Víkverji

Tölublað

Víkverji - 11.09.1873, Blaðsíða 3

Víkverji - 11.09.1873, Blaðsíða 3
95 AÐ VESTAN. II. (sbr. bls. 63 hér að framan). Um 20, júlí eðr með byrjun hundadaga brá til hlýviðra eptir ina lang- vinnu kuldastorma, sem áðr höfðu gengið. Voru útnyrðingar og landsynningar á vigsl, sem hér eru taldar hagstæðustu áttir, í full- an hálfan mánuð. Hitinn var frá 10 til 14° R. Loptþunginn fyrst milli 29 — 30" og síðar milli 29—28'". Eptir það gjörði aust- norðanstorma með kulda og snjó til fjalla (14.—15. ágúst) og á Vestfjörðum snjóaði sumstaðar i sjó. ílitinn varð þá að eins frá 8 til 4° og loptþunginn lék á miili 28 og 27 '. |>ví næst hlýnaði aptr (8—9°) og létti í lopti (28") og gjörði logn eðr andvara fram til ins 20., en síðan hafa verið hægviðri að jafn- aði með nokkurri rigningu og er hvað mest regn af landsuðri í dag inn 27. ágúst. Töðufall er að sögn frá helroingi til sjöttungs minna en í fyrra og útengi víðast illa sprottin. Nýting góð fram að næst- liðinni viku. Hér og þar stingr bólguveikin sér niðr; er hún um þessar mundir mest i Hélgafells- prestakalli og munu þar á 2 mánuðum ekki færri dánir en 15. Þar á meðal Ólafr Jóns- son, sem fyrst nam jarðyrkjufræði og síðan lyfjafræði og var þjónn Möllers lyfsala, náms- maðr mikill og mannval, og Magðalena kona þorleifs yngra í Bjarnarhöfn, vönduð og vel- metin; hún dó af barnsæng og höfðu þau hjón að eins rúmt ár saman verið. j>ar sem bólguveikin gengr, reynist svo sem kon- um þeim, er börn ala, og eins inum ný- fæddu börnum, sé mjög lífhætta húin. Að lýsa veiki þessari er ekki fyrir aðra en lækna þá, sem fengist hafa við hana og séð henn- ar mörgu tilbreytingar bæði í því tilliti, hvernig menn sýkjast og hvernig sýkin hag- ar sér á einn veg í þessum, á annan í hin- um. Endalykt veikinnar er almennast sú að einhversstaðar grefr í bólgunni og batnar þá sumum von bráðara, sumir liggja lengi. |>eim er síst lífsvon talin, sem fá bólguna í fætrna. Heyrt hefi eg þess getið, að menn séu farnir að giska á, að bólguveiki þessi sé náskyld bóluveikinni; þykir sem þeim svipi saman í sumu, og annað það, að bólgu- veikin byrjaði í Reykjavík sama sumarið, sem inir bólusjúku láu í Laugarnesi um vorið. j>að væri má ské rannsóknar vert, hvort margir þeirra, sem fá bólguveikina megna, hafa nýiega verið bólusettir, svo að bólan hati komið vel út á þeim. Sveinn Sveinsson jarðyrkjumaðr hefir verið hér á ferðinni og margir sókst eptir að fá hann til viðtals og þegið ráð hans um eitt og annað. Kunna menn víst landshöfð- ingjanum góða þökk fyrir sendinguna á Sveini, sem bæði mun vera vel að sér í ment sinni og hefir þann aðalkost að vera hægr og drjúgr, sýna fram á það, sem við- bóta þarf við án þess að níða niðr inn eldra sið eðr heimska menn mjög fyrir hann. Hann er viðfeldinn í viðmóti, honum er létt um roál og auðsótt að finna orð handa hugsunum sínum. Fjárliláðinn og Dr. Hjaltalín. Herra land- læknirinn hefir skrifað oss svo látandi bréf: Með því að grein sú (sic), er þér hafið meðferðis i blaði yðar, tölublaði 22. og 23., er þannig háttað, að hún gengr alveg í sömu stefnu í skoðunum sínum og niðrskurðar- flokkrinn hingað til hefir gengið, og við hefir in sömu orðatiltœki, sem þessi flokkr hefir haft, orðatiltæki, sem eru gagnstæð allra dýra- lcelcna skoðun á pessu máli; samt með því þér enn fremr hafið neitað að taka grein frá mér um þettað efni, þá segi eg mig hér með úr töiu áskrifenda yðar, og bið yðr ið bráð- asta að senda mér kvitteringu fyrir, hvað eg á að borga, fyrir þau tölublöð, er eg hefi fengið, og in ókomnu, er mér kynni bera að borga sem áskrifanda. Línum þessum vona eg þér gjörið svo vel og ljáið rúm í næsta blaði yðar. Reykjavík, 8. sept. 1873. J. Hjaltalín. Vér ætlum það með öllu ónauðsynlegt að sýna fram á, að iun heiðraði landlæknir hefir alveg misskilið grein þá í blaði voru, er hann ritar um. Grein sú, er hann bauð oss, var öll bygð á misskilningi þessum, og var það aðalástæðan fyrir neitun vorri að taka grein- ina í blað vort, en vér þóttumst því heldr

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.