af litlum gufu- báti, kvað við margfalt «húrra« af mannfjölda þeim er stóðu umhverfis bryggjuna og í Ijörunni, er þeir sáu sinn elskuverða konung í seinasta sinni, er á unnið hefir sjer með komu sinni ást og virðingu í brjóstum þegna sinna, á Islandi. Um leið og konungur ljet frá landi dundi skothríð mikil á her- skipunum á höfninni. Um kveldið hjelt konungur dansleik um borð á skipi sínu, og bauð til þess heldri mönnum bæjarins með konum þeirra, og fl. er stóð fram yfir miðnætti, en flugeldar gengu um leið á skipunum með Ijósagangi. Ivl. 3 um nótt- ina lagði konungsskipið á stað af höfninni, ásamt Heimdal og Fyllu er fylgdi þeim á leið, en sænska og norska skipið á eptir kl. 5 '/2 og seinast hið þýzka hálfri stundu síðar. ðleðan konungur dvaldi hjer, hafði hann dag hvern, ýmsa menn bæjarins æðri sem lægri í boði við miðdegisverð sinn; hvervetna kom hann fram með Ijúfmennsku og lítillæti, við hvern þann er náði fundi hans. Má teljavístað Islandi og íslending- urn standi heill af komu hans fyriralda og óborna. Ráðherra Klein kom einnig Ijúfmannlega fram enda lýsti hann með ræðu sinni, góðum hug til íslendinga og hinna íslenzku mála, má ætla eptir því, að hann muni láta að skynsamlegum óskum alþingis í málefnurn landsins og framförum þess, ef konung- sem þjóðkjörnir menn vinna að þeim samhugaí eindrægnis anda, meir en sýnzt? hefur hingað til. — í 13. tölublaði, 3. ári „Tímans“, hefír „Alþýðumað- ur“ minnzt „Lestrarbókar handa alþýðu á íslandi", sem nýprentuð er í Kaupmannahöfn. pó höfundurinn farivin- samlegum orðum um bók þessa, og mæli með henni, vil jeg leiðrjetta nokkuð af athugasemdum hans. pað er eigi allskostar rjett, að bókmenntafjelagið hafi eigi viljað prenta bók þessa. Reykjavíkurdeildin samfiykkti að gefa hana út, en Kaupmannahafnardeildinni þótti vanta fje til þess. par sem höf. minnist á prentvillur, þá er það víst, að þær eru allt of margar, og má mæla þeim sem leiðrjetti, þábót, að handritið var sumstaðar fljótlega skrifað og óskýrt, en því verður engin bót mælt. Biðjeg góða lesendur, að afsaka villui-nar og ijetta þær. Enþar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.