Víkverji

Tölublað

Víkverji - 23.03.1874, Blaðsíða 2

Víkverji - 23.03.1874, Blaðsíða 2
draga f>ig í hlö. Uppfræðendr lvðsins verða enn þá meira, en áðr var, að kosta kapps nm að menta ina uppvaxandi kynslóð svo að hún misbrúki ekki vald það er nú erlagt pjóðinni f hendr og alþýðumenn mega eigi eingöngu láta sér nægja, að kjósa fulltrúa sfna, heldr verða þeir sjálíir að kynna sér landsmálin, svo að þeir geti dæmt um, hvern- ig fulltrúar þeirra leysa umboð það, er verðr þeim veitt, af hendi. Aidrei heflr því síðan þjóð vor sameínaðist við bræðraþjóðir vorar á Norðrlöndum, verið meiri hvöt fyrir hvern góðan íslending til að hugsa um hag- sæld almennings og vinna til almennings heilla en nú. Komum þvf allir saman á þingvöll f sum- ar til að þakka konungi vorum frelsisgjöfina og til að ræða um það, hvernig vér eigum best að fara með hana. STJÓRNAKSKRÁ um in sérstöku málefni is- lands hefir konungr vor gefið út 6. jan. p. á. Hún ððlast gildi 1. ágúst p. á. Eins ogalþingi lagðitilf aðaluppástungu sinni f. á., Bkiptist alþingi f tvær þingdeildir. í efri deildinni sitja 6 þjóðkjömir og 6 konungkjörir menn, f neðri deildinni 24 þjóðkjömir. Tala þjóð- kjörinna þingmanna verðr þanig als 30, og eiga (íullbringu- og Kjósar, Arnes, Rangárvalla, Skapta- fells, ísafjarðar, Húnavatns, Skagafjarðar, Eyjafjarð- ar, þingeyjar, Norðrmúla og Suðrmúla-sýslur aðkjósa hver 2 þingmenn, binar sýslur og Reykjavíkr kaup- staðr kjósa 1 mann hver. Varauppástungur ins síðastaalþingis um innihald stjómarskrárinnar eru allar teknar til grcina. pannig ákveðr 1. grein, að, á meðan ís- land hefir ekki fulltrúa á ríkisþinginu, leggi það ekki neitt til inna almennu þarfa ríkisins, 2. grein, að konungr láti „ráðgjafann fyrir ísland" fram- kvæma ið æÖsta vald í öllum landsmálum vorum og 25. grein, að fyrir hvert reglulegt alþingi undireins og það er Bamankomið, Bkuli leggja frumvarp til fjárlaga fyrir ísland fyrir 2 ára fjárhagstímabilið. Bem f hönd fer. petta frumvarp skal jafnan fyrst leggja fyrir neðri deild þingsins. LAGASETNING NÝ. þessar stjórnarákvarð- anir hafa bomið út síðan í haust: Auglýsing 29. desbr. 1873 um, að hans hátign konungrinn hafi ákvarðað, að ina nýu gullpeninga megi hafa sem gjaldgenga peninga frá 1. janúar þ. á., og að þeir verði slegnir þannig: Á aðhverfuna skal setja bijóstmynd konungs og umhverfis með letri: „CHBISTJAN Dt. KONGE ÁF DANMAEK11 Cn á frá- hvcrfuna konumynd, er sitr milli höfrungs, sem táknar sjóferðir, og kornbinda, sem táknar akryrkju, og styðr viustri hönd við rfkismerkið danska, og fyrir ofan þessa rnynd „10 keoneb" eða „20 kboneb“. Tilskipun 5. januar þ. á. um, að landshöfðinginn geti ákveðið hegningu fyrir minni háttar yfirsjónir, sem fangar þeir, er dænidir eru f hegningarhúsíð í Reykjavík, verða sekir í. Tilskipun s. d. um hlunnindi fyrir sparisjóði á Islandi. Tilsk. 14. febr. þ. á. um ábyrgð fyrir eldsvoða í Reykjavík. Tilsk. 28. febr. þ. á. uin að öll hegningarvinna, sem menn eru dæmdir f samkvæmt hegningarlög- unum 25. júnf 1869, skuli frá 15. degi ágústmánað- ar úttekin f hegningarhúsinu f Reykjavík. Tilsk. s. d. um bvernig úttekin skuli hegningar- vinna í hegningarhúsinu í Reykjavík. — AÐ UTAN. Edínaborg, 26. febr. 1874. Veðr- blíða hefir verið hér mikil í aUan vetr, ekki komið þeli í jörð eða snjóföl til þessa dags; en stormar miklir, og farmenn kvarta um hrakninga. Skip, sem hingað hafa átt að fara vestrumhaf fráNorðr- löndum og innan úr Eystrasalti hafa verið þrjá og fjóra mánuði á leiðinni. Hér hafa nýlega orðið höfðingjaskipti. Glad- stone og ráöuneyti hans, er setið heflr að völdum sfðan 1868 sagði slitið þinginu í lok fyrra mánaðar, og fóru fram nýar kosningar. pingmenn eru kosnir hér til sjö ára, en optast er þó þingi sagt slitið, fyr en sá tími er út runninn. Hér gengr jafnan mikið á, þegar nýar kosningar fara fram. peir sem eptir kosningu sækja hafa mikinn starfa, eiga fundi við kjósendr, hvern á fætr öðrum, og gjöra grein fyrir hverjum málum þeirmuni fylgja. Er opt róstusamt á fundum þessum, því jafnan koma floiri en boðnir eru; grípa þeir opt fram f mál þess, er talar, hlægja að honum, hafa óp og köll, og kveðast vilja annan þingmann háfa. Hins vegar láta hans sinnar ekki sitt eptir liggja, að róma ræðu hans sem best, og leggja orð í mótflokknum til niðrunar. Svo ganga og vinir hans og erindsrekar fyrir dyr hvers kjós- anda, og biðjast atkvæðis. Kosningardagiim ganga menn um strætin með tvo hlera annan í fyrir og annan á baki. Er þar á prentað með stóru letri áminningar til kjósenda að kjósa þenna eðr hinn, svo sem, „kjósið Mr. Smith, hann er maðrinn". Stund- um cru þar á hnífilyrði um þá, er kosningar beið- ast, svo sem: „Varið yðr á Mr. Smith, hann er Gladstone’s maðr eða Disraelis“. „Mr. Johnson mun sjá réttindum yðar borgið". Og onn aptr: „Hverr sveik öll loforð BÍn hér um árið?“ Var það okki Mr. Johnson?“ Látið yðr ekki leiða afvega, Mr. Smith viU gjöra landsmennn að heiðingjum; en ef þér viliðsjákirkjuvorri oglandslögum borgið.þá kjósið Mr. Johnson“. Hér kostar æði mikið að verða þingmaðr; eru til þess dæmi, að þingmenn hafi kostað 90,000 rd. til að ná sæti. þykir það virðing svo mikil, að vera þingmaðr, þvíaðengin laun eruþeim greidd.

x

Víkverji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkverji
https://timarit.is/publication/99

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.