Göngu-Hrólfur - 14.07.1873, Blaðsíða 3

Göngu-Hrólfur - 14.07.1873, Blaðsíða 3
102. — - 103. - Toqueville og Dixon, og norskan mann Eeiersen, og frá níari timum Topsöe. Þar sem höf. telr það alment bragð tilað tæla menn til Ameríku, að lofa þeim ókeipis fari, þá veit ég að vísu, að þelta á sér slað til Brasilíu. En það á sér aldrei stað til Bandaríkjanna. Ég get frætt höf. um, að það eru þau lög til í Bandarikjunum, er ákveða, að allir samningar um, að vinna af sér ferðakostnað í Ameríku, sé ógildir þar í landi. — Höf: segir enn fremr: „So þegar þangað [a: til Ameríkuj er komið, er þrældómrinn mikill og miklu meiri en nokkurstaðar á íslandi. Vinnutíminn er langr og vinn- an ströng“. Vinna er í Ameriku upp og niðr bæði þung og létt; sum þingri, sum léttari, en hér. t’að er sannleikrinn. En vinnutiminn er einmitt stittri, og það sumstaðar talsvert stittri en hér á landi. Enn segir þessi Liga-Loki: „Það er víst, að engin þjóð heimi kann betr að þrælka menn, en Ameríkumenn, og er það eðlilegt, því þeir hafa þræla enn þann dag i dag, og þeim er sama, hvort þeir hafa hvíta eða svarta þræla“. fetta er einhver in djöfulmannlegasta lígi um þá einu þjóð í inum mentaða heimi, sem hefir kostað miljónum dala og þúsundum mannlífa til að berjast firir mannfrelsi og afnámi þrælahalds. — Það er vitOrringr, sem ekki gelr séð á þessu, hve Ijúgmannlega og í hve sviksamlegum tál- drægnis-tilgangi greinin í «■ t’jóðólii • er rituð. Loks vill höf: telja mönnum trú um, að Norðmönnum láti ekki að fara til Ameríku. En það veit hver, sem því er kunnugr, að þeim lætr það manna best. «Enda er nú so komið», segir höf:, „að Norðmenn eru hœltir að tnik/u leiti ferðum þessum“. Hér getum vér nú reiknað út í tölu- stöfum sannsögli höfundarins. í Noregi eru 1,800,000 í- búar; og eftir inum opinberu skýrslum um útflutning það- an til Vestrheims um 5 in siðustu ár heGr meðaltala vestr- fara þaðan úr landi verið 14,000 árlega; með öðrum orð- um: af hverjum 1000 mönnum i Noregi fer 7‘^ioárlega til Vestrheims, eðr: af hverjum 10,000 fer 71árlega til Vestr- heims. Og þó fjölgar altaf fólkið heirna í Noregi. Á ís- laudi eru 70,000 manns; og ef héðan færu árlega jafn- margir að tiltölu sem úr Noregi, þá ættu 497 manns að fara árlega héðan til Vestrheims. Nú er ærið nóg talið tilað sína, hvað mikið sé varið i þessa grein og hve trúanleg bún sé. Það væri freistni til, að segja um hana miklu meira; cn rúmið leiflr það eigi. Að ending skal hér upptekin mergjarsetniug höf.s ein, sem sínir, hvernig hann er litr í pólitíku tilliti. Hann segir: «Sumir berja við inu pólitíska ástandi (a: að þeir fari tilað flía það) . . . . t*ó ekki sé gott ástand okkar nú, þá heflr það oft verið verra». Það væri gaman að heira, hvenær það heflr verra verið. t*að er auðheirt að höf. er einn af inum fáu loftungum landshöfðingjadæmisins og Hilmars-einvaldsdæmisins; »þessutan er það ekki hetja sem flýr; hetjan sigrar eðr fellr*, segir höf: Ojæja. Slík setn- ing er ofur-girnileg til' fróðleiks og fögr á að líta, en mögr il mergjar að brjóta: Og þeir, sem mest bera i munni r slíkar flautaspennings-setningar. eruoftast mestu slóðarnir og skítseiðin, sem ota vilja öðrum i bardagann, en flía manna first sjálflr, ef á hólminn kemr; það er rétt einsog þegar Danir eru að tala um að berjast móti þjóðverjum meðan nokkur standi uppi («a< slas til sidste mand»); það er so létt flrir danska blaðabesefa og pólitiska snakka, sem aldrei ætla sjálfir að ganga í ornstu, að sleikja þanm'g froð- una af sannleikanum og þirla af vindflautir. ALþlNGISTÍÐlNDI. I. Þriðjud., 1. þ. m. var ið fjórtánda alþingi íslend- inga sett. First var guðsþjónustugjörð í kirkjunni og pré- dikaði séra Þórarinn i Gðrðum; lagði útaf Jóh. VIII., 31.— 36. (sérílagi 32. v.: «sannleikrinn mun gera iðr frjálsa*.) Þótti sumum ræða sú kinleg nokkuð so, og þótti, sem það væri líkara því, að það væri minnihlutamaðrinn Þórarinn Böðvarsson, sem héldi refsiræðu og kvæði fordæming upp iflr sínum pólitisku andskotum í meirihlutanum, heldren að það væri inn »prúði Garðaprestr» (einsog í vísunni stendr). Snmir hafa sagt oss, og enda fleiri en einn merkr maðr fullirt við oss, að meðal annars hafi átt að komafirir í ræðunni áþekk orð þessu: «sannleika frjálsræðisins takið þér hreinan, einsog hann kemr frá drotni og hrópið: kross- festu, krossfestu hann! En Barrambam sjálfræðisins heimt- ið þér geflnn lausann* — eða eitthvað á þessa leið. Oss firir vort leiti datt ekki í hug, að það mundi verða neitt pólitískt í kirkjunni, og ?ví sendum vér eigi pólitíska snakk- inn þangað til að færa oss fréttir. Soað vér getum ekkert um þetta fullirt né hermt nema eftir sögusögn, sem hér gengr. En vér höfum álitið rétt að geta sögunnar, úr þvi hún gengr, —ef hún er sönn, þá til verðugs fróðleiks, en ef hún er ósönn, þá tilað gefa höfundi ræðunnar (sem vér í öllu ópólitísku berum filstu virðingu firir) tækifæri á, að bera sögn þessa til baka. Síðan var gengið til þingsals; las Sören Hilmar St. Finsen þar upp erindisbréf sitt tilað vera konungsfulltrúi á alþingi og ávarpaði þingmenn með ræðustúf. Var hann eigi so efnismikill né andríkr, að oss þiki rúmi blaðs vors undir hann eiðandi. í lok ræðunnar lísti Sören ifir þvi, að alþingi væri sett. Spruttu þá inir konungkjömu sexmenn- ingar heldr tindilfættir á legg .... nei þennan skolla er ekki vogandi að segja!------Soað vér verðum ekki lögsóttir, sektaðir og fangelsaðir — því þau tíðkast nú in breiðu spjótinl! —firirranga frásögu, þá skulum vér láta «fjóðólf» segja frá. Hann segir so: «í sama bili spruttu upp allir inir konungkjörnu menn í því, er einn þeirra hóf með hárri rödd: «Lengi lifi» og «húrra» firir konungi vorum Kristjáni inum IX. og endrtóku það þrem sinnum og eigi oftar. V(st voru þeir nokkrir«, [«fróðlegt væri að vita hvað margir], «er filgdu honum í þessu», o.s.fr. Sona seg[r «Þjóöólfr»; sé nú rangiu'a sagt, vonum vér að vatdsljórnin láli oss vítalausan, en lá ti reiði sína koma ifir «Þjóðólf»; vér gjörum oss handlaug! Til aðstoðarmanns b afði se'ra Sören kvatt sér Magn- ús Stephensen yfirdómar . Síðan var gengið til k osiingar forseta og var Jón Sig- urðsson frá Kmhöfn kosit n með 23 atkv. Varaforseti var i

x

Göngu-Hrólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Göngu-Hrólfur
https://timarit.is/publication/98

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.