Tíminn - 27.08.1874, Side 7

Tíminn - 27.08.1874, Side 7
63 eða lærisveinn, en hann fjekk hjá honum húsrúm og verkfæri til að smíða tiltekinn hlut, undir um- sjón annars manns nefnil. minni, og jeg vár viss um að hvorki D. Ásgr., nje neinn annar en E. f\ gjörði eitt handarvik að honum, höf. segir enn fremur að E, t\ haQ fengið mig til að kaupa sjálf- um mjer borgarabrjef, þelta eru líka ber ósann- indi, en hvorki höf. nje öðrum kom það neitt við hvort eða hvenær jeg vildi kaupa mjer borgara- brjef, eptir að jeg hafði fengið nægan aldur þar til. Hann segir og, að jeg hafi ekki svo mikið sem hálft ár verið búinn að vera minn «eiginn ineistari», heldur ekki satt. Ut af öllu þessu til samans dregur hann, að við B. Ásgr. múnum hafa brotið mjög mikið gegn okkar borgaraeiði', já, jafnvel fyrirgjört okkar rjetti framvegis, en á því hef jeg enga þekkingu. Einnig víkur höf. sjer að lögreglustjóranum í Reykjavík með miður sæmandi áburð, jeg ætla nú ekki neitt að bera hönd fyrir höfuð hans, því það er maður sem jeg held að geti staðið óbog- inn og óbliknaður fyrir framan þennarm'/rfa laga- mann, höf., og líka svarað honum ef honum þykir það þess vert. Það er annars næsta ómerkilegt af þessum lögfróða prjedikara að koma svona fram í dularbúningi, einungis til að svívirða menn, því ef hann skildi samt þekkjast af andardrættinum, þá hefði honum verið skemtilegra að hafa ekki klæðzt kuflinum. Jeg vil því skora á hann, að segja til nafns síns, svo menn geti betur notið vísinda hans því hann hefur víst aldrei «fallið í gegn»l! Líka kynnu menn betur við að sjá hann á sínum em- bættisbúningi, þegar hann fer að d æ m a mig og aðra. Annars vildi jeg hafa ráðið honum til að kynna sjer vísuna, sem skáldið Jónas Hallgríms- son kvað við Bósa forðum: «Hafðu’ ekki á þjer heldra snið höfðingja sem brosa, en eru svona aptan við æru manns að tosa». Reykjavík, 27. júní 1874. Björn Árnason. — MANNÁLÁT. Frjettzt hefur lát sira Sigur- bjarnar Sigfússonar prests á Iválfafellsstað. — 23. júlí n. I. andaðistað Langholti í Bæjarsveit merkis- konan Oddný Elíasardóttir sjötug að aldri, kona Guðmundar Magnússonar, óðalsbónda s. st. — Slysfarar þeirrar er skeði hjer í bænum 9. júlí n. 1. gleymdist að geta í fyrra blaði. Magnús Einarsson prentara, efnilegt ungmenni, fermdur á næstliðnu vori, og gekk þá einnig undir inntöku- próf lærða skólans með bezta vitnisburði, fjekk bylltu af hestbaki er leiddi hann til bana sam- dægurs. — I sama mánuði, ersagtað vinnumaður Guð- mundar á Auðnum á Vatnsleysuströnd, hafi dáið snögglega á náttarþelif — (Úr brjefi). «Mánudag 22 júní þ. á. fóru fjórir menn frá hreppstjóra GunnariHalldórssyni á Skálavik við ísafjarðardjúp út í Ogur á 6æring i blíða logni, að sækja blautan saltfisk, en þegar þeir voru búnir að bera á skipið, var komið lítið kul af hafi, sigldu þeir þá strax, en skipið var ofhlaðið svo sjór fór að renna inn í það, og þeg- ar þeir voru komnir inn undir Ögur hólmsundið var kvikan farin að vaxa, svo að skipið sökkmeð öllu saman kjölrjett ; 2 mennirnir náðu þá í árarnar sem flutu af skipinu, og varð þeim fyrir snarræði Jóns Einarssonar frá Garðstöðum bjargað aður en þá rak upp í þverhnýpta kletta sem þeir voru rjett komnir að, svo tæpt stóð að þeir næðust hinir 2 mennirnir drukknuðu, Hannes llalldórsson frá Vatnsfirði, fyrir innan tvítugt, efnilegt góð- menni, hinn var Þórarinn Haldórsson frá Botni í Mjóafirði 17 ára gamall efnilegur piltur. Foreldr- ar og vandamenn þessara pilta og fleiri er þá þekktu trega þá mikið, þeirsem bjargað var voru vinnumenn Gunnars hreppstjóra, formaðurinn Ebi- neser Knútsson, og Samúel Magnússon». Þetta dæmi sem önnur fleiri, sýna hvað menn eru skeyt- ingarlausir með sjófarir og offermi, er ætti að kenna þeim framvegis að láta annara víti sjer að varnaði verða, einkanlega hvað ofhleðslu snertir. 1) Fleiri eibum fylgir skilda: fermingareibi, hjóuabandsei&i o. 8. frv., má skje brot gegu þeim sjeu ekki eius saknæm? Hóf. — SPURNING (aðsend). Hvað líður kjörskrá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.