Víkverji

Tölublað

Víkverji - 06.12.1873, Blaðsíða 8

Víkverji - 06.12.1873, Blaðsíða 8
152 hygli hans, og ráðfærSi hann sig optar siðan við Dr. J. Hjaltalín um, livort það mundi eigi svara kostnaði, að vinna að þessum námum. Yar pað loks tillögum og styrk Dr. Hjaltalíns að pakka, að herra 0<ldr lagði í pað, að opna námurnar síðast- liðinn vetr, oglá hann á Reykjanesi við fimtamann, eins og áðr er sagt, í janúar og febniar, og náði upp nálægt 50 lestum skips. Hann hefir pví næst komið þessari jarðtegund í |>að álit, að nú er von um, að námumar verði unnar að komanda sumri, með tilstyrk útlendra manna. Enn er eigi ákveðið neitt nákvæmar hér um, sér í lagi eigi, hvarbraut- in frá námunum verðr lögð, í landnorðr að Kjarð- vík, cðr í norðr-útnorðr að Kirkjnhöfn á Reykja- nesi. Að Njarðvík eru rúmar 3 danskar mílur, en að Kirkjuhöfn að eins l'it, og álítum vér pað góða framfara von ef petta heppnaðist. — PÓSTFERÐIR. Norðanpóstr kom hingað 29. f. m., vestanpóstr 30. f. m., og höfðu báðir tafist af slæmri færð. Með vestanpóstinum fengum vér ]>á 2 fréttapistla, er hér eru prentaðir að framan. Norðanpóstrinn flutti 2 blöð af Norðanfara (nr. 47 —48 og 49—50). Vér höfum í skýrslu rorri um dána tilfært meðal annara j>á menn, cr samkvæmt jiessum blöðum hafa látist, síðan norðanpóstr síðast var á ferð. Tíðarfarsfréttimar eru í öllu verulegu inar sömuogvér áðr höfum látið prenta að norðan. Póstskipið hafnaði sig hér 3. {>. m. um nón. pað hafði farið fiá Kaupmannahöfn 16. f.'m., komið 19. s. m. að Leerwick, en j>ar eptir logið fulla viku við Hjaltland. Frá Færeyum lagði pað, eptir l'h sólarhringsdvöl J>ar. á stað liingað 29. f. m. Far- pegar með j>ví voru: fröken Sigríðr, ung stúlka er í sumar ætlaði að ferðast sjóveg frá Isafirði að Búð- um til að he msækja frænda sinn, kaupmann Svein Guðmundsson, en par eð skipið, er hún var með, eigi gat vegna andviðra komið inn á Búðahöfn, varð að fara með j>ví til Kaupmannahafnar, sira Isleifr Gíslason á Kirkjubæ, Daniel kaupmaðr Thorla- cius, Thomsen verslunarmaðr og corporal, Torfi jarðyrkjumaðr Bjamason, Ólafr Guðmundsson frá Amarbæli, sem kominn er heim aptr frá A- meríku, og norðlensk stidka, er hafði ætlað til Bra- silíu, en pegar hún kom til Kaupmannahafnar varð afhuga af ferðinni. — PRESTAKALL óveitt G1 a u m b æ r moð annexíunni Víðimýri, metinn 793 rd. 31 sk., aug- lýstur 3. {>. m.; prestsekkja er í brauðinu. — Rektorsembættið er enn óveitt, og royndist pannig fiugufregn sú, er barst hérum bæ- inn cptir komu austanpóstsins, og sagt er að hafi sprottið af bréfi til ritstjóra þjóðólfs, óáreiðanleg. — Gullbringu- og Kjósarsýslu-embættið er laust, en Clausen sýslumaðr er 6. f. m. skipaðr af kon- imgi bæar- og héraðsfógeti í Thisted á Jótlandi. — DÁNIR: Á ísafirði, 8/s Egill skóari Sandholt 46 ára 22/» Ömólfr skipstjóri porlcifsson 38 árá 5í/>o Mathiesen skipstjóri frá Kaupmanna- höfn 38 ára. Á Garðsvík á Svalbarðsströnd */t Grímr bóndi Jóhannesson 53 ára. Á Reykjum í Tungusvcit í Skagafirði Pétr bóndi Bjarnason. Á Einarsstöðum í Reykjadal í pingeyjarsýslu 6/» Sigr- jón bóndi og fyrrum hreppstjóri Jónsson 66 ára. Á Skriðu í Hörgárdal ,4/« Friðfinnr bóndi porláksson 69 ára. Á Efridálksstöðum á Svalbarðsströnd ‘/io Jónatan bóndi Indriðason 60 ára. Á Glaumbæ í Skagafirði 31/io sira Hannes Jónsson 78 ára. Á Akreyri s/u I>órðr héraðslæknir Tómásson 36 ára. ÁSiglufirði 12/i o húsfrú Sigrlaug ekkja Guðmundar verslunarstjóra. Á Hálsi í Fnjóskadal 3,/>o sira Gimnar Gunnarsson 34 ára. I Reykjavík 14/u Ingi- björg Sigurðardóttir ekkjaí Hlíðarhúsnm; 63 ára,:i/i i Sigríðr Sigurðardóttir yngisstúlka í Engey 23 ára; 2S/u Ólafr Jónsson unglingr í Engey 11 ára. — HJÓNABÖND í Reykjavík 18/io Bergr Thor- berg amtmaðr í suðr- og vestrumdæminu og Elin- borg Pétrsdóttir biskups, 25/io Ólafr Guðmundsson bóndi á Mýrarhúsum og Anna Bjömsdóttir, 36/io Guðmundr Egilsson húsmaðr á Eiði og Guðríðr Guðmundsdóttir, V,, Sigurðr Sigurðsson vinnumaðr á Hvammkoti og Sigríðr Jónsdóttir, s. d. Sigurðr Jónsson húsmaðr á Miðbýli og Ingun þórðardóttir, 8/n Pálmi Pálmason húsmaðr í Bollagarðakoti og Ingibjörg Sveinbjamardóttir, */n Nieljohníus Zim- sen verslunarstjóri og Laura Svendsensdóttir. Merkisdagar i séttu viku vetrar. 29. nóv. 1211 dó Páll, er biskup hafði verið i Skála- holti frá 1195, Jónsson ins göfgasta manns Loptssonar Sæmundssonar ins fróða. 30. — 1699 fæddist Kristján VI. konungr Dana og íslendinga Friðriksson IV. 2. des. 1739 herra Steinn Jónsson, er biskup hafði verið á Hólum frá 1711, andaðist 79 ára gamall. 3. — 1839 andaðist Friðrik VI. konungr Dana og íslendinga. 4. — 1867 andaðist, 74. ára gamall, herra Ilelgi biskup Guðmundsson. 1857 dó porleifr málfræðingr Guðmundsson, er kallaði sig Repp. 5. — 1662 dó Magnús inn ríki á Munkafivcrá, er lögmaðr hafðí verið norðan og vestan 1639 —1661. Athugavert í sjöundu viku vetrar. Messa á Bessastéðnm. — I dómkirkjuuni dönsk prédiknn. Vestanpóstr á að fara 6., norbanpóstr 7., austan- póstr 8. og gufnskipib 9. að þvf, sem áætlab er. Inn- og útburgnn sparisjóðsins hvern virkan langar- dag frá 4. — 5. st. e. m Útgefendr: nokkrir menn í Reykjavík. Ábyrgðarmaðr: Páll Melsteð. Brentaðr í prentsmiðjn íslands. Kinar þórbarsou.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.