Víkverji - 25.10.1873, Blaðsíða 2
122
— Um fólkstöluna í fornöld hér á landi fer
hæstaréttardómari Yilhjálmr Finsen meðal
annars svo feldum orðum í ritgjörð þeirri
um íslensk lög á þjóðveldistímanum, er vér
fyr höfum um getið: Svo er sagt í íslend-
ingasögum, að Gisur biskup í Skálholti hafi
látið telja alla búendr ílandinu, áðr en bisk-
upsstóll var settrað llólum hérumbil ár 1105,
og voru þeir þá als 4560, en því verðr við
bætt, að þeir hafi verið ótaldir, er eigi áttu
þingfararkaupi að gegna, en þingfararkaupið
er síðar orðið að tolli þeim, er skattr er
nefndr, eins og kunnugt er. Skýrsla er nú
til um, að ár 1753 voru allir bændr á íslandi
taldir 6,700, skaltbændr 2,100 og alt fólkið
50,000. Menn hafa þá með því að ætla, eins
og taldist 1753, tal allra bænda þrefalt við
tal skattbænda, og með því að giska á, að
hver bóndi hafi átt 7 manns í heimili, fundið
út, að fólkstalan á íslandi, þá er Gisur var
biskup hafi verið 100,000 (sjá Ný félagsrit
X 27—28, Skýrslur um landshagi á Islandi
I. 319 og flg.). Vér getum eigi fallist á
reikning þenna.
Nú á hver bóndi, er hefir nægilegt lausa-
fé fram yfir manntal, að gjalda skatt án til-
lits til þess, hvort hannerefnaðr eðr fátækr,
Og skattrinn nemr 20 álnum (hver alin er
eptir verðlagsskrám 1872—73 hér um bil
24 sk.). Tollr þessi gelr þannig verið mjög
ósannsýnn og þungbær, og það er eigi ólík-
legt, að bændr geri alt, hvað í þeirra valdi
stendr til að komast hjá því að greiða þenna
toll.
fingfararkaup það, sem álli að greiða á
þjóðveldistimanum, var þar í mót eigi nærri
eins þungbært. frað hefir varla verið meira
en lOálnir, og það kemr sér í lagi til greina,
að það var engin skyldukvöð,- en hverjum
bónda var frjálst að komast hjá að gjalda
það, ef bann vildi riða til alþingis, og þar
var í þá daga fjörugt og skemtilegt að koma.
Færi bóndinn til alþingis, varð liann laus við
að greiða tollinn, og fékk þar að auki sjálfr
þingfararkaup. Hér við bætist, að menn þá
keptust við að verða taldir skattbændr, þar
sem þeir, er áttu þingfararkaupi að gegna,
höfðu ýms réltindi, er liinir eigi höfðu, og
voru þeir, er eigi töldust með skattbændum,
því álitnir minni háttar menn. Ástæða er
þannig til að ætla, að langflestir bændr á
þjóðveldistimanum hafi goldið þingfararkaup;
hér við koma heim orðin í Kristnisögu 13.
kap.: «Hann (Gisur biskup) hafði áðr látið
telja bændr ALLA á Islandi, — — — og
voru þeir einir taidir, er þingfarkaupi áttu að
gegna» ; og virðist það liggja í þessum orð-
um, að þeir, er eigi hafa átt þingfararkaupi
að gegna, eigi hafi verið margir.
Það er af þessum rökum ætlun vor, að
hlutfallið milli skattbænda og annara bænda
hafi ár 1100 verið gagnstætt því, er það var
ár 1753, og að þeir, er áttu þingfararkaupi
að gegna ár 1100, hafi verið fleiri en hinir
bændrnir. Því er það, ef til vill, heldr of
mikið að ætla, að tala þeirra, er eigi greiddu
þingfararkaup, hafir verið til dæmis 2000, þá
er tala skattbændanna er sögð 4560, og
hefir hér eptir tala allra bænda verið hérum
bil hin sama, og hún var 1753. Vilji maðr
nú af tilliti til þess, að á höfðingjabæum í
fornöld voru fieiri menn í heimili en nú á
sfðari tímum, reikna 10 manns í heimili hvers
bónda verðr tala fólksins á íslandi í fornöld
60—70,000 manns.
KONUNGR vor hefir í fyrra mánuði ferð-
ast með drotlningunni, prinsi Valdimari og
prinsessu l*yri til Rumpenheimshallar áÞýska-
landi, þar er ættfólk drottningarinnar býr.
Konungr hóf ferð sína 2. septbr. frá Friðar-
borg, aðsetrsstað hans. Hann sigldi á gufuskipi
sínu «Slésvík» tilLybeks, hélt þaðan áfram ferð-
inni landveg, og kom á leiðinni við í Bonn, og
hefir hann árið 1839 lesið við háskólann, er þar
er. Hann komaptr2i.f. m. í fjærvist hans
var ríkisstjórnin falin Friðriki konungsefni á
liendr. Um ferð og heimkomu sínahefir kon-
ungr gefið út 2 auglýsingar á vora tnngu, og
komu þær nú til landsins.
LÆKNASKIPUNIN. Dómsmálastjórnin
hefir 1. septbr. þ. á., eptir tillögum lands-
höfðingjans fallist á
að landlæknir, jústilsráð Jón Hjaltalín verði
fyrst um sinn laus við héraðslæknisstörf í
læknisumdæmi því, sem sameinað er með
landlæknisembættinu.