Víkverji

Tölublað

Víkverji - 18.09.1873, Blaðsíða 1

Víkverji - 18.09.1873, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa «Vtk-' verja« er í hiísi Gísla i skólahennara Magn- l ússonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, | 2 mrk um ársfjórð. wimLwmmsw, f« Vikverji» kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4 fi fyrir smáletrs- línu eðr viðUktrúm. Istadag innar 22ar viku sumars, fimtud. 18. dag septembermán. Vilja guðs, oss og vorri þjóð vinnum, á meðan hrœrist blóð. 1. ár, 2. ársfjórðungr, 25. tölublað. Um ÞlLSKlPASMÍÐAlí á Suðrnesjum getr Þjóðólfr í inu síðasta blaði sínu, um leið og hann segir lesöndum langa og snjalla sögu af þilskipsstrandi, ereigihefir orðið, en sumt af því, er Þjóðólfr segir af smíðum þeim, er vér nefndum, er ranghermt; vér er- um að vísu samdóma Þjóðólfi í því, að þil- skipasmíðar þær, er hafa gjörst hér á landi þau in síðustu árin, eru einn inn mesti fram- faravísir, er fram hefirkomið; envér viljum þó segja nokkru nákvæmar hér frá, og vonum vér, að margir muni verða til að fylgja því fagra dæmi til atorku og dugnaðar, er einstaka menn hafa sýnt. tað var Sveinbjörn bóndi á Sandgerði Þórðarson, er hér á suðrlandi fyrst rann á vaðið í þessari grein. Hann er nú halfsegs- tugr, fæddr á Járngerðarstöðum í Grindavík; þar var faðir hans bóndi. þórðr, faðir Svein- bjarnar, bjó nokkuð svo vel, en við lítil efni, og lét engan auð eptir sig; varð Sveinbjörn því að treysta hugviti sínu að eins og hönd- um, þá er hann hóf búskap; en hann var atorkumaðr mikill, og iðni hans blessaðist svo, að hann fékk eptir nokkur ár eignast Sandgerði á Suðrnesjum, og flutti sig þang- að úr Grindavík. í Víkinni hafði hann sýnt, að hann var góðr smiðr og gjört meðal ann- ars fallegt timbrhús á Húsatoptum, og lagði hann nú kapp á að húsa upp bæinn á eignar- jörð sinni. Þá er hann hafði reist fallegt timbrhús á henni, tók hann til skipasmíða, og fyrir 5 árum smíðaði hann ið fyrsta þil- skip sitt. Hann hafði gagn af því eitt ár, en varð þá fyrir því stórslysi, að skipið sætti misförum á vöruflutningarferð suðr í Hafnir, og varð landreka á Merkinesi. Menn er á voru, komust af, en skipið sjalft molaðist f spón. Það var mikið tjón fyrir bónda, er átti eigi annað en það, er bann hafði sjalfr aflað sér, en Sveinbjörn lét eigi hugbugast, og tók af stundu að efna til nýrrar skip- smíðar; eptir ár hafði hann komið upp nýu skipi. ^essu skipi hefir hann í þau 3 til 4 ár, ersíðan eru liðin,haldið út ýmist til fiski- veiða eðr til vöruflutninga; hefir hann haft góðan hag þar af. í fyrra föluðu þeir Magn- ús í Bráðræði og nokkrir aðrir búandmenn á Seltjarnarnesi skipið af Sveinbirni; hann vildi eigi láta, en bauð þeim að smíða heldr nýtt skip fyrir ið sama verð, sem þeir höfðu boðið honum fyrir það skip, er hann átti, I200rd. Magnús og félagar hans þáguboð- ið, og féngu þeir skipið nú f sumar, en svo voru öll smíðarefni verðhækkuð, að skipið varð að kosta 1300 rd., og taldi Sveinbjörn sig þó eigi alsendis skaðlausan. Annar bóndi áSuðrnesjum, er hefir látið smíða þilskip, er Árni hreppstjóri Þorvalds- son á Meiðastöðum, einn inn mesti atorku- maðr og dugbóndi f Garði suðr; hefir hann in sfðustu árin aflað langmest allra Garðs- manna; heíir hann að sögn manna lagt stundum í kaupstað í Iíeflavík alt að hundr- aði skippunda af saltfiski auk gotu, lýsis og annara sjófanga að tiltölu hér við. Árni þessi lét næstliðið vor smíða heima hjá sér 10 til 11 lesta þilskip, og stóðu með honum fyrir smiðinni trésmiðirnir Páll Stefánsson og Jón Ásmundsson úr Reykjavfk. Enn 28. f. mán. lá skip þetta um akkeri f norðanrokinu, er þá var; það var fyrir utan Hrafnkelsstaði. Akkerisstokkrinn brotnaði, svo að akkerið valt um, og mátti eigi lengr halda skipinu; rak það þá að landi með akkerinu. Skipverjar tóku það til bragðs, að þeir hjuggu bæði siglutréin; litlu sfðar festust akkerisfleinarnir í grjóti, skipið staðnæmdist, og fékk nú leg- ið storminn af sér. Skipið rak þvf eigi nema nokkur hundruð faðma að mesta leyti, og 97

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.