Víkverji - 04.11.1873, Síða 1
Afgreiðsluatofa «Vilt-
verja« er í húsi Te.its
(h'jralœkn. Finnboga-
sonar. Verð blaðs-
ins er 8 mrk um árið,
2 mrk um ársfjórð.
wim^wmmsio
1».
« Víkverji« kemr út á
hverjum virkum
laugardegi. Borgun
fyrir auglýsingar
4/3 fyrir smáletrs-
línu eðr viðlíkt rúm.
4fl» dag 2arar viku vetrar, j Viija guðs, oss og vorri pjóð 1. ár, 2. ársfjórðungr,
þriðjud. 4. dag nóvenibermán. jvinnum, á meðan hrœrist blóð. 33. lölublað.
Lundum í Borgarfirði 28. oklbr. 1873.
Af því að nú liggr ferð suðr, datt mér í
hug að rispa þér fáeinar línur, þótt mér sé
nú hrollkalt, því viðsjáll er svipr vetrarins,
þegar hann gengr í garð. Hér upp til sveita
eru komin harðindi og óviðfeldin veðrátt líkt
og á I’orra og enda lakari, því það er ó-
vanalegt, að fáir sem engvir hafa getað hýst
eðr hlynt að húsum eðr gert nokkuð haust-
verk svo gagn sé í vegna kulda og snjó-
komu, sem haldist hefir síðan um réttir, en
hvað er þó veðrátta hér hjá þvi, sem er á
Norðrlandi. Sira Páll á Hesli fór norðr að
Melstað með Kristínu dóttur sira Ólafs, hreppti
byl á heiðinni, svo hann mátti lil að vera
þar sem hann var kominn til næsta morg-
nns, gróf Kristínu í fönn, en var sjálfr á
rjátli, og náði næsla dag norðr yfir heiðina
með alt jafngótt. Það vildi svo vel til að
frostlítið var og birli upp um morguninn.
Hann kom til mín í gær að norðan og var
inn frískasti. Bar hann mér þung tíðindi,
að þá þegar hann lagði á stað frá Melstað
hafi brunnið bœrinn að Sveðjustöðum í Mið-
firði um nóltina, þar sem madame Elisabel
ekkja sira Böðvars sáloga Þorvaldssonar bjó
með Böðvari syni sínum, og bar eldinn svo
brátt að, að fólkið varð að bjarga sér útum
glugga hálfnakið og litlti varð bjargað af þvi,
sem í húsnnum var, nema einhverju af rúm-
fatnaði. Það var margt, sem hjálpaði lil, að
svona atvikaðist, fyrst kviknaði í eldhúsveggn-
um, veðrið mikið úti, eg þegar eldrinn hafði
læst sig um alt, þá var bæði steinolía í bæn-
um og töluvert af púðri, sem hjálpaði til.
Einnig sagði sira Páll lát Páls alpingismanns
í Víðidaistungu; hann hafði fengið ógnar
verk i höfuðið, svo gróf út um bæði eyrun,
lá í hálfan mánuð og dó stðan.
Tvö kaupför kattpmanna hefir slitið upp t'
ofsaveðri við Skagaströnd og átli að fara að
halda uppboð á þeim þessa daga.
Pétr Eggerts er nú kominn sjálfr á Borð-
eyri með 46 lesta skip og annað frá honum
á Grafarós. Þau höfðu bæði hafnað sig,
þegar sira Páll fór að norðan. Verslunin
hefir gengið þar vel, því fyrir hálfum mán-
uði var Pétr búinn að fá um 900 fjár til
skurðar, og var þó kvartað yfir slæmri færð
og illviðrum að koma fé til kaupstaðar. Sagt
er, að rúgr sé þar 10 rd., bankabygg 16 og
18 rd. eptir gæðum, kaffi 48 sk. Ull var tek-
in á 36 sk., sauðir með aldri 9 og 10 rd. o.
s. frv. Ur Norðrárdalnum hafa menn þang-
að farið, en héðan engvir, þvi veðrátta hefir
hamlað því.
Héðan hefi eg ekkert að skrifa, nema það
að víða befir fent sauðfé og hrakið, og er
eigi tilspurt um það, þvi það gengr sjálfala
um þenna tíma víða og því óvíst, hvort það
hefst alt á endanum. í Laxholti hrakti fé í
tjörn, svo 15 kindr köfnuðu, og var þó eigi
alt hitt fundið.
— RÁÐSMANNSSÝSLUNINA við þinghúsið
og hegningarhúsið, er þar við er bygt, i Þing-
holtinu fyrir austan bæinn, hefir landshöfð-
ingi í dag veitt borgara og húseiganda hér í
bænum Sigurði Jónssyni. Honum er gert að
skyldu að ferðast til Danmerkr og vera þar
við hegningarhússtjórn í 4 mánuði, áðr en
hann tekst sýslun sína á hendr, og er 200 rd.
styrkr veittr honum hér til. Laun hans og
dagr sá, er hann næsta ár á að ganga að
sýslun sinni, er enn eigi ákveðinn.
HITI UPPSPRETTUVATNS. Fleslir menn
halda, að kuldinn á uppsprettuvatni alstaðar
sé inn sami, en þó oss sýnist svo, þegar
vér drekkum vatnið, gelr verið eigi lítill
munr hér á í inum ýmsum uppsprettum.
Björn bóndi á Breiðabólstnð er fylgði pró-
129