Víkverji

Tölublað

Víkverji - 18.09.1873, Blaðsíða 3

Víkverji - 18.09.1873, Blaðsíða 3
99 und uber die Ordnung der Bezirksverfassung des islandischen Freistates, Múnchen 1869, 80.—81. bls. Til þess að styðja mál sitt, hefir Maurer þar tekið fram orðin: «Ef goði nefnir þann mann í dóm, er frá var skiliðr, eða nefnir í annan dóm, enhannhafihlotit, ok er hann útlagr um þat hvárttveggja þrem mðrkum ok ór goðorði» (Grág. Konungsb., 20. k.). Þessi orð skilr hann svo, að þeir, er fóru með in fornu tólf goðorð í Norð- lendingafjórðungi, hafi að eins nefnt þrjá menn í dóm hver, og hafi síðan verið hlutað um, í hverjum fjórðungsdómi hver þeirra þriggja skyldi sitja. Hér við má bæta öðr- um stað í sama kapítula, sem hvorki Mel- steð né Maurer hafa til tínt: «Goði skal ganga í hamraskarð ok setja niðr þar dómanda sinn, ef hann viil dóm nefna, og nefna sér vátta tvá eða fleiri, . . . olc kveða á, í hvern dóm hann nefnir». þessi síðustu orð skil eg svo, að goðinn skuli til taka, í hvern af fjórðungs- dómunum hann nefnir manninn, og eg hugsa mér þetta svo, að hver sá, er fór með eitt- hvert af inum fornu goðorðum í Austfirð- ingafjórðungi, Sunnlendinga eða Vestfirðinga, hafi nefnt fjóra menn í dóm, og síðan hafi verið hlutað um, í hverjum dómi hver skyldi sitja, og goðinn hafi síðan nefnt hvern í þann dóm, er hann hafði hlolið. En með þvi að tólf forn goðorð voru í Norðlendingafjórðungi, þá hafa annaðhvort níu þeirra, er með goð- orðin fóru, nefnt fjóra menn í dóm hver, eða þeir hafa allir nefnt menn í dóm, en eigi fleiri en þrjá hver, og síðan hefir verið hlutað um, í hverjum dómi hver skyldi silja. Ef að eins níu menn voru nefndir í hvern fjórðungsdóm og hver goði nefndi einn mann i dóm þess fjórðungs, er hann var sjálfr úr, þá verðr eigi séð, að nokkurs hlutfails hafi þurft, nema ef menn hugsaði sér, að hlutað hefði verið um hverir níu goðar af tólf í Norðlendingafjórðungi skyldu nefna menn f Norðlendingadóm, en um slíkt hlutfall er eigi að ræða á áðrnefndnm stað í Grágás, heldr, í hverjum fjórðungsdómi hver dómari hafi átl að sitja eptir hlutfafii. Eigi þurfti goðinn heldr að kveða á, í hvern fjórðungsdóm hann nefndi dómandann, ef það var sjálfsagt, að hann nefndi hann ávalt f dóm síns fjórðungs. (Framhald síðar). VISITASÍUFERÐIR BISKUPSINS. (Framh. frá 91. bls.). 12. s. m. fór visitasían fram á Stafholti; sira Stefán prédikaði og herra bisk- upinn yfirheyrði þar, eins og annarstaðar, börnin, er voru komin til kirkjunnar með foreldrum sínum. Kirkjan er þar, eins og ílestar aðrar kirkjur í Mýrasýslu, heldr gömul og hrörleg, en hún hefir safnað 1300 rd. sjóð, og er því i ráði að byggja hana upp af nýu. Daginn eptir reið herra biskupinn um þveran Borgarhrepp og stóru Skarðsheiði og náði um kvöldið eptir 12 tíma reið til Hítardals. Kirkjusókn þessi er með þeim minstu f landinu ; því voru einungis fá börn komin í kirkjuna, þegar visitasían fór fram 14. s. m., en margir bændr voru komnirfrá nálægum sveitum og var kirkjan full, þegar messan fór fram og sira Jónas, er talinn er einn inn fyrsti ræðumaðr í sýslunni, pré- dikaði. 15. s. m. visiteraði herra bisupinn á Staðarhrauni og voru þar komnir bændr og börn frá Álptártungu, sem er útkirkja frá Staðarhrauni. Sira Jakob prédikaði og voru allir þeir, er gátu verið f kirkjunni, komnir. Daginn eptir var visiterað á Ökrum; þar var eins og á hinum kirkjunum kominn sókn- arprestrinn, sira Jón á Hítarnesi, og inir helstu bændr; eins voru komin mörg börn, er herra biskupinn yfirheyrði. Daginn eptir var riðið að Borg og fór visitasían fram þar 18. s. m. í viðrvist sóknarprestsins sira J>orkels og inna bestu bænda úr Borgar- og Álptanes- sóknum. Þar eptir hóf herra biskupinn heimferð sína til þess að geta verið við staddr við prestaskólaprófið og kom hingað aptr 20. ágústm. að kvöidi dags, og hafði hann þann- ig á 15 dögum, frá 6.—20. f. m., visiterað 10 kirkjur og söfnuði án þess að taka sér neinn hvíldardag og hafði hann komið á alla kirkjustaði í prófastsdæminu, nema Hjörtsey, Álptártungu og Álptanes, en in fyrstnefnda kirkja er mjög lítil og sækja mjög fáir bæir að henni. Á Álptártungu var verið að byggja nýa kirkju, ogáÁlptanesi er nýbúið að endr-

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.