Víkverji

Tölublað

Víkverji - 08.11.1873, Blaðsíða 1

Víkverji - 08.11.1873, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa «Vílt-' verja» er í húsi Teits dýralœltn. Finnboga- sonar. Verð blaðs- ins er 8 mrk um árið, 2 mrk um ársfjórð. r '« Víliverji'i kemr út á hverjum virkum laugardegi. Borgun fyrir auglýsingar 4/3 fyrir smáletrs- línu eðr viðlíkt rúm. lta dag innar 3.Í11 viku vetrar, 1 laugard. 8. dag nóvenibermán. [ Vilja guðs, oss og vorri pjóð vinnum, á meðan hrcerist blóð. I. ár, 2. ársfjórðungr, 34.’ tölubiað. — VERSLUN VOR II. Inn heiðraði ís- lenski Dani heldr að verslunarfélög, eins og þau, er in siðustu ár hafa myndast hér á landi, séu ókuun erlendis; en í því skjátlast honum; þau hafa verið til í mörg ár og þau hafa náð vögstum og frarngangi þrátt fyrir mótstöðu þá, er kaupmenn hafa veilt. Vér skulum fara nokkrum orðum um þessi félög, er hafa myndast einkum í kaupstöðum er- lendis, af því að mentunin þar er meiri í borgunum en í sveitunum. Ið fyrsta versl- unarfélag, er sögur fara af erlendis, var stofnsett í iðnaðarmanna borg, er heitir Rochdale nálægt Manchester á Englandi og var prestr einn sira Molesworth hvatamaðr lil þess. Hann hafði tekið eptir, að iðnaðarmenn- irnir, er eigi höfðu jafna atvinnu árið í kring, voru neyddir opt að fá lán hjá kaupmönnum. Ivaupmaðrinn, er lánaði vörurnar, vissi að hann átti það á hættu að missa andvirði þeirra, og seldi því optast slæmar vörur við hátt verð, til þess að fá endrgoldinn þann skaða, er hann óttaðist, ið sama var hann grunaðrum að draga af vörunum, þegar þær voru mældar eðr vegnar. Iðnaðarmaðrinn varð því meir og meir vafinn skuldum, hann varð smámsaman vonlaus um að gela komist út úr þeirri skuldaánauð við kaupmanninn, er hann hafði steypt sér í. Af örvæntingu fór hann að drekka, og brennivínið fór þá með sál og líkama. Þegar hann varkominn fram í and- látið var lítið eptir af manni þeim, er einu sinní hafði verið í honum, hann liktist meira dýri en manni. Sira Molesworth viidi nú láta iðnaðarmenn hætta við að taka lán, hann vildi útvega þeim góðar vörur við sanngjart verð, láta þeim verða vegið og mælt svo mikið af vörunum, sem þeir borguðu, og út- vega þeim þátt í hagnaði þeim, er kaupmenn höfðu af versluninni. (Framhald síðar). FERÐIR AMERÍKUMANNA í NORÐR HEIMSSKAUTS-LÖNDUNUM. í Norðanfara, 41.—46. tbl., er saga ein, er nefnist «Hans Kristján», um hrakningu nokkurra manna á ísjaka margar mílur. Vér viljum nú skýra nokkur gjör frá tilefni til sögu þessarar. Sumarið 1871 gjörðu Ameríkumenn út gufuskipið Polaris [Heimskautsfarij til þess að kanna höfin og löndin fyrir norðan Vestr- heim og í kringum Norðrheims-skautið. Skipið var ágætlega búið als konar föngum til slíkrar ferðar, og var Hall «captain» fyrir þeim mönnum, er skyldu kanna lönd þau og vötn, er skipið kynni að komast til. Inn 29. d. júnt'm. 1871 fór skipið frá New-York; 12. júlí kom það við á St. John í New Foundland; 27. júlí á Fiskanesi á Grænlandi; 31. júlí á Holsteinborg samastaðar; 4. ágúst á Diskóeyunni samastSðar; 19. ágúst á U- pernavík, og inn 24. ágúst fóru skipsmenn frá Tessinsak, og er það inn nyrðsti danski verslunarstaðr á Grænlandi; hann er á 73V2 breiddarstigi. — Nyrðsti staðr hér á landi, Rifstangi á Melrakkasléttu, erá66‘/2 breidd- arstigi, og þannig 21 þingmannaleið, eðr 105 mílnr fyrir sunnan Tessinsak. 3 dög- um síðar náði Polaris Smithsundi; þar næst fór skipið gegnum alt Kennedysund og fanst þá nýtt sund, er menn hafa eigi áðr komist að, og var það kallað Robertsonssund eptir ameríkönskum ílotastjóra, er hafði staðið fyrir útgjörð skipsins. 3. september hafði skipið náð 82°16 n. br.. það er skip hefir nokkurn tíma náð lengst norðr eða suðr til heimsskauta; það eru 48 þingmannaleiðir, eðr 240 mílur, fyrir norðan Melrakkasléttu hér á landi. Hér var is fyrir, en opið vatn milli jakanna, og ætluðu nú nær ailir, að máttu- legt væri, að komast lengra norðr, en Bud- dington captain, er réð fyrir siglingunni, en 131

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.