Víkverji

Tölublað

Víkverji - 09.01.1874, Blaðsíða 2

Víkverji - 09.01.1874, Blaðsíða 2
u aldrei við konu kendr og aldrei bragðaði liann á- fenga drykki, og hofir hann í flestu verið einhver inn einstakasti konungr, er nokkru sinni heflr uppi verið. pá er hann var sjö vetra, skaut hann tóu, og á tólfta ári bjamdýr. Hann hafði tamið sig mjög vib alla hörku og karlmensku, hann svaf um hávetr undir berum himni, og sveipaði að sér feldinum, eg sakaði hann hvcrgi. Ifann féllJiá er hann sat um Friðriksteins kastala í Noregiáöndverðumvetriárið 1718. Hundrað árum eptir dauðaKarlskonungs(1818) héldu Svíar minningarhátíð hans, og pá var pað, ab Tegner biskup, ið nafnfræga sænska þjóðskáld, (f 1846) orti kvæði það, er hér er prentað með íslenskri þýðingu, er Steingrímr Thorsteinson skólakennari gjörði þegar 1857 (hún er prentub aptan við útleggingu hans á kvæöinu Axel) og sem hann nú hefir lesið yfir oglagfært að nokkru. Bragarháttrinn er inn sami, sem áinusænskafrumkvæði, en nóturnar höfumvér látiö prenta af pví, aö lagið þykir einkar fagrt, og þó margir kunni það hér á landi, er það, ef til vill, sumum aflesöndum VíkverjaókunnugtjOgþá er þeim hérmeð gefinn kostr á ab læra það. Vérgerum sem sé ráð fyrir því, að þekldng á nótnasöng nú, er vér höfum fengið góða kennslubók í sönglistinni' sé farin að breiðast út um landið, enda er sú þekking með öilu ómissandi. Um sama leyti, sem Tegnei' orti áðmefnt kvæði, gjörði annar maðr í Svíþjóð, er Eiríkr Geijer hét, háskólakennari í Uppsölum, frábær sagnaritari og skáldft 1847) kvæði um Karl tólfta(„CarlXII. Marsch ved Narva“). Eitt erindi í því kvæði er þannig: Efter hundra áriga skiften Vaga nalkas till hjeltegriften! Plána med tárar ut minnes-skriften, Hur den störste bland Carlar föll! Alltför stor för den ny-kloka tiden, Kastad ur fomverlden in i striden, Svárd för ráttvisan, — okánd for friden, Tills den för evigt hjelten behöll. — Stúdentaleikirnir1 2 i Glasgow II. 1. þ. m. voru leiknir „Hellismennirnir" í annað sinn 2. s. m. tveir- gleðileikir eptir Moliore „Læknirinn gegn vilja sínum“ og „Neyddr til að giptast", 3. s. m. Hellismennimir í þriðja sinn, 4. s. m. „Hrekkjabrögð Scapins" í annað sinn og leikr eptir Moliere, er nefnist „broddlóumar", 5.s.m. „Læknirinn gegn vilja sínum“ og „Neyddr til að giptast“ í annað sinn. í leik þeim er Moliere nefndi: „Neyddr til að giptast" heflr hann einkum gjört að umtals- efni þan vísindalega hroka, er algengr var á hans tímum, og ef til vill eymir enn eptir af. Vér höf- um áðr tekið fram í blaöi voru, hve mönnum þeim, 1) „Leibarvísir til þekkingar á eöuglistiuui eptir Pitr Gubjðnsson, Reykjavík 1870“. 2) Auk stfidenta vib lækoa- og prestisóklanu léku 4 heldrimaunadajtr héban úr Reykjavík. er haf'a fengið nokkra bóklega mentun, er hætt við að setja hana hærra en alt annað, svo að elckert er gert úr verklegri reynslu, og þaðþykir mest í varið að hafa vissa vísindalega skoðun án tillits til þess, hvort þessi skoðun í rauninni hefir nokkuð að þýða í daglegu lífi, og þessa kenningu hefir þá Moliere betr, en nokkur annar hefði getað gert, flutt meö því að láta heimspeking koma fram, er verör ákaflega reiðr af því, að maðr hefir dirfst að segja „í. hatts líki“ í staðínnfyrir „með hattslagi". pessi persóna og annar heimspekingr, er þykist hafa rannsakað og prófað alla hluti svo nákvæmlega, og fundið svo mikið efasamt í þessari veröld, ab hann jafnvel eigi þorir að fullyrða, að hann sé sjálfr til, svo aö það verði að kenna honurn þetta með því að berja hann, hafa þó eigi getað myndað allan leikinn Aðalpersónan í honum er garnall karl, er hefir felt ástarhug til ungrar stúlku og beðið liennar. Hann hefir lengi verið vel efnaðr en eigi viljað gipta sig vegna útláta þeirra, er hann hefir veríð hræddr um mundi leiða af kvonfanginu, og nú þog- ar hann er búinn aö fá jáyröi stúlkunnar, fer hann að efast um, hvort hann liafi gert rétt. Hann leitar þá ráða tilýmsra, þar á meðal heimspekinga þeirra tveggjá, er vér nefndum, án þess að fá nægilog svör, loksins verðr hann heyrnarvottr að viðtali unnustu sinnar við ungan niann, þar sem hún segist einungis vilja eiga karlinn vegna peninga hans. Hann vill nú segja skiliö við konueíhið, en þá kemr bróbir hennar og neyðir hann með inni mestu kurteisi, en þó jafnframt mcð höggum, til að eiga stúlkuna. „Læknirinn gegn vilja sínum“ á enikum að sýna fram á hve lilæilegt og afkáralegt þab sé, að hafa of mikið traust á læknum, hugsa, að þeir geti læknað alla sjúkdóma, og að alt sé unnið, þegar maðr hefir náð í einhvern lækni eðr eitthvert mebal. llíkr maðr, Geronti, vill neyða dótt- ur sína Lúcindu til að eiga annan mann, en hún sjálfvill, og þegar húnsér, að hún hefir enginönnur ráð gerir hún sér upp málleysi. Brúðgumi sá, er faðir stúlkunnar hafði ætlað henni, segist nú eigi vilja eiga hana nema hún verði læknuð, og leitar faðir hennar þá ráða til allra lækna. Enginn af þeim sér, að þaÖ er uppgeröarveiki, or gengr að stúlkunni, en gefa ýms ráð, er þó eigi duga, og sendir nú fabir hennar 2 þjóna sína út tO að finna enn betri lækni. þeir hitta konu viðarhöggvanda eins‘ er nýlega hefir verið barin af manni sínum, og til að hefna sín telr hún nú þjónunum trú um, að maðr sinn sé inn besti læknír, en vilji eigi meðganga þetta, nema hann sé lúbarinn. þjónarnir finna þar eptir viðarhöggvandann og eptir að þeir hafa bariö hann,gengrhannálagiðoglæst vera inn mesti doctor. Hann heldur langar og flóknar ræður um það, er ýmsir ágætir læknar hafa sagt um sjúkdóma, og þar eð enginn skilr, hvað hann segir, enda er þaö alt ó- skiljanlegt bull, dást allii' að hans mikla lærdómi.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.