Víkverji

Eksemplar

Víkverji - 22.07.1873, Side 2

Víkverji - 22.07.1873, Side 2
lýðr skal tögum ráða; landsrétt hefr Guð settan. Matthías Jókkumsson. — ALþlNGI 1873,11. í 6.-7. blaði «Vik- verja» höfum vér skýrt frá þingsetning og því, er gjörðist á þingi inn fyrsta daginn. Vér vitum, að lesendum vorum er ant um þing og þjóðmálefni, og fyrir því ætlum vér oss að segja þeim söguna af alþingi jafnóðum, sem hún gjörist og blað vort kemur út, en þó að eins í stuttu ágripi. Á öðrtim og priðja fundi, 2. og 3. þ. m., voru kosnir menn í nefndir til að ræða og rita álitsskjöl um þau 10 konunglegu frumvörp, er lögð voru fyrir þingið, og áðr eru nefnd í »Víkverja». Á fjórða fundi, 7. þ. m., komu til umræðu nokkrar bænarskrár frá ýmsum kjördæmum landsins, nl. 1. úr Vestmanneyjasýslu um, að landsetar þar mættu greiða landskuldir öðruvís en eptir harðftsksverði í verðlagsskránni. Þessi bænar- skrá var feld frá nefnd með 20 alkvæðum. 2. úr sörnu sýslu frá yfirsetukonu um laun hennar. Þeirri bænarskrá var vísað til nefnd- ariunar i ljósmæðra-málinu. 3. úr Gullbringu- sýslu, um að gjaldþegnar mættu gjalda mann- talsbókargjöld sín (skatt, tíund, gjaftoll og manntalsfisk) ekki eptir harðfisksverði, eins og venja er þar í sýslu, heldr eptir meðal- verði allra meðalverða í verslagsskránni. Bænarskránni var vísað frá nefnd, en forseta þingsins falið á hendr að senda Landshöfð- ingja málið tii frekari aðgjörða. 4. úr Múla- sýslum um að Vestdalseyri við Seyðisfjörð yrði löggilt kauptún. t’ingið vísaði máli þessu frá nefnd, en fól forsela að senda málið til að- gjörða hlutaðeiganda amtmanns. 5. úr ísa- fjarðar- og Barðastrandarsýslum, um ao Ilaukadalsbót við Dýrafjörð verði löggildr verslunarstaðr. Mál þetta var algjörlega felt frá nefnd, og sömu afdrif fékk 6. bænarskrá úr Norðurmúlasýslu um að löggilt yrði kaup- tún við Bakkafjörð á Langanesströndum. Á fiinta fundi, 9. þ. m., voru ræddar bænarskrá úr Suðrmúlasýslu og úr Austr- Skaptfellssýslu um, að læknir yrði settr á Djúpavogi eðr á öðrum hagkvæmum stað þar um slóðir. Málefni þessu var vísað frá þingí, en forseta falið á hendr að leiðbeina málinu til yfirvalda ráðstöfunar. Sömu afdrif hafði bænarskrá úr Norðrmúlasýslu um sérstakan lækni þar í sýslu. þá kom og fram á þingi bænarskrá frá íslenskum stúdentum í Kaup- mannahöfn um stofnun lagaskóla á íslandi. l’ingið kaus 3 manna nefnd til að ihuga það mál. Á sjölta fundi, 10. þ. m., var lesin upp bænarskrá til þingsins frá Þingvallafundi um stjórnarbótarmálið} fylgdu því skjali 19 bæn- arskrár sama efnis frá ýmsum kjördæmum landsins. Til að ræða og rita álitskjal um málið kaus þingið 7 manna nefnd. Á sjöunda fundi 12. þ. m. var inngangs- umræða um tillögu 10 alþingismanna um að senda allraþegnsamlegast ávarp til konungs; þingið kaus 3 manna nefnd til að íhuga málið. [>ví næst var borin upp tillaga 7 alþingis- manna um, að fjárhagsáætiun 1871—72 verði lögð fyrir alþingi, og kaus þingið 5- manna nefnd til að ræða það mál. Á áttunda fundi, 14. þ. m., voru lögð fram nefndarálit um konunglegt frumvarp til tilskipunar um niðurjöfnun alþingiskostnaðar, og um konunglegt frumvarp til tilskipunar um ljósmæðraskipun, og fór undirbúnings- umræða fram um þessi mál. Pá varð og umræða um, hvort kjósa skyldi nefnd til að segja álit sitt um réttarbætr hér á landi, líkar þeim er orðið hafa í Danmörku in síð- ustu 2 ár, en engin nefnd var sett. Á níunda fundi, lð. þ. m., voru lögð fram og rædd í fyrra sinn nefndarálitin um in konunglegu frumvörp til tilskipana um stofnun sjómannaskóla og um að skip, sem flytja hvalkjöt til íslands, skuli undanþegin lestagjaldi því, sem ákveðið er í lögum 15. apríl 1854. Á tíunda fundi, 16. þ. m., var ályktar- umræða í málunum um niðurjöfnun alþingis- kostnaðarinsog um lestagjaldaf hvalkjöti. Upp- ástungur nefndanna voru í báðum málunum viðteknar með atkvæðafjölda. Nefndarálit í málinu um mótvarnir gegn bólusótt og kó- ierusótt var fram lagt og rætt í fyrra sinn. Á ellefta fundi, 18. þ. m., voru málin

x

Víkverji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.