Víkverji

Útgáva

Víkverji - 25.10.1873, Síða 1

Víkverji - 25.10.1873, Síða 1
Afgreibnlustofa • Vih- verja• er i htísi Teits dýralœkn. Finnboga- sonar. Verb blaðs- ins er 8 mrk um árið, 2 mrk um ársfjnrð. vVMBLVERtMi Vfkverji* hemr iit á hverjum virkum fimtudegi. Borgun fyrir auylýsingar 4fi fyrir smálefrs- linu eðr viðlíkt rúm. Ijudag innar |i» vikn velrar, j Vilja yuðs, oss og vorri þjoð 1. ár, 2. ársljórðnngr, langard. 25. dag októbermán. nmrn/m, á meðan hrœrist blóð. 31. tölublað. F.4LL SANEKER115S. Eptlr Byron. Sonur Assúrs kom austan sem brennandi bál, og þar blikuðu gullhjálmar, purpnri og stál, óg á glymbrodda stirndi sem slraumöldu-flet, þegar stjörnurnar leiptra við Genezarcth. Eins og lauíin á vorin um gróandi grund, var hinn gunn-sterki herinn um sólarlags- stund. Eins og laufln á haustin um hélaðan völl, láu heiðingjar dauðir, er sól skein á fjöll, því að fárengill guðs kom þá neyðdimmu nótt, og blés náþyt í andlit á sofandi drótl ; á hvert auga féll hræleiptur, helkalt og stirt, og hvert hjarta tók viðbragð, og stóð síðan kyrt. Og með háttspertar nasir lá hel-stirður jór um hinn hrægrimma vanga rann náfroðu-sjór; eins og hruninnar brimöldu hrámjöll ( vör, nú var hreystin í brott og hið storm-óða fjör. I>ar lá riddarinn örendur, rammur og blár, meður rykslegna gunnhlíf og helsveittar brár; þar lá mannlaust hvert merki og herbúð hver hljóð, og þar heyrðist ei gnýr eða básúnuljóð. Og hátt grætur ekkjan í Assúrskum lund; sjáið ölturu Baais þau liggja við grund; sjáið ofmetnað heiðingjans hniginn úr stól fyrir hátign vors guðs, eins og mjöll fyrir sól. M. J. AÐ VESTAN 111. (Framh. frá bls. 119). Um Breiðafjarðardali mun það teljast í betra lagi gagn af ám, þar sem þær eru margar, ef hver ser að tiltölu gjörir 60 merkr mjólkr, er fæst úr 7 merkr smjörs og lö pottar sekkbærs skyrs. En það er erfltt að segja, þelta með nokkrum vissu, því blessaðar bú- konurnar okkar eru allt of ónákvæmar í bún- aðarreikningunum, og kalla okkr piltana, ef til vill, búrsnata, séum við að bnýsast eptir þessu; en það er rangt. Eg get sagt með nokkurri vissu af einu búi í sumar, sem voru á 90 ær, þar af fullr þriðjungr tvævetlur og mylkjur, og engin ær eldri en á 7. ári; eg tek þetta fraro, því þessi aldr og ástand veldr að mjólkin er lítil að tiltölu. Inn 10. júlí var mjólkin 46 poltar á dag, er gáfu 7 pd smjörs og hér um 30 potta sekkbærs skyrs. Inn 1. ág. voru 32 pottarádag, er gáfu 4 pd smjörs og hér um 20 potla skyrs. lnn 5. 6ept. voru 16 pottar á dag, er gáfu rúmt 1 pd smjörs, og hér um 8 potta skyrs. Til jafnaðar var undan hverri á hér um 50 merkr mjólkr, sem gáfu tæpar 6 merkrsmjörs og áað gizka 12—15 potta skyrs, og áþekt þessum arði mun vera víðar. Eg þykist viss um, að bestu ærnar á þessu búi hafi gjört sjálfsagl þriðjungi meiri arð en meðaltalan varð. Jarðepla- og kálrófnavöxlr mun varla hafa náð meðallagi. Frostin spiltu honum. Bólguveikin sýnist í mestu rénun í Helga- fellssveit, og ekki dreiflst hún enn þá með nokkrum krapti til Dalanna eða hiogað á Strandirnar. Ekki vilja dæmin sanna, að hún sé náskyld bólusóltinni, en heldr iná leiða rök að því, að hún taki fremr fyrir suma ætt- leggi en suma. í Stykkishólmi hjó maðr sig í lærið með öxi mikið sár, og lá við sjálft, að blóðrásiu yrði ekki stemd. Nú er sárið á besta batavegi. í gærmorgun dó að Bíld- hóli á kynnisferð prestsekkjan Salbjörg Jóns- dóttir frá Hörðubóli af «slagi». Hún var á- gæt kona. 121

x

Víkverji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.