Víkverji

Tölublað

Víkverji - 09.10.1873, Blaðsíða 1

Víkverji - 09.10.1873, Blaðsíða 1
AfgreiÖslustofa • Vík- > verja« er í húsi Teits , dýralœkn. Finnboga- ' sonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, 2 mrk um ársfjórð. Í7 « Vikverji* kemr út á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auglýsingar 4/3 fyrir smáletrs- linu eðr viðlíkt rúm. >W MMAkWMÍlMMtPl 1 1W. [.< Istadag innar 251'1 viku sumars, fimtud. 9. dag októbermán. Vilja guðs, oss og vorri pjóð vinnum, á meðan hrœrist blóð. 1. ár, 2. ársfjórðungr, 28. tölublað. Síðan blað vort tók að koma út, hafa ýmsar getgátur verið um, hverjir hefðu stofn- að blaðið, hverjir œttu það nú, og hverjir þeir »nokkrir menn í Reykjavík», er gefa blaðið út, mundu vera. Einkum hefir Þjóð- ólfr, er lengi hefir þótst geta betr en aðrir menn sagt af öllu því, er gerist, fært ýmsar sögur hér um. Ætlan vor hefir aldrei verið að fara huldu höfði, og viljum vér fyrir því til þess að eyða öllum getgátum segja mönnum stuttlega frá upphafi blaðsins. Lengi hafði það verið ætlun manna, að þörf þeirri, er vér íslendingar höfum sem aðrar þjóðir á góðum biöðum og frjálslynd- um, væri eigi fullnægt af hendi J>jóðólfs, er hefir nú bráðum í heilan starfsaldr manns verið höfuðblað vort, ið pappírsmesta, tíð- förulasta og víðgengasla blað. Mönnum þótti blað þetta of hverfult í skoðunum sínum einkum um þau mál, er nokkru varða. í stjórnarmálinu hafði Þjóðólfr komið stundum svo fram, sem væri hann sjónvana sporðfastr fylgifiskr sljórnarinnar; en stundum hafði hann hinsvegar þótt fara lengra en þeir inir «rauðustu af inum rauðu» fara. Ið sama höfðu skoðanir hans í fjárkláðamálinu verið mjög á reiki; var hann stundum ógnarfullr niðrskurðarforkólfr og stundum inn Ijúflát- asti sauðagræðari. Svo var og um önnur mál, er hann ræddi um, og sumir menn voru jafnvel farnir að færast á þá ætlun, að Þjóð- ólfr, þrált fyrir það, að hann vildi láta jafna sér við Njál (sjá árið 187 ’/ta bls- 186) hefði eigi eirð eðr næga skynjan til þess að skapa i hug sér neina sjálfmáttka skoðun, og að hann segði það jafnan, er þorra manna mundi helst getast að í svipinn. Þar með þótti Þjóðólfr of fjölorðr um inörg þau mál, er litlu eðr engu skiptu almenning, en af ann- ari hálfu þótti svo, sem vantaði skýrslur hjá honum um ýmislegt, er eigi þótti vel mega frásagnar án vera. Þó að nú svo mætti vera, að þessi á- mæli væru tilhæfalítil, varð öllum að korna saman um, að til þess að ræða mál þau, er koma fyrir, þyrfti að minsta kosti 2gja blaða í höfuðstað landsins. Ýms blöð voru fyrir því stofnuð, en engu þeirra tókst að ná in- um sömu þrifum, sem Þjóðólfr hafði. Þá tóku nokkrir menn í Reykjavík sig saman f febrúarmánuði 1871 og vildu stofna blað, er skyldi vera bæði dýrara og stærra en Þjóð- ólfr. Þessir menn létu boðsbréf berast út um land, en undirtektir flestra landsmanna voru eigi svo, að bjóðendr þættust geta ráð- ist í útgjörð ins fyrirhugaða blaðs. Nú í sumar kom aptr til tals meðal nokk- urra manna hér í Víkinni, að nauðsyn væri að halda út blaði, er mætli að minsta kosti standa við hliðina á Þjóðólfl. Boðsbréf var samið inn 20. d. maímán. þ. á. og 22. s. m. áttu útgefendr fund með sér, og vér 5 þeirra, er ritum nöfn vor hér undir, Páll, Gísli, Helgi og Jónar tveir, gengum í nefnd til þess að veita blaðinu forstöðu, og hefi eg Teitr, er með er undirskrifaðr, nú bætst þar við. Vér höfum sjálfsagt allir siðferðislega ábyrgð á, að blaðið komi fram á sómasam- legan hátt, alla þá stund, er vér erum í for- stöðunefndinni; en ina lagalegu ábyrgð á efni blaðsins heflr ábyrgðarmaðrinn einn, og verðr ekkert prentað í blaðinu án leyfls hans. Fjárhaldsmaðr blaðsins er fyrst um sinn Jón J., og hefir hann einn alla fjárábyrgð á blaðinu. Teitr er frá því í dag höfuðútsölu- maðr blaðsins. Forstótbunefud „Vikíorja“ inn l. d októberm 1873. Fáll Mehteð. G. Magnússon T. Finnbogason. H. E. Helgesen. Jón Árnason. Jón Jónsson. 109

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.