Víkverji

Tölublað

Víkverji - 08.11.1873, Blaðsíða 2

Víkverji - 08.11.1873, Blaðsíða 2
132 það er maðr, er engar mætr hefir á vís- indalegum rannsóknum, bauð að snúa skip- inu aptr, og lagðist skipið þá í vetrarhöfn á Grinnels landi á 81 n. br. Formaðr rannsóknarmanna, Hall captain, lagði þegar á stað norðr landveg á sleða, en hann varð sjúknr, og varð að snúa aptr til hafnarinnar og dó þar 8. nóvbr. 1871; en það er Hall hafði seð eðr fundið, er stór-merkilegt, að því er til visinda kemr. Frá hæð á Grinn- elslandinn sást land ná langt í norðr til heimskauts, og hér á landi þessu, er liggr nyrðst allra landa, er menntaðir menn hafa komist að, sáust miklir flokkar af moskus- nautum, hérum og mörgum öðrum dýrum, og merki til þess, að skrælingjar hefðu komið þar. Kuldinn þótti minni hér en sunnar. Með því að Buddington hafði eigi neinn áhuga á að kanna ókunn lönd, var hætt við ætlunarverk ferðarinnar, þá er Hall var dá- inn, og hófu menn aptrförina næsta sumar úr vetrarhöfninni 12. ágúst 1872. Fyrir norðan Smithsund varð skipið 15.ág. fast f ísn- um á 80°2' n. br. t’að rakst nú í fsinum til Northumberlands-eyarinnar á 72°20’ n. br. Hér vildi skipstjóri gera við leka, er hafði komið á skipið, og lét því flytja úr skipinu töluvert af farmi þess, einkum matvælum, en þá laust á alt í einu stormi, og slitnuðn 11 af skipsmönnum, 4 skrælingjar og 5 skræl- ingjabörn (als 20) frá landi og skipinu á ísjaka. Menn þessa rak á jakanum suðr um miðjan BafTinsflóa, Davíssund, með Labradorströnd- inni, til 53°i' n. br., en þar hilti nálægt New Foundland gufuskipið Tigres ísjakann 30. apríl þ. á., og bjargaði öllum mönnun- um. Þeir höfðu lifað allan vetrinn eðr 6V2 mánuð á ísjakanum, er sffelt mink- aði, en flutti þá meir en 24 breiddarslig suðr, og þar eð hann hefir og rekið nokkuð austr á við, liefir hann að minsta kosti farið yfir 1560 viktir sjávar eðr 78 þingmanna- leiðir. Allir þessir 20 menn, er höfðu farið þessa dæmalansu ferð, komust með bestu heilsu til Aroerfku. í’egar er Robertson flotasljóri frétti, á hve undrunarsaman hátt mönnum þessum hafði verið bjargað, lét hann sækja þá á skipi til St. Johns, þangað er «Tigris» hafði flult þá; annað skip «Juniata» sendi hann til Græn- lands með kol og matvæli til vöruhúsa þeirra, er amerikanska stjórnin á þar, og ið þriðja skipið, gufuskipið «Tigris», sendi hann á stað til að leita að «Polaris», er ekkert hafði frétst til síðar, og bjarga mönnum þeim, er eptir voru orðnir á því, þá er ísjakann sleit frá því. II. september þ. á. kom «Juniata» aptr, og færði þá frétt, að Tigris hefði fundið vetrar- stað skipsmanna þeirra, er eptir voru orðnir á eyunni Lilleton í Smithsundi, 60 vikur sjávar fyrir norðan Northumberlandseyuna; þeir höfðu látið eptir rilaða skýrslu um at- hafnir sfnar á eyunni, og höfðu samkvæmt henni farið frá vetrarstöð sinni á opnum báti 6 viknm áðr. Fáum dögum áðr en póstskipið fór hingað í 6. ferð sinni fréttist, að þeir menn, er eptir voru af skipshöfn Polaris, höfðu komið til Pederheads á Skot- landi 18. seplbr, en enn var eigi komin nein skýrsla í blöðin um það, hvernig þessum mönnum hafði verið bjargað, en ætlun manna var, að þeir hefðn á bátferð sinni hitt skot- lenskt hvalveiðaskip, en jshafið eðr suðrpartr þess er á sumrum fullr af skipum, er veiða hvali og seli. PÓSTSIÍIPIÐ. Um siglingu þá, er vér gátum bls. 4 23 hér að framan kemst Þjóðólfr þannig að orði 5. þ. m.: «Kom það því flatt á alla ofan er Díana sást koma kæfandi hér norðr og inn flóann aptr aflíðandi dagmálum með fullu gufuafli f móti úlbyrinum eptir þvf sem veðrstaðan var hér, og hafði verið síð- an morguninn fyrir; en þetta var samt sem sýndist; póstskipið Díana kom parna aptr- snúið á móti veðrinu*. Þótt þessi grein eins og margar aðrar greinir, er vér lesum hjá inum heiðraða blaðabróður vorurn, sé samin með slfku fjöri og þvílíkri andagipt, að óhægt er að grípa inar háfleygu hugsanir höfundarins, sýnist enginn efi að geta verið á því, að Þjóðólfr sé samdóma oss um að sigling póstgufu- skipsins sé óskiljanleg. Einkum sýnist orðið «þarna», er vér höfum auðkennt, að benda á þenna skilning; því þeim mönnum, er hafa komist lengst í að skýra Þjóðólf ber

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.