Víkverji

Tölublað

Víkverji - 06.12.1873, Blaðsíða 2

Víkverji - 06.12.1873, Blaðsíða 2
146 hafa borist, hefir átt að fást á Reykhólum 170, í Akreyum 90, í Fagradal innri 30, á Ballará 30, á Skarði 20, í llvalseyum 90, í Tjaldseyum, sem liggja undir Miklaholt, 60 haustselir, víðar hefi eg ekki heyrt töluna nefnda, en miklu víðar er þó haustselaafli nokkur. |>essi haustsela-útselakópa-afli eru ein in fljótteknustu og fyrirhafnarminstu hlynnindi. Fyrirhöfnin er sú, að þá menn ætla að kópar þessir séu mátulega vaxnir, sem nú er í miðjum október, fara menn á skipi í sker þau eða eyjar, sem kóparnir eru fæddir og uppaldir á, og sem þá eru 3 vikna eða mánaðargamlir, og rota þá til dauðs i bólum sínum, og flytja síðan heim, selja svo annaðhvort kápuna o: skinnið og spikið sam- fast til þeirra, er stunda hákarlaveiðar f beitu fyrir hákarl, eða þeir verka skinnið sér, en bræða spikið til lýsis. Þessi. selafli er hér vestanlands ekki minni árlega en 500 selir stærri og smærri, þar á meðal nokkrir roskn- ir, sem nást um leið og inir ungu eru drepnir. Það mun nær sanni að gjöra hvern að 4 dale virði, og verðr þá npphæðin árlega 2000 rd. Það mætti rita allsnotra sögu um in helztu selakyn, sem vér Islendingar höfum not af, en í þessum fréttapistli á það ekki við að fara lengra út í það mál. — Ftskiafla-fregmr eru mjög litlar, enda hafa verið nú í langan tfma einstakar ógæftir. — Verslun í Stykk- ishólmi hefir veriö með daufara móti f baust. Það heitir varla að aðrar verslanir en Clau- sens verslun þar hafi haft nokkru að miðla. Möller apótekari, sem er cborgario jafnframt því, sem hann er lyfsali, fékk að vísu nokkra vöru, en hún þraut brátt. S.Richter kaupmaðr á von á vöru frá Höfn, í þessum mánuði. In norska verslun er hætt með öllu, en í ráði er, að f hennar stað byrji Dala- verslunarfélagið vérslun að vori komanda. Verðlag á danskri vöru var ið sama sem í sumar, nema á kaffi, pundið á 48 sk., og á bankabyggi tunuan á 16rd. íslenska varan mun hafa verið tekin þannig: kjöt á 8—9 mrk lýsip,; ull hvít 28 sk. pundið; tólg 18 eða 20 sk. pundið; mör 16 sk. pundið. Ann- ars er fé flest á fæti tekið og sækja kaup- menn það heim í sveitir, og láta sendimenn sína semja þar um verðið við þá, er úti lála. í 'haust vildu kaupmenn ekki fé nema upp f skuldir, og gáfu nálægt þessu fyrir það: Fyrir gamla sauði 10 rd., tvævetra og geldar ær 8 rd., vetrgamalt fé og mylkar ær 5—6 rd. Þetta má að vísu heita hagfelt verð fyrir seljanda, einkum þegar hann þarf ekkert að hafa fyrir rekstri fénaðarins í kaupstaðinn, en því að eins er það hagfelt, að seljandi taki nauðsynjavöru út á andvirðið fyrir fe sitt, og líði ekki þröng f búi á eptir. Ann- ars er haustverslunin að mínu áliti nijög var- úðarverð og gott að geta komist sem mest hjá henni, en reyna til að hafa sumarversl- unina þeim mun drjúgari. Steingrímsfirði 27. október 1873. Vetrarveðráttan hófst á þessum kjálka landsins um og framúr Mikaelsmessu og hefir haldist síðan, snjókoman hefir verið svo mikil, að yfir ýmsa fjallgarða er alveg ófært nema á sldðum, og illfært moð hesta í bygð, svo að segja haglaust á sumum stöðum, en kýr teknar inn 5 vikum fyrir vetr. Fistíafli hefir verið í minna lagi i haust vestra við ísafjarðardjúp, en hér við Steingrímsfjörð með minsta móti. Sauðfé hefir skorist i hesta lagi, heilsufar manna er og heiir verið gott. ]>að er sagt, að alt sé fult af hafís fyrir Hornströndum, enda sýnist veðráttan eigi leyna |>ví. HÁSKÓLINN f IÍAUPMANNAHÖFN. Þess- ir fslenskir stúdentar lesa í Kpmhöfn í vetr: forspjallsvísindi Björn Jensson heitíns skóla- stjóra, Hallgrímr Melsteð Pálsson heitins amtmanns og Eikarðr Olavsen Sveinbjörns- son, heitins kaupmanns í Keflavík. Lög: Björn Jónsson heilins bónda í Djúpa- dal í Barðarstrandarsýslu, Kristján Jónsson alþingismanns á Gaullöndum, Páll Sigfússon trésmiðs í ísafirði og Sigurðr systurson Jóns alþingismanns ísfirðinga; stjórnfræði: /VuZnðiEinarsson heitins bónda á Krossanesi í Skagafirði og Þorleifr Jóns- son heitins bónda á Arnarbæli í Dalasýslu. Læknisfræði: Guðni Guðmundsson bónda á Mýrum við Dýrafjörð. Málfræði: Björn Olsen Magnússon umboðs- manns á Þingeyrum. Tafla, yfir samjöfnuð milli hinnar nýu krónumyntar og ríkismyntar, mnn, eptir

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.