Víkverji

Tölublað

Víkverji - 11.09.1873, Blaðsíða 2

Víkverji - 11.09.1873, Blaðsíða 2
04 hve mikill munr er að vinna með góðum eðr slæmum verkfærum, og er það gott og sýnir framför, að fólk heftr séð gagn það, er nýbreytni þessi hefir í för með sér. Túngarðar ern óvíða, allra síst svo, að þeir nái um alt túnið. Slíkan garð hefi eg einungis seð á einum stað,Vatnshorni í Skorra- dal, og hafði bóndinn, er býr þar, Bjðrn Ey- ólfsson, hlaðið hann úr grjóti; hann hafði og gert talsvert af öðrum jarðarbótum. Tún voru víða ákaflega ofvagsin illgresi, eiukum sóleyum og baldrsbrá, sumstaðar svo mjög, að svo mátti sýnast, sem sáð hefði verið til óþrifagrasa þessa; þar þau hafa hraðari vögst en enar almennu graslegundir, og koma fyrr upp á vorin, ertt þau hærri en hitt gras- ið, og hefi eg því ráðið mönnum að slá höf- uðin eðr blómstrjn af þeim, áðr en þau fæð- ast og má með þessari aðferð ræta þau upp með tímanum. Menn höfðu tekið eptir, að illgresi þessi Ijölguðu, þá er kúamykja er borin á túnin, og er það auðskilið: þar sem kýrnar eru fóðraðar með heyinu af túnun- um, kemr illgrasafræið í áburðinn saman við moð og salla þann, er hafðr er undirkúnum, og sáist það fyrir því út um leið og taðið er borið á. l>ar sem túnin eru mjög þýfð og eigi hefir verið borið á þau lengi, verðr of dýrt Og kostnaðarsamt að skera ofan af þúfun- um og þekja yfir, þvi að bæði er verk þetta mjög seinlegt, og grasrótin orðin svo slæm, að gott gras kæmi eigi fljótt, þó að þakið væri yfir. J>að væri því sjálfsagt best, að jörðin væri plœgð, allir hnausar tætlir sem best i sundr með plógi og herfi, og síðan borinn sem mestr áburðr í flagið. Þar eptir ælti að bera í það moð og salla und- an hlöðuheyi, og kæmi grasið þá fljótt upp bæði af grasrót þeirri, er í er flaginu, og svo af grasfrævi því, er í sallanum er. Dæmi til þess, að þetta getr vel tekist, sá eg á Leirá. Bóndinn þar, þórðr forsleinsson, hafði látið plægja hjá sér svo sem eina dagsláttu í fyrra sumar, og var það vont og illa sprott- ið þýfi, er var fyrir neðan bæinn hjá hon- itm, og var það aptr plægt í vor, en sá galli var á, að liann hafði eigi borið nokkurn á- burð í Ðagið; þó var það furðanlega vel vagsið, þá er eg kom þangað í miðjum júlimánuði, og var þá búið að slá það, og kom af því meira af heyi, en áðr kom af þúfunum. Eg er viss um það, að ef stykki þetta fær nægan og góðan áburð í liaust, mun það spretta einkarvel næsta sumar, þórðr hafði og látið plægja annan reit, er á hinn samu hátt skat með farið ið næsta sumar. Shurðagröptr er mjög óvtða tíðkaðr, og kunna menn eigi rélta aðferð við hann. Þar er skurðir eru grafnir, eru þeirafar krókóttir, mikils til of grunnir, og mjög óskipulega grafnir. Menn höfðu alstaðar bæði á blaut- um mýrum og þurlendi haft veggina á sknrð- unum niðrbeina án nokkurs halla, og svo var moldin, er mokað hafði verið upp úr skurðunum, alt of nærri börmunum, svo að er stundir liðu fram, át vatnið sig inn undir, og veggirnir með allri moldinni steyptust niðr og ofan í skurðina. Sumslaðar höfðu menu jafnvel sett slíka skurði við lúngarða sína og vegabrýr, svo að garðar og brýr voru byrjaðar að hrapa ofan í skurðina; eg varð þvi að segja þeim að grafa nýa skurði nokkur fet frá inum gömlu, og fylla þessa með moldinni úr inum nýu skurðum. Skurðir verða hver- vetna að vera trogmyndaðir, einkum i laus- um og blautum mýrum, og skal allri mold lengra frá þeim mokað, en nú er gjört. Hús eru hér alstaðar áþekt gjör. Eg hefi séð Ijárhús hér allvíða nokkuð svo góð, að því er um er að gera hjá oss; af annari hálfu hafa fjós verið í lakara lagi, bæði helst til lág, dimm, þröng og óholl. Matjurtagarðar er allvíða, og er jafnan þar í sáð annaðtveggja jerðeplum eðr rapí- káli, eðr og hvorutveggja, þessar jarðvagst- artegundir hafa sumstaðar verið vel vagsnar, en þó víðara með lakara móti, og er það að minni ætlun meir að kenna vanhirðingu og óréttri aðferð, en veðráttunni, er margir um saka, Sumstaðar hetir oílítill áburðr verið í garða borinn; víða heíir ófmikið neðan- jarðarvatn verið í görðum, en alstaðar hefir staðið alt of þétt í þeim, og sumstaðar heör alt þetta að fylgst.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.