Víkverji - 24.07.1873, Blaðsíða 3
51
stýrimenn á íslenskum og dönskum skipum,
er á ferðum eru við ísland.
Nefndin (Egill þm. Snæfellinga, Páll þm.
Húnvetn. og Davíð þm. Skagfirðinga) réði
alþingi að ráða konungi frá, að frumvarpið
verði gjört að lögum. Ástæðurnar fyrir þessari
tillögu eru mjög stuttar. Nefndin lætr sér
nægja að lýsa yfir þeim dómi sínum, að á-
kvarðanir frumvarpsins eigi hér ekki við, eptir
því sem hér til hagar. Það sé auðsætt af athuga-
semdum stjórnarinnar við frumvarpið, að í
embætti þetta verði vafalaust settr danskr
maðr ogað prófnefndin eigi að skipast dönsk-
um mönnum. «Kenslan og prófið verðr því
alveg danskt og því alveg óhafandi fyrir ís-
lendinga’i. «Nefndin treystir sér eigi heldr
til að gjöra breytingar við frumvarpið, því
henni geðjast jafnt að hverri einstakri grein
þess, eins og því í heild sinni, eins og það
nú liggr fyrir, og síst í samvinnu við þá stjórn,
er sýnir það æ berlegar, að hún skeytir lítið
tillögum alþingis».
Litlar ttmræður urðu um þelta frumvarp,
eins og um liin. Menn sáu, að meiri hluti
þingmanna hafði komið sér saman um úrslil
málsins, og að engin ráð voru til að verka á
skoðanir hans; vér skulum einungis taka það
fram, að konungsfulltrúi skýrði þinginu frá,að
það væri svo langt frá að stjórnin ætlaði dönsk-
um manni forstjóraembætli sjómannaskólans,
að hann jafnvel hefði ástæðu til að halda, að
kostr væri á duglegum og vel hæfum íslend-
ingi til embættis þessa, ef stjörnarfrumvarpið
nú yrði viðtekið. Dmræða um mál, sem búið
er að gera út um, fyrr en það kemr til um-
ræðu, verðr allént að fá dauflegan brag, en
ályktarumræðan í þessu máli varð samt all-
merkileg, þar sem konungsfulltrúitók tilefni af
þeim yfirlýsingum, er fram hafa komið á þessu
þingi um, að megn óánægja sé til í iandinu
með stjórnina, að fara nokkrum orðum um
stjórnarmál vort, og prentum vér hér það,
sem oss þykir mest kveða að í þessari ræðu,
1) f>6 óhngsandi sé, sýnast inir virtiulegu nofndar-
menn eigi at) hafa þekt nppástungur alþingis 1869 um
próflþ, eþr vill nefndin telja oss trú nm, at) alþingi
„refni at> koma dónsku sniþi á sem fiest" htr i landi?
og í ræðu, er hr. Jón frá Gautlöndum flutti til
að svara konungsfulltrúa. Konungsfulltrúi
talaði hér um bil á þessa leið: Eg skal
fastlega halda því fram, að ekki hefir lög-
gjafarvaldið í neinu brotið á móti inum gild-
andi lögum og ekki hefir stjórnin f neinu
gert þetta. Óánægjan er því sprottin af, að
in gildandi lög um stjórnarfyrirkomulagið
eigi geðjast mönnum, og á þetta sérlega við
með tilliti til sjálfs stjórnarfyrirkomulagsins.
Hver sá sem vill landinu vel, á að gjöra sér
Ijóst, hvaðan óánægja þjóðarinnar er sprottin,
og lagfæra það, sem hefir valdið henni. Ef
stjórn landsins hefir brotið á móti inum gild-
andi lögum, þá er það skylda þingsins gagn-
vartlandinu, eins og það samkvæmt alþingis-
tilskipuninni eru rétlindi þess, að koma fram
fastákveðnum umkvörtunum, en það dugar
eigi að lýsa yfir þessari óánægju hér og hvar
við frumvörp um hvalkjöt og annarstaðar.
Nú þykir sumum þingmönnum að eigi
verði ráðin bót á inum gildandi lögum um
stjórnarfyrirkomulag nema með þeim hætti,
sem þeim virðist inn besti; þeir vilja eigi
hafa aðra bót á málinu, en þá, er í öllu fellr
þeim í geð —• en er þetta skynsamlegt, þegar
ræðir nm mannaverk, sem ómögulega geta
verið öllum til geðs? Vér óskum allir breyt-
ingar á stjórnarfyrirkomulagi þessa lands.
Vér höfum á inum undanförnu þingum náð
samkomulagi um öll veruleg atriði stjórnar-
skrárinnar að undanteknu einu atriði —
stjórnarábyrgð þeirri, er á að vera tilhögun
framkvæmdarvaldsins samferða. Meiri hluti
þingsins hefir þrisvar sagt: Vér viljum enga
stjórnarskrá hafa, ef vér eigi getum fengið
ákvörðun hér um í því formi, sem oss þykir
best. Þrisvar hefir hans hátign konungrinn
tilkynt þinginu, að hann geti ómögulega
tekið þessar tillögur þingsins til greina.
Hér er því alvarlegr ágreiningr, og að
mínu áliti er eigi annað ráð, en að leita
samkomulags á þeim grundvelli, er virðist
konungi inn eini mögulegi. Enginn vafl
gelr verið á því, að konungi beri bæði sam-
þyktarvald og úrskurðarvald í þessu máli
Þingmenn verða að hafa það hugfast, að til-
kall vort til frjáslrar stjórnarskipunar er bygt