Víkverji

Tölublað

Víkverji - 09.10.1873, Blaðsíða 4

Víkverji - 09.10.1873, Blaðsíða 4
112 Vér höfum þannig síðan 12. d. júlím. þ. á., þá er ið fyrsta tölublað vikurits vors kom út, látið prenta 27 fréttablöð og 7 dómablöð, als 17 arkir, og hafa áskrifendr fengið þessi blöð fyrir liðuga 32 sk. eðr 2 sk. hverja örk. Vér getum því sagt með sanni, að blað vorl sé ið stærsta og ið ódýrasta blað, er nokkru sinni heör út verið geflð hér á landi. Ef kaupendr blaðs vors fjölga svo, að vér sjáum oss nokkurt færi á, ætlum vér að gefa út í fylgiblöðum við fréttablaðið, eins og dómasafnið: ÍSLENDiNGABÓK með nokkrum málfræðislegum og sögulegum skýringargreinum eptir Gísla skólakennara Magnússon og Jón ritara Jónsson; Gísli býr bókina undir prentun eptir inum bestu út- gáfum (og handritum), einkum útgáfu Jóns Sig- urðssonar (og útgáfu Möbíusar). Svo höfum vér og i hyggju að láta fylgja blaði voru: ÁGRIP AF ÍSLENDINGASÖGLM, lagað að mestu eptir sögu innar norrænu þjóðar, er P. A. Munch, helir samið á dönsku, en þannig, að orð fornsagnanna sjálfra verða hvervetna við höfð, þar er því verðr við komið. Loks skal þess getið, að vér höfum farið þess á leit, að vér fáum látið fylgja blaði voru tíðindi þau um stjórnarmálefni, er Kaupmannahafnardeild bókmentafélagsins hér til hefir út geflð, og það þannig, að tíðindin kæmu út jafnóðum og stjórnarathöfn sú ger- ist, er tíðindin geta um. Vér viljum í stuttu máli að segja, gjöra alt það er í v'oru valdi stendr, lil þess að gera «Víkverja» að þjóðblaði, en vonúm þá, að góðir menn úti um alt land vilji vera fúsir á að veita oss þan styrk, er nauðsynlegr er til þessa, með þvi að kaupa blaðið, greiða fyrir útsendingu þess, gjalda verð blaðsins skilvíslega, rita oss áreiðanlegar fréttir af því, er við ber í fjariægum sveitum, og senda oss aðrar ritgjörðir um þau mál, er varða al- mennning. Vér sendum þetta blað ýmsum merkis- mönnum, er hafa eigi enn gjörst katipendr að blaðsins, að því er oss er kunnugt, og mæl- umst vér til, að sem flestir kaupi blaðið, og reyni að fá aðra áskrifendr að því. J>að er aðalskilmálinn fyrir framkvæmdum í bókment- um vorum, eins og í hverju öðru, er varðar þjóðina alla, að sem flestir sarreini krapta sína, og munum vér eigi bregðast þeim mönnum, er sýna oss traust sitt með því að kaupa blað vort. Að því, er kemr tíl útsendingar blaðsins, munum vér einkum sæta póstferðum. Vilji menn hafa blaðið með öðrum ferðum, eru þeir beðnir að láta oss vita það, og skulum vér þá koslgæfa að koma blaðinu með skil- vísum mönuum. Bréf til vor verðr annaðhvort að senda ábyrgðarmanni blaðsins eðr til afgreiðsluslofu «Víkverja» í Reykjavík. Veðráttufar í Reykjavík í 24. v. s. 2. Landnyrbingr, þegar á daginn ieib austan og landsnnnangola, rigning um kveldib. 3. Hvass útsyun- ingr meb skúrahribjum 4. Landsynningsrigning. 5. tlvass á útnortan meb krapaskúrum. 6. Hæg norban- gola. 7. Hvassvitri af nor4ri. 8. Landnyrtingsgola. Loptþyngd mest 1. október kl. 9 f. m. 28" 5,0"’, minst 4. oktnber kl. 4 e. m. 27" 1,6'". Hiti mestr 3. október kl 12 7° OC, ininstr l.októ- ber kl. 10 e. m. Ö°,6C. Mebalhiti 3°,46C. Loptraki mestr 4. október kl. 12 100°/o, minstr 5. október kl. 10 e m. 68°/o. Merkisdagar í tuttugustu og fjórðu v. sumars. 3. 1808 fæddist Petr bisknp vor Petrsson. 6. 1808 fæddist Frifcrik, inn 7. konungr Dana og ís- lendinga meh þvi nafni, Kristjánssou. 1826 fæddist skáldib Beuedikt Gróudal Svein- bjaruarson. 8. 1829 andabist kennari í fornfræbi vib Kaopmanna- bafnarháskóia Byrgir porlasíus Skúlason pórbarson- ar í Teigi, Brynjúlssonar sýslumanns á Hlíbarenda pórbaisonar biskups porlákssonar. 1752 fæddist Grímr, er síbar varb fornfræbingr í Kaupinannahófu og kallabi sig þorkelíu, Jónsson, Teitssonar sýslumauns, Arasonar í Haga, þorkels- sonar. Athugavert í tuttugustu og flmtu viku sumars. 11. er áætlabr komndagr póstskipsins í 6. feríi þesa, og á þab ab fara heban aptr til Færeya, Hjaltlands og Kaupmannahafnar laugardaginn inn 18. þ. m. kl. 8 f. m. Inri-og útborgnn sparisjóosins hvern virkan laugar- dad frá 4. — 5. st. e. m. Stiptsbókasafnib opib hvern langur- og mibvikudag kl, 12-1 Étgefendr: nokkrir menn i Reykjavík. Ábyrgðarmaðr: Páll Mehteð. Prentabr í prentsmibju Islands. Einar þórbarsou.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.